Stuðningsmennirnir brenndu treyju Balotelli í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2023 12:31 Mario Balotelli er að upplifa mjög erfiðar vikur með FC Sion. Getty/DeFodi Images Mario Balotelli spurði um árið: Af hverju alltaf ég? Enn á ný virðist þetta eiga við. Ítalski knattspyrnumaðurinn hefur flakkað á milli félaga undanfarin ár og stoppar oft stutt við á hverjum stað. Við þekkjum hann frá því að hann spilaði með Manchester City, Internazionale og seinna með Liverpool. Undanfarin ár hefur þessi fyrrum lofaði framherji hins vegar fjarlægst bestu deildir í Evrópu. Nú er hann leikmaður Sion í Sviss. Það byrjaði ágætlega og Mario Balotelli skoraði meðal annars í fjórum leikjum í röð í október. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Nú er hins vegar svo komið að Balotelli hefur ekki skorað fyrir Sion síðan um miðjan nóvember. Hann bar fyrirliðabandið um helgina en ekki breytti það miklu. Það sem meira er að liðið steinlá 4-0 á móti St. Gallen á heimavelli. Sion hefur ekki unnið leik síðan í október og tapið um helgina var það fimmta í síðustu sjö leikjum. Stuðningsmennirnir hafa ákveðið að gera Balotelli að blóraböggli. Áróðursborðum í stúkunni var beint gegn honum og á einum stóð: Annað hvort legðu þig fram í treyjunni eða drullaðu þér í burtu. Eftir að liðið fékk á sig hvert markið á fætur öðru í leiknum þá ákváðu stuðningsmennirnir að gang svo langt að brenna treyju Balotelli í stúkunni. Þau gætu því ekki verið skýrari skilaboðin frá þeim. Sion liðið er í bullandi fallhættu með jafnmörg stig og botnliðið en með betri markatölu. Fyrir tíu umferðum var liðið í þriðja sætinu en síðan hefur verið algjört hrun. Sion fans are actually so pissed with the lackluster performance of Mario Balotelli that they started burning his jersey during the last match, when they lost to FC St. Gallen 0-4 at home.https://t.co/Fhqtevb2is#Balotelli #MarioBalotelli #FCSion pic.twitter.com/dI5fOJJlqJ— Swiss Football Data (@swissfootdata) February 26, 2023 Sviss Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Sjá meira
Ítalski knattspyrnumaðurinn hefur flakkað á milli félaga undanfarin ár og stoppar oft stutt við á hverjum stað. Við þekkjum hann frá því að hann spilaði með Manchester City, Internazionale og seinna með Liverpool. Undanfarin ár hefur þessi fyrrum lofaði framherji hins vegar fjarlægst bestu deildir í Evrópu. Nú er hann leikmaður Sion í Sviss. Það byrjaði ágætlega og Mario Balotelli skoraði meðal annars í fjórum leikjum í röð í október. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Nú er hins vegar svo komið að Balotelli hefur ekki skorað fyrir Sion síðan um miðjan nóvember. Hann bar fyrirliðabandið um helgina en ekki breytti það miklu. Það sem meira er að liðið steinlá 4-0 á móti St. Gallen á heimavelli. Sion hefur ekki unnið leik síðan í október og tapið um helgina var það fimmta í síðustu sjö leikjum. Stuðningsmennirnir hafa ákveðið að gera Balotelli að blóraböggli. Áróðursborðum í stúkunni var beint gegn honum og á einum stóð: Annað hvort legðu þig fram í treyjunni eða drullaðu þér í burtu. Eftir að liðið fékk á sig hvert markið á fætur öðru í leiknum þá ákváðu stuðningsmennirnir að gang svo langt að brenna treyju Balotelli í stúkunni. Þau gætu því ekki verið skýrari skilaboðin frá þeim. Sion liðið er í bullandi fallhættu með jafnmörg stig og botnliðið en með betri markatölu. Fyrir tíu umferðum var liðið í þriðja sætinu en síðan hefur verið algjört hrun. Sion fans are actually so pissed with the lackluster performance of Mario Balotelli that they started burning his jersey during the last match, when they lost to FC St. Gallen 0-4 at home.https://t.co/Fhqtevb2is#Balotelli #MarioBalotelli #FCSion pic.twitter.com/dI5fOJJlqJ— Swiss Football Data (@swissfootdata) February 26, 2023
Sviss Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Sjá meira