Þetta er ekki eðlileg hegðun G. Andri Bergmann skrifar 28. febrúar 2023 22:01 Á spjallborðum og facebook hópum sjáum við spjallara æ oftar koma fram í HÁSTÖFUM hvar hópfélagar eru beðnir að vara sig á þessu eða hinu fyrirtækinu. Já eða einstaklingnum. Svo fylgir einhliða frásögn, mistúlkaðar staðreyndir og stundum hreinn uppspuni. Erfitt getur þarna reynst að bera hönd fyrir höfuð sér. Og sé það reynt ýfir það upp hegðun innan hópsins sem helst minnir á kúgun einræðisríkja hvar aðeins er leyfð skoðun sem er einræðisherranum þóknanleg. Í þessu tilviki þeim/þeirri sem upphaflega setur fram tilfinningaríkt hástafahróp um sniðgöngu. Það má með réttu kalla þetta Lúkasar-heilkennið. Enda hér búið að rannsaka morðið, ákveða morðingjann, dæma og fleyta kertum. Allt þó hundurinn sé sprell-lifandi. Ég er þeirrar skoðunar að gagnrýni eigi alltaf rétt á sér og að engin sé svo fullkomin að hann geti ekki nýtt sér slíka rýni til gagns. Hún þarf þó að vera málefnaleg til að nýtast og þannig sett fram að hið gagnrýnda geti brugðist við, lagfært eða leiðrétt. Opinber smánun á hins vegar ekkert skylt við gagnrýni, enda eingöngu sett fram í þeim tilgangi að meiða og skemma. Og yfirleitt tekst það. Hundurinn er dauður. Fyrirtæki mitt varð fyrir árás í stórum spjallhóp á Facebook. Viðskiptavinur VARAÐI VIÐ FYRIRTÆKINU í hástöfum og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún fór þó í öllum meginatriðum á skjön við sannleikann og hagræddi atvikum á þann hátt að ætla mætti að við hefðum myrt hund. Í enfeldni minni fór ég inn í umræðuna, leiðrétti aðdróttanir og varði mig og mitt. En ég var umsvifalaust tjargaður, velt upp úr fiðri og vísað úr hænsnahúsinu. Þarna skipti sannleikurinn engu máli. Tilgangurinn var látinn helga meðalið og hófst mikil keppni í hver gæti rægt mig og fyrirtækið mest. Keppni um hver gat gúgglað safaríkustu söguna, rökstutt sig með skjáskoti. Yfirlýsingagleði breyttist í hjarðhegðun. Viðurkenning mæld í fjölda „líka“ og ef einhver vogaði sér að styðja minn málstað beið viðkomandi tjara, fiður og útskúfun. Hvenær verður lík lík? Þórðargleði samkeppnisaðila tók að birtast. Hundurinn var myrtur. Ég og fyrirtæki mitt erum ekkert einsdæmi og er nú svo komið í samfélagi okkar að nóg er að koma fram með órökstuddar dylgjur á hendur fólki eða fyrirtækjum. Lífsviðurværi er rakkað niður og fólk smánað ef það er eða ætlar sér í viðskipti eða á tónleika. Minna metnir fjölmiðlar á smellaveiðum gera sér svo mat úr öllu saman, hjarðhegðunin fær viðurkenningu og vélin mallar áfram full vandlætingar. Við hljótum að sjá að þetta er ekki eðlileg hegðun og við sem samfélag verðum að snúa við blaðinu áður en það verður of seint. Við verðum að losna undan þessu hatri sem einkennir alla umræðu á samfélagsmiðlum. Við verðum að losna undan þessari pólariseringu og við verðum að gera þá kröfu til ríkisstyrktra fjölmiðla að þeir leiði þessar breytingar. Allt bendir þó til að þessir sömu fjölmiðlar nýti ríkisstyrkinn vel, á skilvirkri leið sinni í þveröfuga átt. Hundurinn skal myrtur! Höfundur er framkvæmdastjóri Procura Home. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á spjallborðum og facebook hópum sjáum við spjallara æ oftar koma fram í HÁSTÖFUM hvar hópfélagar eru beðnir að vara sig á þessu eða hinu fyrirtækinu. Já eða einstaklingnum. Svo fylgir einhliða frásögn, mistúlkaðar staðreyndir og stundum hreinn uppspuni. Erfitt getur þarna reynst að bera hönd fyrir höfuð sér. Og sé það reynt ýfir það upp hegðun innan hópsins sem helst minnir á kúgun einræðisríkja hvar aðeins er leyfð skoðun sem er einræðisherranum þóknanleg. Í þessu tilviki þeim/þeirri sem upphaflega setur fram tilfinningaríkt hástafahróp um sniðgöngu. Það má með réttu kalla þetta Lúkasar-heilkennið. Enda hér búið að rannsaka morðið, ákveða morðingjann, dæma og fleyta kertum. Allt þó hundurinn sé sprell-lifandi. Ég er þeirrar skoðunar að gagnrýni eigi alltaf rétt á sér og að engin sé svo fullkomin að hann geti ekki nýtt sér slíka rýni til gagns. Hún þarf þó að vera málefnaleg til að nýtast og þannig sett fram að hið gagnrýnda geti brugðist við, lagfært eða leiðrétt. Opinber smánun á hins vegar ekkert skylt við gagnrýni, enda eingöngu sett fram í þeim tilgangi að meiða og skemma. Og yfirleitt tekst það. Hundurinn er dauður. Fyrirtæki mitt varð fyrir árás í stórum spjallhóp á Facebook. Viðskiptavinur VARAÐI VIÐ FYRIRTÆKINU í hástöfum og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún fór þó í öllum meginatriðum á skjön við sannleikann og hagræddi atvikum á þann hátt að ætla mætti að við hefðum myrt hund. Í enfeldni minni fór ég inn í umræðuna, leiðrétti aðdróttanir og varði mig og mitt. En ég var umsvifalaust tjargaður, velt upp úr fiðri og vísað úr hænsnahúsinu. Þarna skipti sannleikurinn engu máli. Tilgangurinn var látinn helga meðalið og hófst mikil keppni í hver gæti rægt mig og fyrirtækið mest. Keppni um hver gat gúgglað safaríkustu söguna, rökstutt sig með skjáskoti. Yfirlýsingagleði breyttist í hjarðhegðun. Viðurkenning mæld í fjölda „líka“ og ef einhver vogaði sér að styðja minn málstað beið viðkomandi tjara, fiður og útskúfun. Hvenær verður lík lík? Þórðargleði samkeppnisaðila tók að birtast. Hundurinn var myrtur. Ég og fyrirtæki mitt erum ekkert einsdæmi og er nú svo komið í samfélagi okkar að nóg er að koma fram með órökstuddar dylgjur á hendur fólki eða fyrirtækjum. Lífsviðurværi er rakkað niður og fólk smánað ef það er eða ætlar sér í viðskipti eða á tónleika. Minna metnir fjölmiðlar á smellaveiðum gera sér svo mat úr öllu saman, hjarðhegðunin fær viðurkenningu og vélin mallar áfram full vandlætingar. Við hljótum að sjá að þetta er ekki eðlileg hegðun og við sem samfélag verðum að snúa við blaðinu áður en það verður of seint. Við verðum að losna undan þessu hatri sem einkennir alla umræðu á samfélagsmiðlum. Við verðum að losna undan þessari pólariseringu og við verðum að gera þá kröfu til ríkisstyrktra fjölmiðla að þeir leiði þessar breytingar. Allt bendir þó til að þessir sömu fjölmiðlar nýti ríkisstyrkinn vel, á skilvirkri leið sinni í þveröfuga átt. Hundurinn skal myrtur! Höfundur er framkvæmdastjóri Procura Home.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun