Þetta er ekki eðlileg hegðun G. Andri Bergmann skrifar 28. febrúar 2023 22:01 Á spjallborðum og facebook hópum sjáum við spjallara æ oftar koma fram í HÁSTÖFUM hvar hópfélagar eru beðnir að vara sig á þessu eða hinu fyrirtækinu. Já eða einstaklingnum. Svo fylgir einhliða frásögn, mistúlkaðar staðreyndir og stundum hreinn uppspuni. Erfitt getur þarna reynst að bera hönd fyrir höfuð sér. Og sé það reynt ýfir það upp hegðun innan hópsins sem helst minnir á kúgun einræðisríkja hvar aðeins er leyfð skoðun sem er einræðisherranum þóknanleg. Í þessu tilviki þeim/þeirri sem upphaflega setur fram tilfinningaríkt hástafahróp um sniðgöngu. Það má með réttu kalla þetta Lúkasar-heilkennið. Enda hér búið að rannsaka morðið, ákveða morðingjann, dæma og fleyta kertum. Allt þó hundurinn sé sprell-lifandi. Ég er þeirrar skoðunar að gagnrýni eigi alltaf rétt á sér og að engin sé svo fullkomin að hann geti ekki nýtt sér slíka rýni til gagns. Hún þarf þó að vera málefnaleg til að nýtast og þannig sett fram að hið gagnrýnda geti brugðist við, lagfært eða leiðrétt. Opinber smánun á hins vegar ekkert skylt við gagnrýni, enda eingöngu sett fram í þeim tilgangi að meiða og skemma. Og yfirleitt tekst það. Hundurinn er dauður. Fyrirtæki mitt varð fyrir árás í stórum spjallhóp á Facebook. Viðskiptavinur VARAÐI VIÐ FYRIRTÆKINU í hástöfum og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún fór þó í öllum meginatriðum á skjön við sannleikann og hagræddi atvikum á þann hátt að ætla mætti að við hefðum myrt hund. Í enfeldni minni fór ég inn í umræðuna, leiðrétti aðdróttanir og varði mig og mitt. En ég var umsvifalaust tjargaður, velt upp úr fiðri og vísað úr hænsnahúsinu. Þarna skipti sannleikurinn engu máli. Tilgangurinn var látinn helga meðalið og hófst mikil keppni í hver gæti rægt mig og fyrirtækið mest. Keppni um hver gat gúgglað safaríkustu söguna, rökstutt sig með skjáskoti. Yfirlýsingagleði breyttist í hjarðhegðun. Viðurkenning mæld í fjölda „líka“ og ef einhver vogaði sér að styðja minn málstað beið viðkomandi tjara, fiður og útskúfun. Hvenær verður lík lík? Þórðargleði samkeppnisaðila tók að birtast. Hundurinn var myrtur. Ég og fyrirtæki mitt erum ekkert einsdæmi og er nú svo komið í samfélagi okkar að nóg er að koma fram með órökstuddar dylgjur á hendur fólki eða fyrirtækjum. Lífsviðurværi er rakkað niður og fólk smánað ef það er eða ætlar sér í viðskipti eða á tónleika. Minna metnir fjölmiðlar á smellaveiðum gera sér svo mat úr öllu saman, hjarðhegðunin fær viðurkenningu og vélin mallar áfram full vandlætingar. Við hljótum að sjá að þetta er ekki eðlileg hegðun og við sem samfélag verðum að snúa við blaðinu áður en það verður of seint. Við verðum að losna undan þessu hatri sem einkennir alla umræðu á samfélagsmiðlum. Við verðum að losna undan þessari pólariseringu og við verðum að gera þá kröfu til ríkisstyrktra fjölmiðla að þeir leiði þessar breytingar. Allt bendir þó til að þessir sömu fjölmiðlar nýti ríkisstyrkinn vel, á skilvirkri leið sinni í þveröfuga átt. Hundurinn skal myrtur! Höfundur er framkvæmdastjóri Procura Home. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Á spjallborðum og facebook hópum sjáum við spjallara æ oftar koma fram í HÁSTÖFUM hvar hópfélagar eru beðnir að vara sig á þessu eða hinu fyrirtækinu. Já eða einstaklingnum. Svo fylgir einhliða frásögn, mistúlkaðar staðreyndir og stundum hreinn uppspuni. Erfitt getur þarna reynst að bera hönd fyrir höfuð sér. Og sé það reynt ýfir það upp hegðun innan hópsins sem helst minnir á kúgun einræðisríkja hvar aðeins er leyfð skoðun sem er einræðisherranum þóknanleg. Í þessu tilviki þeim/þeirri sem upphaflega setur fram tilfinningaríkt hástafahróp um sniðgöngu. Það má með réttu kalla þetta Lúkasar-heilkennið. Enda hér búið að rannsaka morðið, ákveða morðingjann, dæma og fleyta kertum. Allt þó hundurinn sé sprell-lifandi. Ég er þeirrar skoðunar að gagnrýni eigi alltaf rétt á sér og að engin sé svo fullkomin að hann geti ekki nýtt sér slíka rýni til gagns. Hún þarf þó að vera málefnaleg til að nýtast og þannig sett fram að hið gagnrýnda geti brugðist við, lagfært eða leiðrétt. Opinber smánun á hins vegar ekkert skylt við gagnrýni, enda eingöngu sett fram í þeim tilgangi að meiða og skemma. Og yfirleitt tekst það. Hundurinn er dauður. Fyrirtæki mitt varð fyrir árás í stórum spjallhóp á Facebook. Viðskiptavinur VARAÐI VIÐ FYRIRTÆKINU í hástöfum og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún fór þó í öllum meginatriðum á skjön við sannleikann og hagræddi atvikum á þann hátt að ætla mætti að við hefðum myrt hund. Í enfeldni minni fór ég inn í umræðuna, leiðrétti aðdróttanir og varði mig og mitt. En ég var umsvifalaust tjargaður, velt upp úr fiðri og vísað úr hænsnahúsinu. Þarna skipti sannleikurinn engu máli. Tilgangurinn var látinn helga meðalið og hófst mikil keppni í hver gæti rægt mig og fyrirtækið mest. Keppni um hver gat gúgglað safaríkustu söguna, rökstutt sig með skjáskoti. Yfirlýsingagleði breyttist í hjarðhegðun. Viðurkenning mæld í fjölda „líka“ og ef einhver vogaði sér að styðja minn málstað beið viðkomandi tjara, fiður og útskúfun. Hvenær verður lík lík? Þórðargleði samkeppnisaðila tók að birtast. Hundurinn var myrtur. Ég og fyrirtæki mitt erum ekkert einsdæmi og er nú svo komið í samfélagi okkar að nóg er að koma fram með órökstuddar dylgjur á hendur fólki eða fyrirtækjum. Lífsviðurværi er rakkað niður og fólk smánað ef það er eða ætlar sér í viðskipti eða á tónleika. Minna metnir fjölmiðlar á smellaveiðum gera sér svo mat úr öllu saman, hjarðhegðunin fær viðurkenningu og vélin mallar áfram full vandlætingar. Við hljótum að sjá að þetta er ekki eðlileg hegðun og við sem samfélag verðum að snúa við blaðinu áður en það verður of seint. Við verðum að losna undan þessu hatri sem einkennir alla umræðu á samfélagsmiðlum. Við verðum að losna undan þessari pólariseringu og við verðum að gera þá kröfu til ríkisstyrktra fjölmiðla að þeir leiði þessar breytingar. Allt bendir þó til að þessir sömu fjölmiðlar nýti ríkisstyrkinn vel, á skilvirkri leið sinni í þveröfuga átt. Hundurinn skal myrtur! Höfundur er framkvæmdastjóri Procura Home.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun