„Íslenski hesturinn var besti vinur minn" Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. mars 2023 09:30 Noomi Rapace ólst að hluta til upp á hér á landi og tengist Íslandi sterkum böndum. Getty/Vittorio Zunino Celotto Leikkonan Noomi Rapace segir undirbúninginn fyrir hlutverk hennar í sjónvarpsseríunni Django hafa hafist strax í barnæsku, enda sé hún alin upp í kringum íslenska hesta. Django þættirnir eru væntanlegir til sýninga hjá Sky Atlantic í Bretlandi í byrjun mars en um er að ræða endurgerð af klassísku vestrakvikmyndinni Django frá 1966, en með nýju sniði. Líkt og áður hefur komið fram tengist Noomi Íslandi sterkum böndum, en hún ólst að hluta til upp hér á landi, hjá sænskri móður sinni og íslenskum fósturföður á Flúðum. Hún er því alvön reiðmennsku. Í samtali við Virgin Radio í Bretlandi segir Noomi að allt frá því hún var barn hafi hana dreymt um að leika í vestramynd, enda sé hún alin upp í kringum hesta. Hennar besti vinur í æsku var íslenski hesturinn hennar. „Ég ólst upp á sveitabæ, átti enga vini og langaði alltaf að leika í vestramynd. Þannig að ég hef í raun verið að undirbúa mig undir þetta hlutverk alveg frá því ég var fjögurra ára gömul, á litlum íslenskum hestum. Ég hef verið í kringum hesta eins lengi og ég man eftir mér,“ segir hún en bætir svo við að það sé reyndar ekki alltaf auðvelt að leika í atriði með hestum, enda láti þeir ekki alltaf að stjórn og geti verið óstýrilátir. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Django þættirnir eru væntanlegir til sýninga hjá Sky Atlantic í Bretlandi í byrjun mars en um er að ræða endurgerð af klassísku vestrakvikmyndinni Django frá 1966, en með nýju sniði. Líkt og áður hefur komið fram tengist Noomi Íslandi sterkum böndum, en hún ólst að hluta til upp hér á landi, hjá sænskri móður sinni og íslenskum fósturföður á Flúðum. Hún er því alvön reiðmennsku. Í samtali við Virgin Radio í Bretlandi segir Noomi að allt frá því hún var barn hafi hana dreymt um að leika í vestramynd, enda sé hún alin upp í kringum hesta. Hennar besti vinur í æsku var íslenski hesturinn hennar. „Ég ólst upp á sveitabæ, átti enga vini og langaði alltaf að leika í vestramynd. Þannig að ég hef í raun verið að undirbúa mig undir þetta hlutverk alveg frá því ég var fjögurra ára gömul, á litlum íslenskum hestum. Ég hef verið í kringum hesta eins lengi og ég man eftir mér,“ segir hún en bætir svo við að það sé reyndar ekki alltaf auðvelt að leika í atriði með hestum, enda láti þeir ekki alltaf að stjórn og geti verið óstýrilátir.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira