Besta vörnin gegn verðbólgu? Ólafur Margeirsson skrifar 1. mars 2023 06:01 Fólksfjölgun á Íslandi hefur verið um 10-15% á áratug síðan 1960. Þörfin á því að byggja íbúðir hefur því alltaf verið mikil og hefur stundum þurft átak eða kerfisbreytingu til þess að halda í við fólksfjölgunina. Nú þarf aðra kerfisbreytingu, annað átak. Sagan Sem sjá má á mynd 1 hér að neðan hefur fólksfjölgun á Íslandi verið nokkuð stöðug sé horft á heilu áratugina. Samsetning hennar hefur vissulega breyst: áður var hún borin uppi af pörum sem eignuðust börn en í dag er stærri hluti af henni en áður borinn uppi af fólki sem vill flytja til landsins. Þetta fólk bætir íslenskt hagkerfi til mikilla muna, vinnur t.d. störf sem Íslendingar sjálfir hafa engan áhuga á að vinna og ber reynslu og þekkingu frá sínu heimalandi sem nýtist vel á Íslandi. Þörfin á því að byggja íbúðir á Íslandi hefur því alltaf verið mikil, einfaldlega vegna fólksfjölgunar – og sama hvað hefur drifið þessa fólksfjölgun. En það hefur ekki alltaf verið nægilega mikið byggt með tilheyrandi skorti á húsnæði til leigu og sölu. Mynd 2 sýnir hvernig fólksfjölgunin hefur þróast samhliða fjölda nýrra íbúða (fjölbýli og einbýli) yfir sama tímabil. Mynd 2 sýnir ágætlega að Íslendingar geta byggt nógu mikið af íbúðum sé vilji til þess. Á 8. áratugnum voru t.d. um 25.000 íbúðir byggðar á Íslandi, nærri því tvöfalt meira magn á hvern nýjan íbúa en á áratugnum á undan. Fróðlegt er líka að bera saman íbúafjölgun per nýja íbúð (1,0) á 8. áratugnum, þegar átak var gert í byggingu íbúða, saman við íbúafjölgun per íbúð (2,8) á árunum 2010-2020. Skiljanlega var meiri hætta á húsnæðiskorti upp úr 2020 þegar svona lítið var byggt á árunum upp úr Hruni sérstaklega. Framtíðin Það er vert að benda á að mikill kippur hefur átt sér stað í íbúðabyggingu síðustu ár. Ef fram heldur sem horfir verða tæplega 30.000 íbúðir byggðar á þessum áratug á landinu öllu (sjá brotalínu á mynd 2). En það er eftir sem áður varla nóg sé horft á íbúafjölgun per nýja íbúð frá árinu 2020. Þá þarf að vinna niður skortinn á húsnæði frá árunum 2010-2020. Það er líka mikil hætta á því að á árunum 2024-2026 dragi verulega úr íbúðafjárfestingu. Ástæðan er afskaplega einföld: vaxtahækkanir Seðlabankans. Fyrstu áhrifin sem vaxtahækkanir Seðlabankans hafa er að hækka fjármögnunarkostnað byggingarverktaka. Að byggja íbúðir er óhemju dýrt verk því mikil fjárútlát eru nauðsynleg áður en sala eða leiga getur átt sér stað. Þessi fjárútlát geta verið fjármögnuð af eigin fé en því miður eru þau oft að meirihluta fjármögnuð með lánsfé. Og þegar vextir á lánsfé hækka eykst fjármögnunarkostnaður íbúðabygginga og þar með byggingarkostnaður í heild (fyrir utan aðrar hækkanir á fjármögnunarkostnaði sem hafa átt sér stað). Hærri byggingarkostnaður leiðir til minni húsbygginga að gefnu leigu- og fasteignaverði. Önnur áhrif sem vaxtahækkun Seðlabankans hefur er að lækka fasteignaverð. Og það dregur beint úr vilja byggingarverktaka til þess að byggja íbúðir. Úr verður að minna verður byggt en ella. Og það er nákvæmlega það sem hagkerfið má ekki verða fyrir næstu ár. Afleiðingar húsnæðisskorts Það eru nokkrar grundvallaráhrif af húsnæðisskorti sem Íslendingar verða að átta sig á. Í fyrsta lagi munu raddir um að takmarka komu fólks sem vill flytja til Íslands verða háværari. Erlendum ríkisborgurum og ferðamönnum verður í auknum mæli kennt um húsnæðisskortinn, að þetta fólk sé „að taka pláss frá Íslendingum“ og viðlíka orðfar. Í öðru lagi eykst órói á vinnumarkaði með tilheyrandi pólitískum og efnahagslegum óstöðugleika. Hærri leiga, hærri afborganir lána og óstöðugt fasteignaverð ýtir undir kröfur verkalýðsfélaga um hærri laun. Hluti af þessum hærri launum leiðir til hærra verðlags sem aftur setur Seðlabankann í klemmu. Á hann kannski að hækka vexti enn meira? Í þriðja lagi verður hagkerfið af ótrúlegum verðmætum. Nægt húsnæði þar sem leiga og fasteignaverð eru viðráðanlegri en ella leiðir til minni fjárhagsáhyggna meðal fólks. Það hefur meira á milli handanna sem endar m.a. í aukinni eftirspurn eftir annars konar vöru og þjónustu sem fyrirtæki ýmis konar munu hagnast á að framleiða og selja. Auknir möguleikar á húsnæði geta skipt sköpum fyrir lítil sem stór bæjarfélög þar sem skortur er á híbýlum fyrir fólk: fyrirtæki finna fólk til að vinna störf, útsvarstekjur aukast, nýtni á innviðum batnar, o.s.frv. Það þarf kerfisbreytingu í átt að meira framboði af íbúðum Skortur á húsnæði er sóun: sóun á tíma, orku og peningum. Skortur á húsnæði leiðir til minna hagkerfis, minni velsældar, meiri verðbólgu og hærri vaxta en ella. Vaxtahækkanir Seðlabankans munu vafalítið koma verðbólgu niður á skikkanlegt stig að lokum. En þær ýta líka undir efnahagslegan og pólitískan óstöðugleika. Þær auka líka hættuna á frekari húsnæðisskorti á næstu árum, sem leiðir okkur einfaldlega aftur í átt að þeim stað sem við erum á í dag: skortur á húsnæði, óstöðugleiki, verðbólga og átök á vinnumarkaði. Það sem þarf er kerfisbreyting. Sú kerfisbreyting þarf að ýta fjármagni, sérstaklega en ekki eingöngu langtíma eiginfjár fjármagni, í átt að því að leysa skortinn á íbúðum. Sá skortur verður eingöngu leystur með því að byggja meira af íbúðum um allt land. Og það þurfa allir að leggjast á eitt. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn þurfa að breyta laga- og regluverki til að ýta undir þetta, sveitarfélög þurfa að ýta undir þetta, aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ýta undir þetta, lífeyrissjóðir og bankar þurfa að ýta undir þetta. Þetta má kalla Þjóðarsátt hina síðari. Sáttin þar sem við sættumst á að leysa undirliggjandi vandamálið frekar en að berjast um hver ber kostnaðinn af afleiðingum þess. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ólafur Margeirsson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fólksfjölgun á Íslandi hefur verið um 10-15% á áratug síðan 1960. Þörfin á því að byggja íbúðir hefur því alltaf verið mikil og hefur stundum þurft átak eða kerfisbreytingu til þess að halda í við fólksfjölgunina. Nú þarf aðra kerfisbreytingu, annað átak. Sagan Sem sjá má á mynd 1 hér að neðan hefur fólksfjölgun á Íslandi verið nokkuð stöðug sé horft á heilu áratugina. Samsetning hennar hefur vissulega breyst: áður var hún borin uppi af pörum sem eignuðust börn en í dag er stærri hluti af henni en áður borinn uppi af fólki sem vill flytja til landsins. Þetta fólk bætir íslenskt hagkerfi til mikilla muna, vinnur t.d. störf sem Íslendingar sjálfir hafa engan áhuga á að vinna og ber reynslu og þekkingu frá sínu heimalandi sem nýtist vel á Íslandi. Þörfin á því að byggja íbúðir á Íslandi hefur því alltaf verið mikil, einfaldlega vegna fólksfjölgunar – og sama hvað hefur drifið þessa fólksfjölgun. En það hefur ekki alltaf verið nægilega mikið byggt með tilheyrandi skorti á húsnæði til leigu og sölu. Mynd 2 sýnir hvernig fólksfjölgunin hefur þróast samhliða fjölda nýrra íbúða (fjölbýli og einbýli) yfir sama tímabil. Mynd 2 sýnir ágætlega að Íslendingar geta byggt nógu mikið af íbúðum sé vilji til þess. Á 8. áratugnum voru t.d. um 25.000 íbúðir byggðar á Íslandi, nærri því tvöfalt meira magn á hvern nýjan íbúa en á áratugnum á undan. Fróðlegt er líka að bera saman íbúafjölgun per nýja íbúð (1,0) á 8. áratugnum, þegar átak var gert í byggingu íbúða, saman við íbúafjölgun per íbúð (2,8) á árunum 2010-2020. Skiljanlega var meiri hætta á húsnæðiskorti upp úr 2020 þegar svona lítið var byggt á árunum upp úr Hruni sérstaklega. Framtíðin Það er vert að benda á að mikill kippur hefur átt sér stað í íbúðabyggingu síðustu ár. Ef fram heldur sem horfir verða tæplega 30.000 íbúðir byggðar á þessum áratug á landinu öllu (sjá brotalínu á mynd 2). En það er eftir sem áður varla nóg sé horft á íbúafjölgun per nýja íbúð frá árinu 2020. Þá þarf að vinna niður skortinn á húsnæði frá árunum 2010-2020. Það er líka mikil hætta á því að á árunum 2024-2026 dragi verulega úr íbúðafjárfestingu. Ástæðan er afskaplega einföld: vaxtahækkanir Seðlabankans. Fyrstu áhrifin sem vaxtahækkanir Seðlabankans hafa er að hækka fjármögnunarkostnað byggingarverktaka. Að byggja íbúðir er óhemju dýrt verk því mikil fjárútlát eru nauðsynleg áður en sala eða leiga getur átt sér stað. Þessi fjárútlát geta verið fjármögnuð af eigin fé en því miður eru þau oft að meirihluta fjármögnuð með lánsfé. Og þegar vextir á lánsfé hækka eykst fjármögnunarkostnaður íbúðabygginga og þar með byggingarkostnaður í heild (fyrir utan aðrar hækkanir á fjármögnunarkostnaði sem hafa átt sér stað). Hærri byggingarkostnaður leiðir til minni húsbygginga að gefnu leigu- og fasteignaverði. Önnur áhrif sem vaxtahækkun Seðlabankans hefur er að lækka fasteignaverð. Og það dregur beint úr vilja byggingarverktaka til þess að byggja íbúðir. Úr verður að minna verður byggt en ella. Og það er nákvæmlega það sem hagkerfið má ekki verða fyrir næstu ár. Afleiðingar húsnæðisskorts Það eru nokkrar grundvallaráhrif af húsnæðisskorti sem Íslendingar verða að átta sig á. Í fyrsta lagi munu raddir um að takmarka komu fólks sem vill flytja til Íslands verða háværari. Erlendum ríkisborgurum og ferðamönnum verður í auknum mæli kennt um húsnæðisskortinn, að þetta fólk sé „að taka pláss frá Íslendingum“ og viðlíka orðfar. Í öðru lagi eykst órói á vinnumarkaði með tilheyrandi pólitískum og efnahagslegum óstöðugleika. Hærri leiga, hærri afborganir lána og óstöðugt fasteignaverð ýtir undir kröfur verkalýðsfélaga um hærri laun. Hluti af þessum hærri launum leiðir til hærra verðlags sem aftur setur Seðlabankann í klemmu. Á hann kannski að hækka vexti enn meira? Í þriðja lagi verður hagkerfið af ótrúlegum verðmætum. Nægt húsnæði þar sem leiga og fasteignaverð eru viðráðanlegri en ella leiðir til minni fjárhagsáhyggna meðal fólks. Það hefur meira á milli handanna sem endar m.a. í aukinni eftirspurn eftir annars konar vöru og þjónustu sem fyrirtæki ýmis konar munu hagnast á að framleiða og selja. Auknir möguleikar á húsnæði geta skipt sköpum fyrir lítil sem stór bæjarfélög þar sem skortur er á híbýlum fyrir fólk: fyrirtæki finna fólk til að vinna störf, útsvarstekjur aukast, nýtni á innviðum batnar, o.s.frv. Það þarf kerfisbreytingu í átt að meira framboði af íbúðum Skortur á húsnæði er sóun: sóun á tíma, orku og peningum. Skortur á húsnæði leiðir til minna hagkerfis, minni velsældar, meiri verðbólgu og hærri vaxta en ella. Vaxtahækkanir Seðlabankans munu vafalítið koma verðbólgu niður á skikkanlegt stig að lokum. En þær ýta líka undir efnahagslegan og pólitískan óstöðugleika. Þær auka líka hættuna á frekari húsnæðisskorti á næstu árum, sem leiðir okkur einfaldlega aftur í átt að þeim stað sem við erum á í dag: skortur á húsnæði, óstöðugleiki, verðbólga og átök á vinnumarkaði. Það sem þarf er kerfisbreyting. Sú kerfisbreyting þarf að ýta fjármagni, sérstaklega en ekki eingöngu langtíma eiginfjár fjármagni, í átt að því að leysa skortinn á íbúðum. Sá skortur verður eingöngu leystur með því að byggja meira af íbúðum um allt land. Og það þurfa allir að leggjast á eitt. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn þurfa að breyta laga- og regluverki til að ýta undir þetta, sveitarfélög þurfa að ýta undir þetta, aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ýta undir þetta, lífeyrissjóðir og bankar þurfa að ýta undir þetta. Þetta má kalla Þjóðarsátt hina síðari. Sáttin þar sem við sættumst á að leysa undirliggjandi vandamálið frekar en að berjast um hver ber kostnaðinn af afleiðingum þess. Höfundur er hagfræðingur.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun