Eftir skelfinguna í gær verður Ísland að vinna með sex marka mun Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2023 09:20 Bjarki Már Elísson og félagar í landsliðinu búa að því að hafa náð 6. sæti á síðasta EM, í janúar 2022. EPA-EFE/Adam Ihse Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir næsta Evrópumót ef liðinu tekst að vinna Tékka með sex marka mun í Laugardalshöll á sunnudaginn. Það gæti reynst afar dýrmætt. Niðurlægingin gegn Tékkum í Brno í gær, þar sem Ísland tapaði 22-17, gerir að verkum að Ísland gæti hæglega misst af sæti í efsta flokki. Eina örugga leiðin til að koma í veg fyrir það er að minnsta kosti sex marka sigur á sunnudag (eða fimm marka sigur ef Tékkar skora sextán mörk eða minna). Og málið er einfalt. Sæti í efsta styrkleikaflokki færir Íslandi auðveldari andstæðinga en ella í riðli á EM og þar með betra færi á að ná sem lengst þar. Rétt er að taka fram að Ísland og Tékkland eru vissulega í undanriðli með Eistlandi og Ísrael en það eru mun lakari handboltaþjóðir sem bæði Íslendingar og Tékkar unnu stórsigra gegn fyrr í vetur. Ísland og Tékkland munu því án efa komast bæði á EM, því þangað fara efstu tvær þjóðir úr hverjum riðli, og baráttan snýst um hið mikilvæga efsta sæti riðilsins. Gætu sloppið við allar bestu þjóðirnar Ísland kom sér í mjög góða stöðu varðandi dráttinn í riðla á EM með árangri sínum á síðasta Evrópumóti, fyrir tveimur árum, þegar liðið náði 6. sæti þrátt fyrir kórónuveirufár. Takist Íslandi að komast í efsta styrkleikaflokk losnar liðið við að lenda í riðli á næsta EM með til að mynda Spáni og sennilega Frakklandi einnig. Þannig yrði engin af bestu þjóðum heims — þessum sem urðu í átta efstu sætum síðasta EM eða sex efstu sætum síðasta HM — í riðli með Íslandi. EM í janúar fer fram í Þýskalandi og þar spila 24 lið í sex riðlum. Eins undarlegt og fólki kann að finnast það þá var fyrir nokkru ákveðið í hvaða riðlum sex af sterkustu þjóðum Evrópu myndu spila. Þannig er þegar ljóst að Ísland verður í C-riðli mótsins og spilar í München. Liðin tvö sem komast áfram úr C-riðli í milliriðla munu svo spila við lið úr A- og B-riðli, en vitað er að gestgjafar Þýskalands verða í A-riðli og Króatía í B-riðli. Það gætu því orðið keppinautar Íslands um sæti í undanúrslitum, ef við leyfum okkur að hugsa langt fram í tímann. Noregur mun spila í D-riðli, Svíþjóð í E-riðli og Danmörk í F-riðli, svo Ísland getur ekki dregist í riðil með þessum þremur liðum. Sterkustu liðin sem eftir eru, eru því Spánn og Frakkland sem Ísland getur sloppið við að lenda í riðli með takist liðinu að vinna Tékka og tryggja sér efsta sæti síns undanriðils. Mikið í húfi í fyrstu leikjum án Guðmundar Einu liðin sem nú þegar vita í hvaða styrkleikaflokki þau verða fyrir EM-dráttinn eru Svíþjóð, Spánn og Danmörk, sem verða í efsta flokki vegna árangurs á síðasta EM, og gestgjafar Þýskalands sem verða í 2. flokki. Öðrum þjóðum verður raðað í flokka eftir því hvaða lið unnu sinn riðil í undankeppninni og svo út frá því hvar þau enduðu á síðasta EM. Sex lið verða í hverjum styrkleikaflokki og þar sem Ísland náði 6. sæti á síðasta EM verður liðið í efsta flokki ef það vinnur sinn undanriðil. Það er því mikið í húfi í leikjunum gegn Tékkum sem Íslands spilar undir stjórn Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar, sem stýra landsliðinu á meðan leitað er að arftaka Guðmundar Guðmundssonar. Vert er einnig að hafa hugfast að því ofar sem Ísland endar á EM í janúar, því meiri líkur eru á að liðið komist í undankeppni Ólympíuleikanna í París 2024. Auðveldari mótherjar, vegna röðunar í styrkleikaflokka, auka vissulega líkurnar á að ná sem lengst á mótinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Stiven nýliði í fyrsta hópnum eftir að Guðmundur hætti Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, sem stýra íslenska karlalandsliðinu í handbolta til bráðabirgða eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar, hafa valið landsliðshóp fyrir komandi leiki við Tékka. Valsarinn Stiven Tobar Valencia fær sitt fyrsta tækifæri í landsliðinu. 23. febrúar 2023 11:28 Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. 1. mars 2023 08:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Niðurlægingin gegn Tékkum í Brno í gær, þar sem Ísland tapaði 22-17, gerir að verkum að Ísland gæti hæglega misst af sæti í efsta flokki. Eina örugga leiðin til að koma í veg fyrir það er að minnsta kosti sex marka sigur á sunnudag (eða fimm marka sigur ef Tékkar skora sextán mörk eða minna). Og málið er einfalt. Sæti í efsta styrkleikaflokki færir Íslandi auðveldari andstæðinga en ella í riðli á EM og þar með betra færi á að ná sem lengst þar. Rétt er að taka fram að Ísland og Tékkland eru vissulega í undanriðli með Eistlandi og Ísrael en það eru mun lakari handboltaþjóðir sem bæði Íslendingar og Tékkar unnu stórsigra gegn fyrr í vetur. Ísland og Tékkland munu því án efa komast bæði á EM, því þangað fara efstu tvær þjóðir úr hverjum riðli, og baráttan snýst um hið mikilvæga efsta sæti riðilsins. Gætu sloppið við allar bestu þjóðirnar Ísland kom sér í mjög góða stöðu varðandi dráttinn í riðla á EM með árangri sínum á síðasta Evrópumóti, fyrir tveimur árum, þegar liðið náði 6. sæti þrátt fyrir kórónuveirufár. Takist Íslandi að komast í efsta styrkleikaflokk losnar liðið við að lenda í riðli á næsta EM með til að mynda Spáni og sennilega Frakklandi einnig. Þannig yrði engin af bestu þjóðum heims — þessum sem urðu í átta efstu sætum síðasta EM eða sex efstu sætum síðasta HM — í riðli með Íslandi. EM í janúar fer fram í Þýskalandi og þar spila 24 lið í sex riðlum. Eins undarlegt og fólki kann að finnast það þá var fyrir nokkru ákveðið í hvaða riðlum sex af sterkustu þjóðum Evrópu myndu spila. Þannig er þegar ljóst að Ísland verður í C-riðli mótsins og spilar í München. Liðin tvö sem komast áfram úr C-riðli í milliriðla munu svo spila við lið úr A- og B-riðli, en vitað er að gestgjafar Þýskalands verða í A-riðli og Króatía í B-riðli. Það gætu því orðið keppinautar Íslands um sæti í undanúrslitum, ef við leyfum okkur að hugsa langt fram í tímann. Noregur mun spila í D-riðli, Svíþjóð í E-riðli og Danmörk í F-riðli, svo Ísland getur ekki dregist í riðil með þessum þremur liðum. Sterkustu liðin sem eftir eru, eru því Spánn og Frakkland sem Ísland getur sloppið við að lenda í riðli með takist liðinu að vinna Tékka og tryggja sér efsta sæti síns undanriðils. Mikið í húfi í fyrstu leikjum án Guðmundar Einu liðin sem nú þegar vita í hvaða styrkleikaflokki þau verða fyrir EM-dráttinn eru Svíþjóð, Spánn og Danmörk, sem verða í efsta flokki vegna árangurs á síðasta EM, og gestgjafar Þýskalands sem verða í 2. flokki. Öðrum þjóðum verður raðað í flokka eftir því hvaða lið unnu sinn riðil í undankeppninni og svo út frá því hvar þau enduðu á síðasta EM. Sex lið verða í hverjum styrkleikaflokki og þar sem Ísland náði 6. sæti á síðasta EM verður liðið í efsta flokki ef það vinnur sinn undanriðil. Það er því mikið í húfi í leikjunum gegn Tékkum sem Íslands spilar undir stjórn Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar, sem stýra landsliðinu á meðan leitað er að arftaka Guðmundar Guðmundssonar. Vert er einnig að hafa hugfast að því ofar sem Ísland endar á EM í janúar, því meiri líkur eru á að liðið komist í undankeppni Ólympíuleikanna í París 2024. Auðveldari mótherjar, vegna röðunar í styrkleikaflokka, auka vissulega líkurnar á að ná sem lengst á mótinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Stiven nýliði í fyrsta hópnum eftir að Guðmundur hætti Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, sem stýra íslenska karlalandsliðinu í handbolta til bráðabirgða eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar, hafa valið landsliðshóp fyrir komandi leiki við Tékka. Valsarinn Stiven Tobar Valencia fær sitt fyrsta tækifæri í landsliðinu. 23. febrúar 2023 11:28 Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. 1. mars 2023 08:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Stiven nýliði í fyrsta hópnum eftir að Guðmundur hætti Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, sem stýra íslenska karlalandsliðinu í handbolta til bráðabirgða eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar, hafa valið landsliðshóp fyrir komandi leiki við Tékka. Valsarinn Stiven Tobar Valencia fær sitt fyrsta tækifæri í landsliðinu. 23. febrúar 2023 11:28
Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. 1. mars 2023 08:01