Þarf að aflétta friðun Melaskóla til að leysa mygluvanda til lengri tíma Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2023 13:28 Eldri byggingar Melaskóla voru teknar í notkun fyrir tæpum áttatíu árum. Rakaástand þeirra er sagt í takti við aldur og viðhaldssögu bygginganna. Vísir/Egill Langbesta leiðin til þess að leysa raka- og mygluvandamál í Melaskóla kallar á að friðun á ytri hjúp hússins verði aflétt. Reykjavíkurborg stefnir að því að kynna grófa áætlun um endurbætur á skólanum í vor. Skólastjóri Melaskóla tilkynnti foreldrum að mygla hefði fundist í eldra húsnæði Melaskóla í tölvupósti í síðustu viku. Skýrsla verkfræðistofunnar Eflu um ástand bygginganna, sem voru teknar í notkun árið 1946, var kynnt foreldrum á fundi á mánudag. Ýmis rakatengd vandamál komu í ljós við skoðun Eflu, Af fimmtíu sýnum sem voru tekin úr byggingarefnum reyndust 34 mygluð. Kjarnasýni bentu til þess að víða væri myglu að finna en svo virtist sem að hún væri að miklu leyti undir dúk sem sé upprunalegur og sérlega þykkur. Unnið er að mótvægisaðgerðum til að bæta innivist í skólanum þar til hægt verður að ráðast í umfangsmeiri framkvæmdir í sumar. Þar á meðal eru tilfærslur innan skólans, uppsetning á lofthreinsitækjum og sérstök sótthreinsiþrif. Heilmikið verkefni framundan Eldri byggingar skólans voru teknar í notkun fyrir tæpum áttatíu árum. Ysta veðurhlíf hennar hefur ekki verið endurnýjuð nýlega heldur aðeins ráðist í staðbundnar viðgerðir. Gluggar séu sennilega að mestu upprunalegir. Innandyra eru sögð merki um að útveggur, gluggar eða þéttingar með fram gluggum hafi lekið í gengum tíðina. Rakaummerki og örveruvöxtur sé víða undir gólfefnum, sérstaklega á áveðurshliðum. Endurnýjun á húsnæðinu er sagt verða heilmikið verkefni. Húsið sé sögufrægt og friðað og undirbúa þurfi allar framkvæmdir sérlega vel í því ljósi. Efla leggur til þrjár leiðir til þess að bregðast við vandanum. Sú sem er talin langbest út frá byggingaeðlisfræðilegum sjónarmiðum og varðveislu hússins kallar á að friðun á ytri hjúp hússins verði aflétt. Hinar tvær leiðirnar eru hins vegar sagðar endast stutt og dýrar miðað við það. Gæti enst í hálfa öld en breytti útliti hússins Fyrsta leiðin og sú besta telur Efla að sé að ráðast í allsherjar endurnýjun, bæði á ytra og innra byrði hússins. Einangra húsið að utan, koma fyrir vatnsvarnarlagi og hreinsa múr og öll einangrunarefni af veggjum. Sú framkvæmd væri varanleg leið sem ætti að endast í þrjátíu til fimmtíu ár og tryggja heilbrigða innivist. Með henni væri hægt að spara rekstrarkostnað og minnka líkur á vexti örvera. Til ókosta telst að útlit hússins breyttist og aflétta þyrfti friðunarákvæði að hluta til. Leiðin sem Efla telur langbesta til þess að losa Melaskóla við raka og myglu.Efla Ódýrt en endist illa Hinar tvær leiðirnar eru einfaldari en ekki eins árangursríkar. Önnur þeirra gengur út á að hreinsa múr og einangrunarefni af veggjum, sótthreinsa burðarveggi, þétta sprungur og endurnýja steiningu hússins og glugga. Að því lokni yrði innra byrði endurbyggt í samræmi við upprunalegan frágang eða með sama einangrunargildi til að trygggja að burðarvirki haldist heilt. Kostur þeirrar leiðar er að hún breytir ekki útliti hússins. Ókostirnir að mati Eflu eru að lausnin endist aðeins í fimm til átta ár með endurteknum viðhaldsaðgerðum. Framkvæmdin sé dýr miðað við endingu og rekstrarkostnaður verði áfram mikill. Þá sé veruleg hætta á endurteknum örveruvexti í náinni framtíð. Þriðja og síðasta leiðin er jafnframt sú ódýrasta, að minnsta kosti til skamms tíma. Með henni yrði aðeins haldið áfram með staðbundnar aðgerðir og aðeins skiptum þá glugga sem leka og reyna inndælingar. Farið yrði í staðbundnar aðgerðir innandyra meðfram útveggjum, dúkar og ílögn yrði fjarlægð næst veggjum og önnur gólfefni en dúkar valdir í staðinn. Ókostir þeirrar leiðar eru enn meiri en við þá fyrrnefndu. Viðgerðin entist aðeins í eitt til fimm ár, rekstrarkostnaður yrði áfram mikill og hætta á endurteknum örveruvexti yrði mjög mikill í náinni framtíð. Viðvarandi sprungumyndanir væru til staðar sem kölluðu á viðgerðir. Lýsing Eflu á þeim tveimur leiðum sem verkfræðistofan telur síðri til að bæta úr raka- og mygluvandamálum í Melaskóla.Efla Uppfæra húsið samhliða viðgerðum Borgin stefnir á að hægt verði að kynna grófa áætlun um framkvæmdirnar í vor. Undirbúningsvinna er þegar hafin. Samhliða viðgerðunum á að ráðast í framkvæmdir við að uppfæra húsið samkvæmt nútímakröfum um aðgengi, kennsluhætti, hljóðvist, orkunýtingu, öryggi og loftskipti. Mygla Grunnskólar Reykjavík Húsavernd Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mygla hefur greinst í um þrjátíu skólabyggingum og búist er við aukningu Mygla hefur komið upp í um þrjátíu grunn-og leikskólum í Reykjavík. Nú síðast í þremur leikskólum en færa þarf starfsemi tveggja þeirra í annað húsnæði. Sviðsstjóri segir borgina í átaki og telur að fleiri skólar bætist í hópinn. 2. janúar 2023 20:42 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Skólastjóri Melaskóla tilkynnti foreldrum að mygla hefði fundist í eldra húsnæði Melaskóla í tölvupósti í síðustu viku. Skýrsla verkfræðistofunnar Eflu um ástand bygginganna, sem voru teknar í notkun árið 1946, var kynnt foreldrum á fundi á mánudag. Ýmis rakatengd vandamál komu í ljós við skoðun Eflu, Af fimmtíu sýnum sem voru tekin úr byggingarefnum reyndust 34 mygluð. Kjarnasýni bentu til þess að víða væri myglu að finna en svo virtist sem að hún væri að miklu leyti undir dúk sem sé upprunalegur og sérlega þykkur. Unnið er að mótvægisaðgerðum til að bæta innivist í skólanum þar til hægt verður að ráðast í umfangsmeiri framkvæmdir í sumar. Þar á meðal eru tilfærslur innan skólans, uppsetning á lofthreinsitækjum og sérstök sótthreinsiþrif. Heilmikið verkefni framundan Eldri byggingar skólans voru teknar í notkun fyrir tæpum áttatíu árum. Ysta veðurhlíf hennar hefur ekki verið endurnýjuð nýlega heldur aðeins ráðist í staðbundnar viðgerðir. Gluggar séu sennilega að mestu upprunalegir. Innandyra eru sögð merki um að útveggur, gluggar eða þéttingar með fram gluggum hafi lekið í gengum tíðina. Rakaummerki og örveruvöxtur sé víða undir gólfefnum, sérstaklega á áveðurshliðum. Endurnýjun á húsnæðinu er sagt verða heilmikið verkefni. Húsið sé sögufrægt og friðað og undirbúa þurfi allar framkvæmdir sérlega vel í því ljósi. Efla leggur til þrjár leiðir til þess að bregðast við vandanum. Sú sem er talin langbest út frá byggingaeðlisfræðilegum sjónarmiðum og varðveislu hússins kallar á að friðun á ytri hjúp hússins verði aflétt. Hinar tvær leiðirnar eru hins vegar sagðar endast stutt og dýrar miðað við það. Gæti enst í hálfa öld en breytti útliti hússins Fyrsta leiðin og sú besta telur Efla að sé að ráðast í allsherjar endurnýjun, bæði á ytra og innra byrði hússins. Einangra húsið að utan, koma fyrir vatnsvarnarlagi og hreinsa múr og öll einangrunarefni af veggjum. Sú framkvæmd væri varanleg leið sem ætti að endast í þrjátíu til fimmtíu ár og tryggja heilbrigða innivist. Með henni væri hægt að spara rekstrarkostnað og minnka líkur á vexti örvera. Til ókosta telst að útlit hússins breyttist og aflétta þyrfti friðunarákvæði að hluta til. Leiðin sem Efla telur langbesta til þess að losa Melaskóla við raka og myglu.Efla Ódýrt en endist illa Hinar tvær leiðirnar eru einfaldari en ekki eins árangursríkar. Önnur þeirra gengur út á að hreinsa múr og einangrunarefni af veggjum, sótthreinsa burðarveggi, þétta sprungur og endurnýja steiningu hússins og glugga. Að því lokni yrði innra byrði endurbyggt í samræmi við upprunalegan frágang eða með sama einangrunargildi til að trygggja að burðarvirki haldist heilt. Kostur þeirrar leiðar er að hún breytir ekki útliti hússins. Ókostirnir að mati Eflu eru að lausnin endist aðeins í fimm til átta ár með endurteknum viðhaldsaðgerðum. Framkvæmdin sé dýr miðað við endingu og rekstrarkostnaður verði áfram mikill. Þá sé veruleg hætta á endurteknum örveruvexti í náinni framtíð. Þriðja og síðasta leiðin er jafnframt sú ódýrasta, að minnsta kosti til skamms tíma. Með henni yrði aðeins haldið áfram með staðbundnar aðgerðir og aðeins skiptum þá glugga sem leka og reyna inndælingar. Farið yrði í staðbundnar aðgerðir innandyra meðfram útveggjum, dúkar og ílögn yrði fjarlægð næst veggjum og önnur gólfefni en dúkar valdir í staðinn. Ókostir þeirrar leiðar eru enn meiri en við þá fyrrnefndu. Viðgerðin entist aðeins í eitt til fimm ár, rekstrarkostnaður yrði áfram mikill og hætta á endurteknum örveruvexti yrði mjög mikill í náinni framtíð. Viðvarandi sprungumyndanir væru til staðar sem kölluðu á viðgerðir. Lýsing Eflu á þeim tveimur leiðum sem verkfræðistofan telur síðri til að bæta úr raka- og mygluvandamálum í Melaskóla.Efla Uppfæra húsið samhliða viðgerðum Borgin stefnir á að hægt verði að kynna grófa áætlun um framkvæmdirnar í vor. Undirbúningsvinna er þegar hafin. Samhliða viðgerðunum á að ráðast í framkvæmdir við að uppfæra húsið samkvæmt nútímakröfum um aðgengi, kennsluhætti, hljóðvist, orkunýtingu, öryggi og loftskipti.
Mygla Grunnskólar Reykjavík Húsavernd Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mygla hefur greinst í um þrjátíu skólabyggingum og búist er við aukningu Mygla hefur komið upp í um þrjátíu grunn-og leikskólum í Reykjavík. Nú síðast í þremur leikskólum en færa þarf starfsemi tveggja þeirra í annað húsnæði. Sviðsstjóri segir borgina í átaki og telur að fleiri skólar bætist í hópinn. 2. janúar 2023 20:42 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Mygla hefur greinst í um þrjátíu skólabyggingum og búist er við aukningu Mygla hefur komið upp í um þrjátíu grunn-og leikskólum í Reykjavík. Nú síðast í þremur leikskólum en færa þarf starfsemi tveggja þeirra í annað húsnæði. Sviðsstjóri segir borgina í átaki og telur að fleiri skólar bætist í hópinn. 2. janúar 2023 20:42