Byggja við alla þá framhaldsskóla sem sinna verknámi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. mars 2023 13:10 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti stórtæk uppbyggingaráform varðandi starfsnám í framhaldsskólum. Vísir/Vilhelm Viðbyggingar við alla þá framhaldsskóla sem bjóða upp á verknám munu rísa á næstu fimm til sex árum til að mæta þeirri fjölgun nemenda sem viðbúið er að muni leggja stund á verknám. Ný spá um fjölgun nema í framhaldsskólum miðar við að fjöldi þeirra sem muni velja verknám á næstu tíu árum verði kominn upp í 42,5%. Stofnkostnaður við uppbygginguna er 6,6 milljarðar. Hlutur ríkisins nemur 4 milljörðum en sveitarfélaganna 2,6 milljarðar. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra í morgun. Umfjöllunarefnið var stórtæk uppbygging starfsnáms í framhaldsskólum landsins. „Kjarni málsins er að nemum í starfsnámi mun fjölga verulega. Á sama tíma mun nemum í bóknámi fækka verulega og við verðum að bregðast við þessari breytingu.“ Ráðherrann byggir þessa fullyrðingu á nýrri mannfjöldaspá Hagstofu íslands en hún gerir ráð fyrir að á næstu tíu árum fari hlutfall nemenda í starfsnámi úr 33,5 % upp í 42,5 %. Langt undir meðaltali Norðurlandanna Hlutfall starfsnema í dag er talsvert undir meðaltali Norðurlandanna sem er 45,5 %. „Við eigum alllangt í land þegar kemur að því að ná meðaltali Norðurlandanna, svo getum við farið til landa eins og Finnlands þar sem á milli 60 og 70% nema fara í starfsnám að loknum grunnskóla.“ Byggja 12-16 þúsund fermetra af verknámshúsnæði Síðustu ár hefur fjöldi nema í starfsnámi aukist lítillega en þó jafnt og þétt. Til þess að mæta fyrirsjáanlegri aukningu í starfsnámi ætla stjórnvöld að byggja 12-16 þúsund fermetra af húsnæði fyrir verknám á næstu tíu árum. „Við reiknum með því að framhaldsskólar landsins, sem eru með starfsnám í dag, við reiknum með viðbyggingu við þá skóla. Við erum hér bara formlega í dag að setja þá vinnu á fullt og munum setja mikinn pólitískan kraft í það að aðstoða þessa skóla við að fara í gegnum allt það ferli sem þarf áður en til viðbygginga kemur,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2. mars 2023 08:30 Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 9. ágúst 2022 11:55 Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. 8. ágúst 2022 22:06 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Ný spá um fjölgun nema í framhaldsskólum miðar við að fjöldi þeirra sem muni velja verknám á næstu tíu árum verði kominn upp í 42,5%. Stofnkostnaður við uppbygginguna er 6,6 milljarðar. Hlutur ríkisins nemur 4 milljörðum en sveitarfélaganna 2,6 milljarðar. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Ásmundar Einars Daðasonar mennta-og barnamálaráðherra í morgun. Umfjöllunarefnið var stórtæk uppbygging starfsnáms í framhaldsskólum landsins. „Kjarni málsins er að nemum í starfsnámi mun fjölga verulega. Á sama tíma mun nemum í bóknámi fækka verulega og við verðum að bregðast við þessari breytingu.“ Ráðherrann byggir þessa fullyrðingu á nýrri mannfjöldaspá Hagstofu íslands en hún gerir ráð fyrir að á næstu tíu árum fari hlutfall nemenda í starfsnámi úr 33,5 % upp í 42,5 %. Langt undir meðaltali Norðurlandanna Hlutfall starfsnema í dag er talsvert undir meðaltali Norðurlandanna sem er 45,5 %. „Við eigum alllangt í land þegar kemur að því að ná meðaltali Norðurlandanna, svo getum við farið til landa eins og Finnlands þar sem á milli 60 og 70% nema fara í starfsnám að loknum grunnskóla.“ Byggja 12-16 þúsund fermetra af verknámshúsnæði Síðustu ár hefur fjöldi nema í starfsnámi aukist lítillega en þó jafnt og þétt. Til þess að mæta fyrirsjáanlegri aukningu í starfsnámi ætla stjórnvöld að byggja 12-16 þúsund fermetra af húsnæði fyrir verknám á næstu tíu árum. „Við reiknum með því að framhaldsskólar landsins, sem eru með starfsnám í dag, við reiknum með viðbyggingu við þá skóla. Við erum hér bara formlega í dag að setja þá vinnu á fullt og munum setja mikinn pólitískan kraft í það að aðstoða þessa skóla við að fara í gegnum allt það ferli sem þarf áður en til viðbygginga kemur,“ segir Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2. mars 2023 08:30 Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 9. ágúst 2022 11:55 Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. 8. ágúst 2022 22:06 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2. mars 2023 08:30
Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 9. ágúst 2022 11:55
Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun. 8. ágúst 2022 22:06