Smáhýsi í garðinum mínum! Rannveig Ernudóttir skrifar 3. mars 2023 07:31 Kæru íbúar í Laugardal Nú er búið að koma fyrir Húsnæði fyrst (e. Housing first) húsum í útjaðri hverfisins og munu þau fyrr en síðar verða heimili fólks sem bíður óþreyjufullt eftir að fá þak yfir höfuðið. Vonin er sú að þessi nýju heimili komi samfélaginu öllu til góða með því að útvega öruggt húsnæði fyrir þau sem eru í neyð. Skiljanlegt er að sum gætu haft áhyggjur af staðsetningu húsanna og hugsanlegum áhrifum þeirra á öryggi samfélagsins sem og nýtingu landrýmisins. Staðsetning þeirra hefur hins vegar verið ígrunduð bæði útfrá öryggi og velferð allra. Þá eru húsin víkjandi í deiliskipulagi svæðisins. Fyrir þau sem kannast ekki við Húsnæði fyrst líkanið, eruð þið hvött til að kynna ykkur það og hugsanlega kosti þess. Húsnæði fyrst er skaðaminnkandi nálgun sem hefur reynst vel í að draga úr heimilisleysi og bæta heilsu einstaklinga með flóknar geðheilbrigðis- og fíkniraskanir. Gera má ráð fyrir að viðbótheimilanna í hverfinu muni aukafjölbreytileika og stuðla að velferð íbúanna. Almennt viljum við öll bjóða nýja nágranna velkomna í kringum okkur, með von um að þeim líði vel í samfélaginu og að íbúar hverfisins viðhafi inngildandi nálgun og hugarfar. Eins og alltaf skiptir máli að tryggja öryggi og vellíðan allra íbúa. Að styðja einstaklinga með margvíslegar geð- og fíkniraskanir sem búa í Húsnæði fyrst húsum krefst margþættrar nálgunar. Hér eru nokkrar leiðir til að styðja þau: Aðgangur að heilbrigðisþjónustu: Einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir þurfa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu eins og læknis-, geðheilbrigðis- og fíknimeðferð, t.d. nálaskiptiþjónustu og umönnun sára. Málastjórnun: Gagnlegt er að hafa málastjóra eða félagsráðgjafa til að aðstoða íbúa við daglegar þarfir eins og aðgang að félagsþjónustu, komast í virkni, vinnu, mynda aftur tengsl, stuðla að aukinni heilsu og ná tökum fjármálum. Jafningjastuðningur: Jafningjastuðningur frá einstaklingum með svipaða reynslu getur veitt dýrmæta innsýn og stuðning fyrir þau sem eru með flókar geð- og fíkniraskanir. Þátttaka í samfélaginu: Að hvetja íbúa til að taka þátt í viðburðum og athöfnum samfélagsins. Slík hvatning hjálpar þeim að aðlagast og skapar félagsleg tengsl svo þau finni að þau tilheyri samfélaginu. Nágrannafræðsla: Að veita nágrönnum fræðslu og þjálfun um geð- og fíkniraskanir getur hjálpað til við að draga úr fordómum og aukið skilning á þeim áskorunum sem einstaklingarnir standa frammi fyrir. Öryggisráðstafanir: Að innleiða öryggisráðstafanir, eins og öryggisverði sem geta komið og aðstoðað íbúa húsanna, getur hjálpað til við að tryggja öryggi íbúa og nágranna. Rannsóknir hafa sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir eins og Húsnæði fyrst, bæta öryggi allra íbúa samfélagsins. Með því að útvega öruggt og stöðugt húsnæði eru einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir ólíklegri til að taka þátt í áhættuhegðun, eins og ýmis konar glæpastarfsemi, sem getur stofnað þeim sjálfum og öðrum í hættu. Ennfremur getur aðgengi að heilsugæslu og stoðþjónustu hjálpað einstaklingnum að ná tökum á geð- og fíkniröskun sinni og minnkað líkurnar á aðstæðum sem gætu valdið þeim eða öðrum skaða. Með því að efla samfélagsþátttöku og jafningjastuðning geta einstaklingar byggt upp félagsleg tengsl og öðlast tilfinningu um að tilheyra. Sem getur leitt til öruggara og styðjandi samfélags fyrir öll. Lykilatriði er að gefa fólki aftur færi á að vera hluti af samfélaginu, en ekki að þau séu ein og útskúfuð. Þó að það séu skiptar skoðanir á því hvernig, hvar og hvenær eigi að veita aðstoð og stuðning til þeirra sem þurfa á skaðaminnkandi aðstoð að halda, þá virðast flest vera sammála um að refsistefna og aðgerðarleysi virkar ekki. Því er löngu tímabært að nálgast þessa íbúa samfélagsins á annan og mannúðlegri hátt. Höfum í huga að það verða áfram ýmsar áskoranir. Öll þurfa í sameiningu að vera vakandi yfir þvíað bregðast við þeim vanköntum þjónustunnarog öryggisráðstöfunum fyrir fólkið sem um ræðir, öðruvísi verður þjónustan ekki betri. Þrátt fyrir mismunandi skoðanir er vonin sú að nú þegar húsin eru komin, geti öll verið sammála um og stefnt að jákvæðri sambúð og velferð nýrra nágranna. Þau fái faglega og styðjandi þjónustu svo þau eigi aftur möguleika á að vera hluti af samfélaginu. Þannig skapast öruggara og styðjandi samfélag fyrir öll. Höfundur er forman íbúaráðs Laugardals og var fulltrúi í stýrihóp um endurskoðun aðgerðaráætlunar í stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Reykjavík Málefni heimilislausra Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kæru íbúar í Laugardal Nú er búið að koma fyrir Húsnæði fyrst (e. Housing first) húsum í útjaðri hverfisins og munu þau fyrr en síðar verða heimili fólks sem bíður óþreyjufullt eftir að fá þak yfir höfuðið. Vonin er sú að þessi nýju heimili komi samfélaginu öllu til góða með því að útvega öruggt húsnæði fyrir þau sem eru í neyð. Skiljanlegt er að sum gætu haft áhyggjur af staðsetningu húsanna og hugsanlegum áhrifum þeirra á öryggi samfélagsins sem og nýtingu landrýmisins. Staðsetning þeirra hefur hins vegar verið ígrunduð bæði útfrá öryggi og velferð allra. Þá eru húsin víkjandi í deiliskipulagi svæðisins. Fyrir þau sem kannast ekki við Húsnæði fyrst líkanið, eruð þið hvött til að kynna ykkur það og hugsanlega kosti þess. Húsnæði fyrst er skaðaminnkandi nálgun sem hefur reynst vel í að draga úr heimilisleysi og bæta heilsu einstaklinga með flóknar geðheilbrigðis- og fíkniraskanir. Gera má ráð fyrir að viðbótheimilanna í hverfinu muni aukafjölbreytileika og stuðla að velferð íbúanna. Almennt viljum við öll bjóða nýja nágranna velkomna í kringum okkur, með von um að þeim líði vel í samfélaginu og að íbúar hverfisins viðhafi inngildandi nálgun og hugarfar. Eins og alltaf skiptir máli að tryggja öryggi og vellíðan allra íbúa. Að styðja einstaklinga með margvíslegar geð- og fíkniraskanir sem búa í Húsnæði fyrst húsum krefst margþættrar nálgunar. Hér eru nokkrar leiðir til að styðja þau: Aðgangur að heilbrigðisþjónustu: Einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir þurfa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu eins og læknis-, geðheilbrigðis- og fíknimeðferð, t.d. nálaskiptiþjónustu og umönnun sára. Málastjórnun: Gagnlegt er að hafa málastjóra eða félagsráðgjafa til að aðstoða íbúa við daglegar þarfir eins og aðgang að félagsþjónustu, komast í virkni, vinnu, mynda aftur tengsl, stuðla að aukinni heilsu og ná tökum fjármálum. Jafningjastuðningur: Jafningjastuðningur frá einstaklingum með svipaða reynslu getur veitt dýrmæta innsýn og stuðning fyrir þau sem eru með flókar geð- og fíkniraskanir. Þátttaka í samfélaginu: Að hvetja íbúa til að taka þátt í viðburðum og athöfnum samfélagsins. Slík hvatning hjálpar þeim að aðlagast og skapar félagsleg tengsl svo þau finni að þau tilheyri samfélaginu. Nágrannafræðsla: Að veita nágrönnum fræðslu og þjálfun um geð- og fíkniraskanir getur hjálpað til við að draga úr fordómum og aukið skilning á þeim áskorunum sem einstaklingarnir standa frammi fyrir. Öryggisráðstafanir: Að innleiða öryggisráðstafanir, eins og öryggisverði sem geta komið og aðstoðað íbúa húsanna, getur hjálpað til við að tryggja öryggi íbúa og nágranna. Rannsóknir hafa sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir eins og Húsnæði fyrst, bæta öryggi allra íbúa samfélagsins. Með því að útvega öruggt og stöðugt húsnæði eru einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir ólíklegri til að taka þátt í áhættuhegðun, eins og ýmis konar glæpastarfsemi, sem getur stofnað þeim sjálfum og öðrum í hættu. Ennfremur getur aðgengi að heilsugæslu og stoðþjónustu hjálpað einstaklingnum að ná tökum á geð- og fíkniröskun sinni og minnkað líkurnar á aðstæðum sem gætu valdið þeim eða öðrum skaða. Með því að efla samfélagsþátttöku og jafningjastuðning geta einstaklingar byggt upp félagsleg tengsl og öðlast tilfinningu um að tilheyra. Sem getur leitt til öruggara og styðjandi samfélags fyrir öll. Lykilatriði er að gefa fólki aftur færi á að vera hluti af samfélaginu, en ekki að þau séu ein og útskúfuð. Þó að það séu skiptar skoðanir á því hvernig, hvar og hvenær eigi að veita aðstoð og stuðning til þeirra sem þurfa á skaðaminnkandi aðstoð að halda, þá virðast flest vera sammála um að refsistefna og aðgerðarleysi virkar ekki. Því er löngu tímabært að nálgast þessa íbúa samfélagsins á annan og mannúðlegri hátt. Höfum í huga að það verða áfram ýmsar áskoranir. Öll þurfa í sameiningu að vera vakandi yfir þvíað bregðast við þeim vanköntum þjónustunnarog öryggisráðstöfunum fyrir fólkið sem um ræðir, öðruvísi verður þjónustan ekki betri. Þrátt fyrir mismunandi skoðanir er vonin sú að nú þegar húsin eru komin, geti öll verið sammála um og stefnt að jákvæðri sambúð og velferð nýrra nágranna. Þau fái faglega og styðjandi þjónustu svo þau eigi aftur möguleika á að vera hluti af samfélaginu. Þannig skapast öruggara og styðjandi samfélag fyrir öll. Höfundur er forman íbúaráðs Laugardals og var fulltrúi í stýrihóp um endurskoðun aðgerðaráætlunar í stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar