Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu Eyjólfur Ármannsson skrifar 4. mars 2023 15:31 Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni. Hrikaleg staða Um 38% 15 ára unglinga ná ekki grunnfærni í lesskilningi og stærðfræði (UNESCO 2020). Um 34% drengja og 19% stúlkna lesa sér ekki til gangs eftir 10 ár í grunnskóla (PISA 2018). Í lesskilningi skora börn norskra og danskra innflytjenda hærra (457 stig) en 15 ára drengir á Íslandi og hærra en bæði kyn á Suðurnesjum (440 stig), Vesturlandi (450 stig), Norðurland eystra (452 stig) og Vestfjörðum (454 stig). (PISA 2018 Skýrsla innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (2019) sýnir að 92.5% innflytjenda eru á rauðu og gulu ljósi í íslenskukunnáttu, kunna sem sagt ekki íslensku. Skýrsla ASÍ (2020) sýnir að 10,8% af 19 ára ungmennum (500 einstaklingar) eru hvorki í námi eða starfi. Kostnaður samfélagsins vegna tapaðs mannauðs er gífurlegur og harmleikur fyrir einstaklinga sem fá ekki notið sín í samfélaginu. Með vanrækslu á ungmennum okkar er íslenskt samfélag að tapa miklum mannauði, þrátt fyrir að við setjum yfir 150 milljarða króna á ári í leik- og grunnskóla. Kynjahlutfall í háskólum á Íslandi er 70/30 stúlkum í vil. Í öllum vestrænum ríkjum væri litið á þetta sem stórkostlegan vanda og vannýttan mannauð. Hér er ekki nýtt vandamál. Í frétt frá 2004, Ólæsi er enn mikið á Íslandi, segir eftirfarandi: „Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að líklega ættu um fimmtán þúsund Íslendingar á fullorðinsaldri við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða.“ „Gera má ráð fyrir að lítil lestrarfærni hái um tuttugu þúsund manns til viðbótar.“ Alþjóðlega viðurkennd vísindi Breska þingið brást við svartri skýrslu (Rose 2006) um lestrarkunnáttu barna með að lögfesta bókstafa–hljóðaaðferðina (Phonics) í lestrarkennslu. Frakkar hafa gert svipað. Ráðgjafi þeirra er prófessor Stanislas Dehaene, taugasérfræðingur og fremsti sérfræðingur heims í lestri er nú hér á landi að kynna rannsóknir sínar. Hann skrifaði bókina „Lestur í heilanum“ (Reading in the Brain) sem reynir að svara því hvað gerist í heilanum sem gerir okkur kleift að þýða táknin á blaðsíðu yfir í merkingu. Hann hefur sýnt fram á með rannsóknum innan taugavísinda (brain and skill) að við verðum að nota bókstaf-hljóðaðferðina til að læra lesa. Enginn lærir að lesa án þess að brjóta lestrarkóðann, læri að ákveðinn bókstafur (tákn) þýði ákveðið hljóð. Það er grundvöllur lestrar. Frá eind til heildar; frá staf til orða til setninga. Hér má sjá grein og fyrirlestur prófessor Dehaene hans hvernig heilinn lærir að lesa: How your brain learns to read: Professor Stanislas Dehaene. Rannsóknir Kate Nation og Maggie Snowling prófessora við Oxford-háskóla, fremstu vísindamanna Bretlands á sviði læsis og lesskilnings hafa sýnt fram á það sama. Báðar komu til landsins í mars í fyrra og héldu fyrirlestra á ráðstefnunni „Læsi er lykill að menntun“. Sama segja rannsóknir Heikki Lyytinen, eins fremsta vísindamanns heims á sviði læsis. Lyytinen kom til landsins fyrir nokkru og hélt fyrirlestra í tengslum við rannsóknarverkefnið Kveikjum neistann. Lyytinen er prófessor emeritus við Háskólann í Jyväskylä, eins fremsta kennaraháskóla heims, og hefur gegnt stöðu um læsi hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO Chair on Inclusive Literacy Learning for All) og starfað hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD’s Brain and Learning network). Hættum leshraðamælingum Förum að ráðum fremstu vísindamanna heims (Snowling, Nation, Lyytinen) og hættum leshraðamælingum. Það voru mistök að innleiða leshraðamælingar í því mæli sem gert hefur verið. Mörg börn og unglingar upplifa kvíða við þátttöku í prófunum og þau geta valdið skertri sjálfsmynd tengt lestri og mögulega eyðilagt skólagöngu barna (Lyytinen). Almenningur á kröfu á því að vísindin á bak við leshraðamælingar verið birtar. Hann á rétt á skýringum á því hvers vegna Ísland er eina landið í Evrópu sem notar leshraðamælingar jafnmikið og raun ber vitni. Heimatilbúið byrjendalæsi Byrjendalæsi, kennsluaðferð sem þróuð var hjá Háskólanum á Akureyri og kennd er í um 100 grunnskólum á Íslandi, leiðir ekki til betri árangurs nemenda á samræmdum könnunarprófum. Þetta kom fram í samantekt Menntamálastofnunar 2015. Nemendur sem lærðu að lesa með aðferðinni voru verr staddir en þeir sem það gerðu ekki. Munur nemenda í fjórða bekk var einn heill í einkunn á samræmdum prófum. Þrátt fyrir þetta hefur verið haldið áfram að nota þessa heimatilbúnu kennsluaðferð við lestur, aðferð sem byggist ekki á fremstu vísindum. Ekki er vitað um neina rannsókn, sem hefur birst í alþjóðlegu tímariti, um árangur Byrjendalæsis fyrir lestrarkunnáttu barna. Þrátt fyrir það hefur Háskólinn á Akureyri selt Byrjendalæsi í 86-100 (af 175) grunnskóla landsins. Ótrúlegt er að meira en helmingur skóla landsins hafi keypt þessa aðferð án viðurkenndra rannsókna eða árangursmælinga. Hvar eru menntamálráðherra og Háskóli Íslands? Hvorki menntmálaráðherra né Háskóli Íslands hafa gert nokkuð til að taka á þessu vandamáli. Fræðimenn Háskóla Íslands á sviði lestrar hafa ekkert fært fram og þögnin þar um leshraðamælingar og hið heimatilbúna Byrjendalæsi er æpandi. Líklega hefur tjónið af íslenska klíkusamfélaginu, fúskinu og prinsippleysinu aldrei verið meira en þegar kemur að lélegri lestrarkunnáttu í landinu. Sorglegt er fyrir þingmann að heyra í kjördæmi sínu um lélegt læsi nemenda og frásagnir foreldra um lestrarerfiðleika uppkominna barna sinna, sem aldrei var kennt að lesa með réttum hætti og upplifðu kvíða og vanmátt vegna hraðlestrarprófa. Enn sorglegra er að ráðherra málaflokksins og æðsta menntastofnun þjóðarinnar hafa ekkert gert í málinu og virðast ekki einu sinni hafa skoðun á því. Ef eitthvað mál kallar á rannsóknarnefnd Alþingis þá er það lestrarkunnátta og lestrarkennsluaðferðir á Íslandi og máttleysi íslenskra stjórnvalda og þögn æðstu menntastofnunar landsins í málinu. Almenningur á kröfu á stjórnvöld um að fremstu alþjóðlegu vísindi séu grundvöllur lestrarkennslu í landinu, líkt og hjá fremstu menningarþjóðum Evrópu. Að leshraðaprófum verði hætt og tekin upp lesskilningspróf og mat á skriflegum texta og áherslan verði á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni sem efli áhugahvöt þeirra og sjálfsmynd. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni. Hrikaleg staða Um 38% 15 ára unglinga ná ekki grunnfærni í lesskilningi og stærðfræði (UNESCO 2020). Um 34% drengja og 19% stúlkna lesa sér ekki til gangs eftir 10 ár í grunnskóla (PISA 2018). Í lesskilningi skora börn norskra og danskra innflytjenda hærra (457 stig) en 15 ára drengir á Íslandi og hærra en bæði kyn á Suðurnesjum (440 stig), Vesturlandi (450 stig), Norðurland eystra (452 stig) og Vestfjörðum (454 stig). (PISA 2018 Skýrsla innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (2019) sýnir að 92.5% innflytjenda eru á rauðu og gulu ljósi í íslenskukunnáttu, kunna sem sagt ekki íslensku. Skýrsla ASÍ (2020) sýnir að 10,8% af 19 ára ungmennum (500 einstaklingar) eru hvorki í námi eða starfi. Kostnaður samfélagsins vegna tapaðs mannauðs er gífurlegur og harmleikur fyrir einstaklinga sem fá ekki notið sín í samfélaginu. Með vanrækslu á ungmennum okkar er íslenskt samfélag að tapa miklum mannauði, þrátt fyrir að við setjum yfir 150 milljarða króna á ári í leik- og grunnskóla. Kynjahlutfall í háskólum á Íslandi er 70/30 stúlkum í vil. Í öllum vestrænum ríkjum væri litið á þetta sem stórkostlegan vanda og vannýttan mannauð. Hér er ekki nýtt vandamál. Í frétt frá 2004, Ólæsi er enn mikið á Íslandi, segir eftirfarandi: „Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að líklega ættu um fimmtán þúsund Íslendingar á fullorðinsaldri við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða.“ „Gera má ráð fyrir að lítil lestrarfærni hái um tuttugu þúsund manns til viðbótar.“ Alþjóðlega viðurkennd vísindi Breska þingið brást við svartri skýrslu (Rose 2006) um lestrarkunnáttu barna með að lögfesta bókstafa–hljóðaaðferðina (Phonics) í lestrarkennslu. Frakkar hafa gert svipað. Ráðgjafi þeirra er prófessor Stanislas Dehaene, taugasérfræðingur og fremsti sérfræðingur heims í lestri er nú hér á landi að kynna rannsóknir sínar. Hann skrifaði bókina „Lestur í heilanum“ (Reading in the Brain) sem reynir að svara því hvað gerist í heilanum sem gerir okkur kleift að þýða táknin á blaðsíðu yfir í merkingu. Hann hefur sýnt fram á með rannsóknum innan taugavísinda (brain and skill) að við verðum að nota bókstaf-hljóðaðferðina til að læra lesa. Enginn lærir að lesa án þess að brjóta lestrarkóðann, læri að ákveðinn bókstafur (tákn) þýði ákveðið hljóð. Það er grundvöllur lestrar. Frá eind til heildar; frá staf til orða til setninga. Hér má sjá grein og fyrirlestur prófessor Dehaene hans hvernig heilinn lærir að lesa: How your brain learns to read: Professor Stanislas Dehaene. Rannsóknir Kate Nation og Maggie Snowling prófessora við Oxford-háskóla, fremstu vísindamanna Bretlands á sviði læsis og lesskilnings hafa sýnt fram á það sama. Báðar komu til landsins í mars í fyrra og héldu fyrirlestra á ráðstefnunni „Læsi er lykill að menntun“. Sama segja rannsóknir Heikki Lyytinen, eins fremsta vísindamanns heims á sviði læsis. Lyytinen kom til landsins fyrir nokkru og hélt fyrirlestra í tengslum við rannsóknarverkefnið Kveikjum neistann. Lyytinen er prófessor emeritus við Háskólann í Jyväskylä, eins fremsta kennaraháskóla heims, og hefur gegnt stöðu um læsi hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO Chair on Inclusive Literacy Learning for All) og starfað hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD’s Brain and Learning network). Hættum leshraðamælingum Förum að ráðum fremstu vísindamanna heims (Snowling, Nation, Lyytinen) og hættum leshraðamælingum. Það voru mistök að innleiða leshraðamælingar í því mæli sem gert hefur verið. Mörg börn og unglingar upplifa kvíða við þátttöku í prófunum og þau geta valdið skertri sjálfsmynd tengt lestri og mögulega eyðilagt skólagöngu barna (Lyytinen). Almenningur á kröfu á því að vísindin á bak við leshraðamælingar verið birtar. Hann á rétt á skýringum á því hvers vegna Ísland er eina landið í Evrópu sem notar leshraðamælingar jafnmikið og raun ber vitni. Heimatilbúið byrjendalæsi Byrjendalæsi, kennsluaðferð sem þróuð var hjá Háskólanum á Akureyri og kennd er í um 100 grunnskólum á Íslandi, leiðir ekki til betri árangurs nemenda á samræmdum könnunarprófum. Þetta kom fram í samantekt Menntamálastofnunar 2015. Nemendur sem lærðu að lesa með aðferðinni voru verr staddir en þeir sem það gerðu ekki. Munur nemenda í fjórða bekk var einn heill í einkunn á samræmdum prófum. Þrátt fyrir þetta hefur verið haldið áfram að nota þessa heimatilbúnu kennsluaðferð við lestur, aðferð sem byggist ekki á fremstu vísindum. Ekki er vitað um neina rannsókn, sem hefur birst í alþjóðlegu tímariti, um árangur Byrjendalæsis fyrir lestrarkunnáttu barna. Þrátt fyrir það hefur Háskólinn á Akureyri selt Byrjendalæsi í 86-100 (af 175) grunnskóla landsins. Ótrúlegt er að meira en helmingur skóla landsins hafi keypt þessa aðferð án viðurkenndra rannsókna eða árangursmælinga. Hvar eru menntamálráðherra og Háskóli Íslands? Hvorki menntmálaráðherra né Háskóli Íslands hafa gert nokkuð til að taka á þessu vandamáli. Fræðimenn Háskóla Íslands á sviði lestrar hafa ekkert fært fram og þögnin þar um leshraðamælingar og hið heimatilbúna Byrjendalæsi er æpandi. Líklega hefur tjónið af íslenska klíkusamfélaginu, fúskinu og prinsippleysinu aldrei verið meira en þegar kemur að lélegri lestrarkunnáttu í landinu. Sorglegt er fyrir þingmann að heyra í kjördæmi sínu um lélegt læsi nemenda og frásagnir foreldra um lestrarerfiðleika uppkominna barna sinna, sem aldrei var kennt að lesa með réttum hætti og upplifðu kvíða og vanmátt vegna hraðlestrarprófa. Enn sorglegra er að ráðherra málaflokksins og æðsta menntastofnun þjóðarinnar hafa ekkert gert í málinu og virðast ekki einu sinni hafa skoðun á því. Ef eitthvað mál kallar á rannsóknarnefnd Alþingis þá er það lestrarkunnátta og lestrarkennsluaðferðir á Íslandi og máttleysi íslenskra stjórnvalda og þögn æðstu menntastofnunar landsins í málinu. Almenningur á kröfu á stjórnvöld um að fremstu alþjóðlegu vísindi séu grundvöllur lestrarkennslu í landinu, líkt og hjá fremstu menningarþjóðum Evrópu. Að leshraðaprófum verði hætt og tekin upp lesskilningspróf og mat á skriflegum texta og áherslan verði á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni sem efli áhugahvöt þeirra og sjálfsmynd. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefnd.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun