Sakaður um að kýla ungmenni, hóta öryggisverði og veifa byssu á næturklúbbi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 23:14 Ja Morant er á leið í að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir að veifa byssu á næturklúbbi eftir tap Memphis Grizzlies, en það er þó ekki það eina sem hann er sakaður um. Vísir/Getty NBA-stjarnan Ja Morant, leikmaður Mamphis Grizzlies, hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann eftir að myndband af honum þar sem hann virtist veifa byssu inni á næturklúbbi birtis á Instagram-síðu hans. Þessi 23 ára leikmaður Memphis Grizzlies virtist veifa skammbyssu inni á næturklúbbi þar sem hann var að skemmta sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir 113-97 tap liðsins gegn Denver Nuggets í NBA-deildinni í nótt. NBA-deildin er nú með myndskeiðið til skoðunnar og leikmaðurinn hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir athæfið, en það er lið hans sem tekur ákvörðun um að Morant sé á leið í bann. „Ja Morant verður ekki með liðinu í næstu tveimur leikjum í það minnsta,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu frá félaginu. Statement from the Memphis Grizzlies pic.twitter.com/CLB2TG5nnI— Grizzlies PR (@GrizzliesPR) March 4, 2023 Þetta er ekki eina dæmið um það að Ja Morant komi sér í klandur utan vallar. Fyrir rúmum mánuði voru hann og vinir hans sakaðir um að beina rauðum laser á liðsrútu Indiana Pacers og nú í vikunni var hann sakaður um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð seinasta sumar. Öryggisvörðurinn tilkynnti Morant til lögreglu eftir samskipti þeirra sem áttu sér stað á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöðina. 🤦♂️ pic.twitter.com/bXrEFjjc4W— NBACentral (@TheNBACentral) March 4, 2023 Þá er Morant einnig sakaður um að hafa kýlt 17 ára dreng ítrekað er þeir spiluðu körfubolta á heimili leikmannsins. Það atvik átti sér stað fjórum dögum eftir að Morant hótaði öryggisverðinum, en hann og vinir hans eru sagðir hafa slegið drenginn til jarðar og eftir að slagsmálunum lauk hafi Morant farið inn á heimili sitt og komið aftur út með byssu sýnilega. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði Morant þó að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hann hafi vissulega átt fyrsta höggið, en aðeins eftir að drengurinn kastaði bolta í höfuð hans og gekk í átt til hans. Þá segir Morant að drengurinn hafi hótað að kveikja í heimili hans þegar hann gekk í burtu eftir atvikið. Ja Morant was accused of punching a 17-year-old boy 12-13 times and flashing a gun at him during a pickup basketball game last summer, according to a police report obtained by @mollyhcFull story: https://t.co/NsRnhsIXlk pic.twitter.com/DH0utTt37V— Bleacher Report (@BleacherReport) March 1, 2023 NBA Skotvopn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Þessi 23 ára leikmaður Memphis Grizzlies virtist veifa skammbyssu inni á næturklúbbi þar sem hann var að skemmta sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir 113-97 tap liðsins gegn Denver Nuggets í NBA-deildinni í nótt. NBA-deildin er nú með myndskeiðið til skoðunnar og leikmaðurinn hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir athæfið, en það er lið hans sem tekur ákvörðun um að Morant sé á leið í bann. „Ja Morant verður ekki með liðinu í næstu tveimur leikjum í það minnsta,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu frá félaginu. Statement from the Memphis Grizzlies pic.twitter.com/CLB2TG5nnI— Grizzlies PR (@GrizzliesPR) March 4, 2023 Þetta er ekki eina dæmið um það að Ja Morant komi sér í klandur utan vallar. Fyrir rúmum mánuði voru hann og vinir hans sakaðir um að beina rauðum laser á liðsrútu Indiana Pacers og nú í vikunni var hann sakaður um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð seinasta sumar. Öryggisvörðurinn tilkynnti Morant til lögreglu eftir samskipti þeirra sem áttu sér stað á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöðina. 🤦♂️ pic.twitter.com/bXrEFjjc4W— NBACentral (@TheNBACentral) March 4, 2023 Þá er Morant einnig sakaður um að hafa kýlt 17 ára dreng ítrekað er þeir spiluðu körfubolta á heimili leikmannsins. Það atvik átti sér stað fjórum dögum eftir að Morant hótaði öryggisverðinum, en hann og vinir hans eru sagðir hafa slegið drenginn til jarðar og eftir að slagsmálunum lauk hafi Morant farið inn á heimili sitt og komið aftur út með byssu sýnilega. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði Morant þó að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hann hafi vissulega átt fyrsta höggið, en aðeins eftir að drengurinn kastaði bolta í höfuð hans og gekk í átt til hans. Þá segir Morant að drengurinn hafi hótað að kveikja í heimili hans þegar hann gekk í burtu eftir atvikið. Ja Morant was accused of punching a 17-year-old boy 12-13 times and flashing a gun at him during a pickup basketball game last summer, according to a police report obtained by @mollyhcFull story: https://t.co/NsRnhsIXlk pic.twitter.com/DH0utTt37V— Bleacher Report (@BleacherReport) March 1, 2023
NBA Skotvopn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira