Fyrsti Íslendingurinn á skólastyrk í 52 ár ætlar alla leið í NFL Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2023 09:01 Bjartur Eldur Þórsson. Vísir/Sigurjón Hinn 19 ára gamli Bjartur Eldur Þórsson er á leið til Bandaríkjanna að spila amerískan fótbolta á skólastyrk, fyrstur Íslendinga. Hann stefnir hátt í íþróttinni. Bjartur hefur aðeins leikið íþróttina í um eitt og hálft ár og spilar sem útherji (e. wide receiver) með Einherjum í Kópavogi, sem er eina slíka liðið hér á landi. Hann segist fljótt hafa heillast af íþróttinni. „Ég byrjaði sumarið 2021, svo ég er bara frekar nýr í þessu. Ég byrjaði í U18 ára flokknum hjá Einherjum og svo fór ég bara fljótt upp í Einherjaliðið og náði að vinna mér inn sæti þar í byrjunarliðinu,“ „Ég var í [evrópskum] fótbolta sama sumar en svo fannst mér eiginlega bara miklu skemmtilegra í hinu. Ég var bara kominn með leið á fótboltanum, hætti bara í honum og byrjaði í ameríska,“ segir Bjartur. Enginn smá styrkur Bjartur fær heilar fimm milljónir árlega í skólastyrk og mun nema við Kiski-skólann í Pennsylvaniu. En hvernig kom það til að hann fékk svo veglegan styrk? „Ég fór út til Bandaríkjanna með pabba mínum að horfa á NFL-leiki, háskóla- og menntaskólaleiki. Ég sá bara að ég gæti kannski verið þarna að spila og fannst geggjað að fara þarna að skoða þetta,“ „Svo hringdum við bara í Brynjar sem er með Soccer and Education og spurðum hann hvort hann gæti hjálpað okkur með þetta,“ segir Bjartur sem á þar við Brynjar Benediktsson, framkvæmdastjóra áðurnefnds fyrirtækis sem hjálpar ungu íslensku fólki að komast á skólastyrk vestanhafs í gegnum fótbolta - en nú einnig amerískan fótbolta. „Þá fór ferlið í gang. Ég sendi þeim filmu af mér í amerískum fótbolta og hann sendi þjálfurum úti. Þá voru nokkrir þjálfarar sem vildu mig, ég talaði aðeins við þá aðeins og þeir buðu mér samning,“ segir Bjartur. Bjartur er fyrsti Íslendingurinn til að fá skólastyrk til að spila íþróttina vestanhafs í 52 ár. Geir Ingimarsson fékk slíkan styrk hjá Seqouias-háskóla í Kaliforníu árið 1971 hvar hann spilaði sem sparkari. Draumurinn að fara alla leið í NFL En hvert stefnir Bjartur í kjölfarið? „Það væri náttúrulega draumur að fara í háskólaboltann. Vonandi í efstu eða næstefstu deild, jafnvel þriðju. Ef ég kemst að þar þá vil ég standa mig þar og vonandi komast einn daginn í NFL.“ En hvert er þá draumaliðið í NFL-deildinni? „Ég myndi alltaf velja Ravens, það er mitt lið. En auðvitað væri ég til í að fara í hvaða lið sem er,“ segir Bjartur. Uppfært kl. 12:00: Greint var frá því að Bjartur væri fyrstur Íslendinga til að fá styrk, en hefur verið leiðrétt þar sem Geir fékk slíkan 52 árum fyrr. NFL Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Bjartur hefur aðeins leikið íþróttina í um eitt og hálft ár og spilar sem útherji (e. wide receiver) með Einherjum í Kópavogi, sem er eina slíka liðið hér á landi. Hann segist fljótt hafa heillast af íþróttinni. „Ég byrjaði sumarið 2021, svo ég er bara frekar nýr í þessu. Ég byrjaði í U18 ára flokknum hjá Einherjum og svo fór ég bara fljótt upp í Einherjaliðið og náði að vinna mér inn sæti þar í byrjunarliðinu,“ „Ég var í [evrópskum] fótbolta sama sumar en svo fannst mér eiginlega bara miklu skemmtilegra í hinu. Ég var bara kominn með leið á fótboltanum, hætti bara í honum og byrjaði í ameríska,“ segir Bjartur. Enginn smá styrkur Bjartur fær heilar fimm milljónir árlega í skólastyrk og mun nema við Kiski-skólann í Pennsylvaniu. En hvernig kom það til að hann fékk svo veglegan styrk? „Ég fór út til Bandaríkjanna með pabba mínum að horfa á NFL-leiki, háskóla- og menntaskólaleiki. Ég sá bara að ég gæti kannski verið þarna að spila og fannst geggjað að fara þarna að skoða þetta,“ „Svo hringdum við bara í Brynjar sem er með Soccer and Education og spurðum hann hvort hann gæti hjálpað okkur með þetta,“ segir Bjartur sem á þar við Brynjar Benediktsson, framkvæmdastjóra áðurnefnds fyrirtækis sem hjálpar ungu íslensku fólki að komast á skólastyrk vestanhafs í gegnum fótbolta - en nú einnig amerískan fótbolta. „Þá fór ferlið í gang. Ég sendi þeim filmu af mér í amerískum fótbolta og hann sendi þjálfurum úti. Þá voru nokkrir þjálfarar sem vildu mig, ég talaði aðeins við þá aðeins og þeir buðu mér samning,“ segir Bjartur. Bjartur er fyrsti Íslendingurinn til að fá skólastyrk til að spila íþróttina vestanhafs í 52 ár. Geir Ingimarsson fékk slíkan styrk hjá Seqouias-háskóla í Kaliforníu árið 1971 hvar hann spilaði sem sparkari. Draumurinn að fara alla leið í NFL En hvert stefnir Bjartur í kjölfarið? „Það væri náttúrulega draumur að fara í háskólaboltann. Vonandi í efstu eða næstefstu deild, jafnvel þriðju. Ef ég kemst að þar þá vil ég standa mig þar og vonandi komast einn daginn í NFL.“ En hvert er þá draumaliðið í NFL-deildinni? „Ég myndi alltaf velja Ravens, það er mitt lið. En auðvitað væri ég til í að fara í hvaða lið sem er,“ segir Bjartur. Uppfært kl. 12:00: Greint var frá því að Bjartur væri fyrstur Íslendinga til að fá styrk, en hefur verið leiðrétt þar sem Geir fékk slíkan 52 árum fyrr.
NFL Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. 4. febrúar 2023 09:01