Segir Will Smith vera tík fyrir að slá sig Bjarki Sigurðsson skrifar 5. mars 2023 14:37 Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Getty/Al Seib Chris Rock segir leikarann Will Smith vera tík fyrir að hafa slegið sig á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Rock gaf í skyn að illindi hans og Smith hafi byrjað árið 2016. Það er mönnum enn ferskt í minni þegar Will Smith gekk upp á svið Óskarsins í fyrra og sló Chris Rock vegna brandara sem sá síðarnefndi sagði um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Í gær var nýtt uppistand Chris Rock frumsýnt á Netflix. Uppistandið ber yfirskriftina „Selective Outrage“ eða „Valkvæð svívirðing“ og er það fyrsta frá Rock síðan á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Líkt og flestir höfðu gert ráð fyrir ræddi Rock um þennan frægasta kinnhest heimssögunnar. Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi verið beittur pressu hafi hann ekki viljað tala opinberlega um kinnhestinn í spjallþáttum á borð við Oprah Winfrey Show. „Það er aldrei að fara að gerast. Skítt með það. Ég tók þessum kinnhest eins og Pacquiao,“ segir Rock í uppistandinu en Manny Pacquiao er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Klippa: Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaununum Hann gagnrýndi Smith fyrir að hafa slegið sig enda sé Smith töluvert stærri og sterkari en hann. Þaðan kemur akkúrat nafn sýningarinnar, valkvæð svívirðing. Smith vissi að hann gæti lamið Rock og komist upp með það og því valið að svívirða hann. „Will Smith er ber að ofan í kvikmyndum. Þú munt aldrei sjá mig vera beran að ofan í kvikmynd. Ef ég er í kvikmynd að fá hjartaaðgerð þá er ég í peysu,“ segir Rock til að sýna fram á styrkleika mun þeirra. Árið 2020 opnaði Pinkett Smith sig um framhjáhald sitt með söngvaranum August Alsina. Hún gerði það í hlaðvarpi sínu, Red Table Talk, og var Will viðstaddur þegar hún ræddi þetta. Fjöldi fólks kallaði hann tík og aumingja fyrir það. „Allir í heiminum kölluðu hann tík. Ég reyndi að hringja í tíkarsoninn, ég reyndi að hringja í hann og hughreysta hann en hann svaraði mér ekki. Allir kölluðu hann tík en hvern slær hann? Mig. Það er eitthvað sem tík myndi gera,“ segir Rock. Hann gaf í skyn að illindi milli hans og Smith hafi byrjað árið 2016 þegar Rock var einnig að kynna Óskarsverðlaunin líkt og þegar Smith sló hann. Fyrir hátíðina hafði Pinkett Smith gagnrýnd Óskarsakademíuna fyrir skort á tilnefningum til svartra listamanna. Hún bað Rock um að hætta við að kynna sem hann gerði ekki. „Þeir segja að orð særa. Þú verður að passa hvað þú segir því orð særa. Allir sem segja að orð særa hafa aldrei verið kýldir í andlitið. Orð særa þegar búið er að skrifa þau í múrstein,“ segir Rock. Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Það er mönnum enn ferskt í minni þegar Will Smith gekk upp á svið Óskarsins í fyrra og sló Chris Rock vegna brandara sem sá síðarnefndi sagði um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Í gær var nýtt uppistand Chris Rock frumsýnt á Netflix. Uppistandið ber yfirskriftina „Selective Outrage“ eða „Valkvæð svívirðing“ og er það fyrsta frá Rock síðan á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Líkt og flestir höfðu gert ráð fyrir ræddi Rock um þennan frægasta kinnhest heimssögunnar. Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi verið beittur pressu hafi hann ekki viljað tala opinberlega um kinnhestinn í spjallþáttum á borð við Oprah Winfrey Show. „Það er aldrei að fara að gerast. Skítt með það. Ég tók þessum kinnhest eins og Pacquiao,“ segir Rock í uppistandinu en Manny Pacquiao er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Klippa: Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaununum Hann gagnrýndi Smith fyrir að hafa slegið sig enda sé Smith töluvert stærri og sterkari en hann. Þaðan kemur akkúrat nafn sýningarinnar, valkvæð svívirðing. Smith vissi að hann gæti lamið Rock og komist upp með það og því valið að svívirða hann. „Will Smith er ber að ofan í kvikmyndum. Þú munt aldrei sjá mig vera beran að ofan í kvikmynd. Ef ég er í kvikmynd að fá hjartaaðgerð þá er ég í peysu,“ segir Rock til að sýna fram á styrkleika mun þeirra. Árið 2020 opnaði Pinkett Smith sig um framhjáhald sitt með söngvaranum August Alsina. Hún gerði það í hlaðvarpi sínu, Red Table Talk, og var Will viðstaddur þegar hún ræddi þetta. Fjöldi fólks kallaði hann tík og aumingja fyrir það. „Allir í heiminum kölluðu hann tík. Ég reyndi að hringja í tíkarsoninn, ég reyndi að hringja í hann og hughreysta hann en hann svaraði mér ekki. Allir kölluðu hann tík en hvern slær hann? Mig. Það er eitthvað sem tík myndi gera,“ segir Rock. Hann gaf í skyn að illindi milli hans og Smith hafi byrjað árið 2016 þegar Rock var einnig að kynna Óskarsverðlaunin líkt og þegar Smith sló hann. Fyrir hátíðina hafði Pinkett Smith gagnrýnd Óskarsakademíuna fyrir skort á tilnefningum til svartra listamanna. Hún bað Rock um að hætta við að kynna sem hann gerði ekki. „Þeir segja að orð særa. Þú verður að passa hvað þú segir því orð særa. Allir sem segja að orð særa hafa aldrei verið kýldir í andlitið. Orð særa þegar búið er að skrifa þau í múrstein,“ segir Rock.
Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira