Svar til Eyjólfs Ármannssonar v. greinarinnar Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu Auður Björgvinsdóttir skrifar 6. mars 2023 08:00 Eyjólfur Ármannsson skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 4. mars og fjallar þar um lestrarkennslu. Það er jákvætt að alþingismaður skuli veita málaflokknum athygli og má taka undir sumt í greininni. Þó eru þar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þær eru í andstöðu við það sem þeir erlendu sérfræðingar sem hann vísar í hafa haldið fram og tillögur Eyjólfs eru margar hverjar ekki studdar með niðurstöðum rannsókna. Eyjólfur vill láta hætta leshraðamælingum þ.e. lesfimiprófunumog vísar í fræðikonurnar Kate Nation og Margret Snowling máli sínu til stuðnings. Ef hlustað er á erindi þeirra á ráðstefnunni Læsi er lykill að menntun sem Eyjólfur vísar til, má á 1:28 mínútu í erindi Nation heyra hana svara því til að gott sé að meta lesfimi hjá börnum, m.a. vegna þess að lesfimipróf séu mjög næm fyrir einstaklingsmun í lestri og að slök lesfimi gefi vísbendingar um að barn þurfi sérstakan stuðning (sjá upptöku af fyrirlestrinum hér https://livestream.com/hi/laesierlykilladmenntun/videos/229712659). Í fræðigreinum eftir Nation og Snowling er heldur hvergi að finna andstöðu við leshraðamælingar. Því er mjög óheppilegt að Eyjólfur vísi í orð þessara fræðimanna á þennan hátt. Eyjólfur nefnir heimsókn Dr. Stanislas Dehaene sem hélt erindi þann 3. mars á málþinginu Heili, nám og færni. Þar tók Dr. Dehaene sérstaklega fram að hann væri mjög ánægður með að hér á landi væri metinn fjöldi rétt lesinna orða á mínútu. Vissulega væri mikilvægt að meta lesskilning einnig, en ekki mætti gleyma því að lesfimi væri ein forsenda lesskilnings. Í erindi sínu öllu lagði Dehaene mikla áherslu á hljóðaaðferðina eins og Eyjólfur nefnir, en ekki bara hvaða hljóðaaðferð sem er, heldur markvissa beina kennslu með mikilli áherslu á endurtekningu og uppbyggingu fimi eða sjálfvirkni, sem lesfimiprófin mæla. Markviss kennsla og mat á árangri hennar helst í hendur. Hluti lesfimiprófanna sem Eyjólfur vill að verði afnuminn eru svo kölluð stuðningspróf sem kennari getur gripið til ef útkoman úr lesfimihlutanum bendir til vanda. Annað þeirra metur færni nemenda í að lesa orðleysur sem eru bullorð sem fylgja reglum um rithátt en eru merkingarlaus. Lestur orðleysa er því mjög góð mæling á stöðu og framförum í umskráningu því útilokað er að nemandi þekki orðið. Erfiðleikar við lestur orðleysa eru auk þess eitt megin einkenni lesblindu og mat á lestri þeirra veigamikill hluti greininga á lesblindu um allan heim. Verði þessi próf lögð niður missa kennarar mikilvægt verkfæri til að meta stöðu einstakra nemenda. Tillaga Eyjólfs er því illskiljanleg og ekki studd fræðilegum rökum. Eyjólfur kallar eftir annars konar mælitækjum til að meta bókstafaþekkingu nemenda. Á Læsisvef Menntamálastofnunar má nú þegar finna próf sem meta þekkingu nemenda á heitum og hljóðum bókstafa og standa þau öllum kennurum til boða. Mikilvægt er þó að þróa þessi próf enn frekar, meðal annars með því að bæta við þau mælingu á fimi eins og Dr. Dehaene varð svo tíðrætt um í erindi sínu. Eyjólfur heldur fram að rannsóknir sýni fram á kvíða og skerta sjálfsmynd af völdum lesfimiprófa og ritar nafn fræðimannsins Heikki Lyytinen í sviga þar fyrir aftan sem tilvísun, þó án þess að geta nákvæmrar heimildar. Slík áhrif hafa ekki verið rannsökuð hér á landi og þrátt fyrir nokkra leit í fræðigreinum Lyytinen tekst mér ekki að finna þá heimild sem gæti átt við. Það er alvarlegt að fara með eigin skoðanir eins og um rannsakað efni sé að ræða. Skortur á faglegum vinnubrögðum í rannsóknum er eitthvað sem Eyjólfur sjálfur gagnrýnir í grein sinni. Að lokum vil ég hvetja Eyjólf og aðra sem hafa áhuga á málþroska, læsi og lestrarkennslu að koma á ráðstefnu sem haldin verður af Rannsóknastofu um þroska, læsi og líðan til heiðurs Steinunni Torfadóttur lektors, sem senn lætur af störfum við Menntvísindasvið HÍ. Hún hefur í sínu farsæla starfi einmitt haldið á lofti gagnreyndum kennsluháttum í þeim anda sem Eyjólfur talar fyrir í greininni og haft fræðigreinar ofangreindra sérfræðinga á leslista í námskeiðum sínum um árabil. Ráðstefnan Læsi og lestrarkennsla: Leiðir til árangurs verður haldin í Skriðu, fyrirlestrasal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð, þann 17. mars og hefst klukkan 15. Þar verður fjallað um gagnreyndar aðferðir tengdar málþroska, læsi og lestrarkennslu og kynntar niðurstöður nýjustu rannsókna á því sviði hérlendis. Erindin munu spanna vítt svið læsis þar sem Jóhanna Thelma Einarsdóttir fjallar um breytileika í málþroska leikskólabarna, Sigríður Ólafsdóttir um tvítyngi og læsi, Kristján Ketill Stefánsson um aðferðir til þess að sporna við minnkandi lestraránægju og Freyja Birgisdóttir ræðir um hvort leshraði sé á kostnað lesskilnings. Undirrituð mun ásamt Önnu-Lind Pétursdóttur og Ameliu Larimer fjalla um afar umfangsmikla rannsókn á lestrarkennslu, lestrarmati og lestrarfærni ungra barna sem nú hefur staðið yfir í hartnær tvö ár og er enn verið að safna gögnum. Fyrir hönd Rannsóknastofu um þroska, læsi og líðan. Höfundur er grunnskólakennari, læsisfræðingur og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni. 4. mars 2023 15:31 Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 4. mars og fjallar þar um lestrarkennslu. Það er jákvætt að alþingismaður skuli veita málaflokknum athygli og má taka undir sumt í greininni. Þó eru þar rangfærslur sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þær eru í andstöðu við það sem þeir erlendu sérfræðingar sem hann vísar í hafa haldið fram og tillögur Eyjólfs eru margar hverjar ekki studdar með niðurstöðum rannsókna. Eyjólfur vill láta hætta leshraðamælingum þ.e. lesfimiprófunumog vísar í fræðikonurnar Kate Nation og Margret Snowling máli sínu til stuðnings. Ef hlustað er á erindi þeirra á ráðstefnunni Læsi er lykill að menntun sem Eyjólfur vísar til, má á 1:28 mínútu í erindi Nation heyra hana svara því til að gott sé að meta lesfimi hjá börnum, m.a. vegna þess að lesfimipróf séu mjög næm fyrir einstaklingsmun í lestri og að slök lesfimi gefi vísbendingar um að barn þurfi sérstakan stuðning (sjá upptöku af fyrirlestrinum hér https://livestream.com/hi/laesierlykilladmenntun/videos/229712659). Í fræðigreinum eftir Nation og Snowling er heldur hvergi að finna andstöðu við leshraðamælingar. Því er mjög óheppilegt að Eyjólfur vísi í orð þessara fræðimanna á þennan hátt. Eyjólfur nefnir heimsókn Dr. Stanislas Dehaene sem hélt erindi þann 3. mars á málþinginu Heili, nám og færni. Þar tók Dr. Dehaene sérstaklega fram að hann væri mjög ánægður með að hér á landi væri metinn fjöldi rétt lesinna orða á mínútu. Vissulega væri mikilvægt að meta lesskilning einnig, en ekki mætti gleyma því að lesfimi væri ein forsenda lesskilnings. Í erindi sínu öllu lagði Dehaene mikla áherslu á hljóðaaðferðina eins og Eyjólfur nefnir, en ekki bara hvaða hljóðaaðferð sem er, heldur markvissa beina kennslu með mikilli áherslu á endurtekningu og uppbyggingu fimi eða sjálfvirkni, sem lesfimiprófin mæla. Markviss kennsla og mat á árangri hennar helst í hendur. Hluti lesfimiprófanna sem Eyjólfur vill að verði afnuminn eru svo kölluð stuðningspróf sem kennari getur gripið til ef útkoman úr lesfimihlutanum bendir til vanda. Annað þeirra metur færni nemenda í að lesa orðleysur sem eru bullorð sem fylgja reglum um rithátt en eru merkingarlaus. Lestur orðleysa er því mjög góð mæling á stöðu og framförum í umskráningu því útilokað er að nemandi þekki orðið. Erfiðleikar við lestur orðleysa eru auk þess eitt megin einkenni lesblindu og mat á lestri þeirra veigamikill hluti greininga á lesblindu um allan heim. Verði þessi próf lögð niður missa kennarar mikilvægt verkfæri til að meta stöðu einstakra nemenda. Tillaga Eyjólfs er því illskiljanleg og ekki studd fræðilegum rökum. Eyjólfur kallar eftir annars konar mælitækjum til að meta bókstafaþekkingu nemenda. Á Læsisvef Menntamálastofnunar má nú þegar finna próf sem meta þekkingu nemenda á heitum og hljóðum bókstafa og standa þau öllum kennurum til boða. Mikilvægt er þó að þróa þessi próf enn frekar, meðal annars með því að bæta við þau mælingu á fimi eins og Dr. Dehaene varð svo tíðrætt um í erindi sínu. Eyjólfur heldur fram að rannsóknir sýni fram á kvíða og skerta sjálfsmynd af völdum lesfimiprófa og ritar nafn fræðimannsins Heikki Lyytinen í sviga þar fyrir aftan sem tilvísun, þó án þess að geta nákvæmrar heimildar. Slík áhrif hafa ekki verið rannsökuð hér á landi og þrátt fyrir nokkra leit í fræðigreinum Lyytinen tekst mér ekki að finna þá heimild sem gæti átt við. Það er alvarlegt að fara með eigin skoðanir eins og um rannsakað efni sé að ræða. Skortur á faglegum vinnubrögðum í rannsóknum er eitthvað sem Eyjólfur sjálfur gagnrýnir í grein sinni. Að lokum vil ég hvetja Eyjólf og aðra sem hafa áhuga á málþroska, læsi og lestrarkennslu að koma á ráðstefnu sem haldin verður af Rannsóknastofu um þroska, læsi og líðan til heiðurs Steinunni Torfadóttur lektors, sem senn lætur af störfum við Menntvísindasvið HÍ. Hún hefur í sínu farsæla starfi einmitt haldið á lofti gagnreyndum kennsluháttum í þeim anda sem Eyjólfur talar fyrir í greininni og haft fræðigreinar ofangreindra sérfræðinga á leslista í námskeiðum sínum um árabil. Ráðstefnan Læsi og lestrarkennsla: Leiðir til árangurs verður haldin í Skriðu, fyrirlestrasal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð, þann 17. mars og hefst klukkan 15. Þar verður fjallað um gagnreyndar aðferðir tengdar málþroska, læsi og lestrarkennslu og kynntar niðurstöður nýjustu rannsókna á því sviði hérlendis. Erindin munu spanna vítt svið læsis þar sem Jóhanna Thelma Einarsdóttir fjallar um breytileika í málþroska leikskólabarna, Sigríður Ólafsdóttir um tvítyngi og læsi, Kristján Ketill Stefánsson um aðferðir til þess að sporna við minnkandi lestraránægju og Freyja Birgisdóttir ræðir um hvort leshraði sé á kostnað lesskilnings. Undirrituð mun ásamt Önnu-Lind Pétursdóttur og Ameliu Larimer fjalla um afar umfangsmikla rannsókn á lestrarkennslu, lestrarmati og lestrarfærni ungra barna sem nú hefur staðið yfir í hartnær tvö ár og er enn verið að safna gögnum. Fyrir hönd Rannsóknastofu um þroska, læsi og líðan. Höfundur er grunnskólakennari, læsisfræðingur og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni. 4. mars 2023 15:31
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun