Staðbundin nýsköpun í alþjóðlegum heimi Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar 6. mars 2023 11:01 Í Breiðholti hefur nú í 9 ár verið starfrækt nýsköpunarmiðstöð sem gengur undir heitinu Fab Lab Reykjavík en hún var opnuð 4. janúar 2014. Markmiðið hefur frá upphafi verið að stuðla að auknum áhuga á tækni, styðja nemendur og skóla við að þróa þekkingu sína á aðferðum nýsköpunar og auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Daglega sækja þangað nemendur og kennarar á öllum aldri, frumkvöðlar og íbúar til að smíða hugmyndir sínar. Fab Lab Reykjavík er leikvöllur hugmyndanna þar sem sköpunarkraftur tengir fólk saman, í smiðjunni má sjá sköpun í allri sinni breidd, allt frá heimasmíðuðum afmælisgjöfum og upp í rafmagnssportbíla. Mikil samvinna er við menntastofnanir á öllum skólastigum og hafa kennarar fengið þjálfun í gegnum Fab-Academy. Staðsetning Fab Lab í stærsta framhaldsskóla landsins, Fjölbraut í Breiðholti, undirstrikar þessi tengsl. Grunnskólar hafa nýtt sér starfsemina mikið og hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar gert nemendum kleift að nýta þekkingu og aðstöðu fyrir kraftmikið nýsköpunarnám þeirra. Sömuleiðis hefur velferðasvið Reykjavíkurborgar gert fjölda aðila kleift að nýta þessi tækifæri. Almenningur hefur einnig nýtt sér þetta vel. Staðsetning Fab Lab smiðjunnar í nærumhverfi kröftugs fjölmenningarsamfélags tengir saman hið staðbundna og alþjóðlega og virkar sem gluggi út í Heim. Nú má sjá árangur þessa breiða stuðnings við hugmyndir á fyrstu stigum þar sem mikilvægar umhverfislausnir eru að klekjast út. Dæmi eru: Sidewind sem nýtir hliðarvind til að framleiða græna orku fyrir gámaskip sem lið í orkuskiptum, sjálfvirk gróðurhús Surova sem framleiða vistvænna grænmeti en áður hefur sést og MbioBox sem eru að þróa efni sem hefur eiginleika frauðplasts en er framleitt úr sveppum, Lupine project, BioReactor frá Atmonia og svo mætti lengi telja. Þessar hugmyndir, auk þeirra mörg hundruð hugmynda sem hafa verið prófaðar af námsmönnum, grúskurum og kennurum, hafa samhljóm með þeim áskorunum sem mannfólkið stendur frammi fyrir. Þær stuðla allar að sjálfbærari framtíð. Ferlið frá því að fólk fær hugmynd heima í eldhúsi og þar til að frumgerð fæðist, getur verið langt og þarfnast stuðnings. Þannig stuðning veitir Fab Lab í Reykjavík með frábæru starfsfólki, tækjum og umhverfi af bestu gerð. Fab Lab er samstarfsverkefni ráðuneyta menntunar og nýsköpunar, Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Reykjavíkurborgar. Starfið tengist vel stefnumörkun þessarra aðila um nýsköpun, þróun í námi og áætlunum um sjálfbæra þróun. Sem flaggskip hefur Fab Lab Reykjavík verið mikilvægur aðili inn í alþjóðlegt samhengi slíkra nýsköpunarmiðstöðva og sinnir af miklum krafti alþjóðlegri miðlun þekkingar og þróunar. Finna má Fab Löb víða um landið og mynda þau þétt samstarfsnet hér innanlands. Líkja má þessum miðstöðvum við fæðingarheimili nýsköpunarhugmynda sem munu í sífellt auknum mæli renna frekari stoðum undir samfélag okkar með afurðum sínum sem nýtast öllum heiminum. Fyrir frekari upplýsingar er vísað í nýútkomna ársskýrslu Fab Lab Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Reykajavíkurborgar í stjórn Fab Lab í Reykjavík https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-24-vindmyllur-sem-geta-framleitt-5-30-af-orkuthorf-skipa https://www.vb.is/frettir/hljota-14-milljarda-styrk-fra-esb/ https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-01-13/5217422 https://www.surova.tech/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Nýsköpun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í Breiðholti hefur nú í 9 ár verið starfrækt nýsköpunarmiðstöð sem gengur undir heitinu Fab Lab Reykjavík en hún var opnuð 4. janúar 2014. Markmiðið hefur frá upphafi verið að stuðla að auknum áhuga á tækni, styðja nemendur og skóla við að þróa þekkingu sína á aðferðum nýsköpunar og auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Daglega sækja þangað nemendur og kennarar á öllum aldri, frumkvöðlar og íbúar til að smíða hugmyndir sínar. Fab Lab Reykjavík er leikvöllur hugmyndanna þar sem sköpunarkraftur tengir fólk saman, í smiðjunni má sjá sköpun í allri sinni breidd, allt frá heimasmíðuðum afmælisgjöfum og upp í rafmagnssportbíla. Mikil samvinna er við menntastofnanir á öllum skólastigum og hafa kennarar fengið þjálfun í gegnum Fab-Academy. Staðsetning Fab Lab í stærsta framhaldsskóla landsins, Fjölbraut í Breiðholti, undirstrikar þessi tengsl. Grunnskólar hafa nýtt sér starfsemina mikið og hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar gert nemendum kleift að nýta þekkingu og aðstöðu fyrir kraftmikið nýsköpunarnám þeirra. Sömuleiðis hefur velferðasvið Reykjavíkurborgar gert fjölda aðila kleift að nýta þessi tækifæri. Almenningur hefur einnig nýtt sér þetta vel. Staðsetning Fab Lab smiðjunnar í nærumhverfi kröftugs fjölmenningarsamfélags tengir saman hið staðbundna og alþjóðlega og virkar sem gluggi út í Heim. Nú má sjá árangur þessa breiða stuðnings við hugmyndir á fyrstu stigum þar sem mikilvægar umhverfislausnir eru að klekjast út. Dæmi eru: Sidewind sem nýtir hliðarvind til að framleiða græna orku fyrir gámaskip sem lið í orkuskiptum, sjálfvirk gróðurhús Surova sem framleiða vistvænna grænmeti en áður hefur sést og MbioBox sem eru að þróa efni sem hefur eiginleika frauðplasts en er framleitt úr sveppum, Lupine project, BioReactor frá Atmonia og svo mætti lengi telja. Þessar hugmyndir, auk þeirra mörg hundruð hugmynda sem hafa verið prófaðar af námsmönnum, grúskurum og kennurum, hafa samhljóm með þeim áskorunum sem mannfólkið stendur frammi fyrir. Þær stuðla allar að sjálfbærari framtíð. Ferlið frá því að fólk fær hugmynd heima í eldhúsi og þar til að frumgerð fæðist, getur verið langt og þarfnast stuðnings. Þannig stuðning veitir Fab Lab í Reykjavík með frábæru starfsfólki, tækjum og umhverfi af bestu gerð. Fab Lab er samstarfsverkefni ráðuneyta menntunar og nýsköpunar, Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Reykjavíkurborgar. Starfið tengist vel stefnumörkun þessarra aðila um nýsköpun, þróun í námi og áætlunum um sjálfbæra þróun. Sem flaggskip hefur Fab Lab Reykjavík verið mikilvægur aðili inn í alþjóðlegt samhengi slíkra nýsköpunarmiðstöðva og sinnir af miklum krafti alþjóðlegri miðlun þekkingar og þróunar. Finna má Fab Löb víða um landið og mynda þau þétt samstarfsnet hér innanlands. Líkja má þessum miðstöðvum við fæðingarheimili nýsköpunarhugmynda sem munu í sífellt auknum mæli renna frekari stoðum undir samfélag okkar með afurðum sínum sem nýtast öllum heiminum. Fyrir frekari upplýsingar er vísað í nýútkomna ársskýrslu Fab Lab Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Reykajavíkurborgar í stjórn Fab Lab í Reykjavík https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-24-vindmyllur-sem-geta-framleitt-5-30-af-orkuthorf-skipa https://www.vb.is/frettir/hljota-14-milljarda-styrk-fra-esb/ https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-01-13/5217422 https://www.surova.tech/
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar