Albert skoraði og lagði upp í mikilvægum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2023 21:20 Albert var frábær í kvöld. Twitter@GenoaCFC Albert Guðmundsson skoraði og lagði upp tvö mörk í 4-0 stórsigri Genoa á Cosenza í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrir Jong Ajax í hollensku B-deildinni og Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni. Genoa hafði átt erfitt uppdráttar undanfarið og þurfti sigur gegn Cosenza í kvöld til að komast aftur upp í 2. sæti Serie B. Albert var allt í öllu framan af í liði Genoa sem vann einstaklega sannfærandi 4-0 sigur. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins en það skoraði Radu Dragusin eftir rúmlega hálftíma. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Í þeim síðari tvöfaldaði Albert forystuna á 57. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar gerði George Puscas endanlega út um leikinn. Filip Jagiello bætti við fjórða markinu eftir sendingu frá Alberti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Skömmu síðar var Albert tekinn af velli. pic.twitter.com/lEd3NqeoIa— Genoa CFC (@GenoaCFC) March 6, 2023 Leiknum lauk með öruggum 4-0 sigri Genoa sem lyfti sér þar með aftur upp í 2. sæti Serie B. Liðið er þó aðeins með stigi meira en Bari í 3. sæti og þremur stigum meira en Sudtirol í 4. sæti. Það er því ljóst að baráttan um annað sætið, sem þýðir Serie A á næstu leiktíð, verður hörð allt til loka tímabilsins. Í hollensku B-deildinni tók Jong Ajax á móti Oss í fallbaráttu slag. Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn á miðju Jong Ajax og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. #jajoss— AFC Ajax (@AFCAjax) March 6, 2023 Jong Ajax er í 17. sæti hollensku B-deildarinnar með 28 stig að loknum 27 leikjum. Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos þegar liðið mætti Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri Panathinaikos sem tyllti sér þar með aftur á topp deildarinnar. . .#Panathinaikos #PAOFC2022_23 #PAOPAN #slgr #StoiximanSuperLeague pic.twitter.com/WfH5ItuYex— Panathinaikos F.C. (@paofc_) March 6, 2023 Panathinaikos er með 58 stig að loknum 25 leikjum en AEK Aþena með 56 stig að loknum 24 leikjum. Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Genoa hafði átt erfitt uppdráttar undanfarið og þurfti sigur gegn Cosenza í kvöld til að komast aftur upp í 2. sæti Serie B. Albert var allt í öllu framan af í liði Genoa sem vann einstaklega sannfærandi 4-0 sigur. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins en það skoraði Radu Dragusin eftir rúmlega hálftíma. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Í þeim síðari tvöfaldaði Albert forystuna á 57. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar gerði George Puscas endanlega út um leikinn. Filip Jagiello bætti við fjórða markinu eftir sendingu frá Alberti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Skömmu síðar var Albert tekinn af velli. pic.twitter.com/lEd3NqeoIa— Genoa CFC (@GenoaCFC) March 6, 2023 Leiknum lauk með öruggum 4-0 sigri Genoa sem lyfti sér þar með aftur upp í 2. sæti Serie B. Liðið er þó aðeins með stigi meira en Bari í 3. sæti og þremur stigum meira en Sudtirol í 4. sæti. Það er því ljóst að baráttan um annað sætið, sem þýðir Serie A á næstu leiktíð, verður hörð allt til loka tímabilsins. Í hollensku B-deildinni tók Jong Ajax á móti Oss í fallbaráttu slag. Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn á miðju Jong Ajax og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. #jajoss— AFC Ajax (@AFCAjax) March 6, 2023 Jong Ajax er í 17. sæti hollensku B-deildarinnar með 28 stig að loknum 27 leikjum. Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos þegar liðið mætti Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri Panathinaikos sem tyllti sér þar með aftur á topp deildarinnar. . .#Panathinaikos #PAOFC2022_23 #PAOPAN #slgr #StoiximanSuperLeague pic.twitter.com/WfH5ItuYex— Panathinaikos F.C. (@paofc_) March 6, 2023 Panathinaikos er með 58 stig að loknum 25 leikjum en AEK Aþena með 56 stig að loknum 24 leikjum.
Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira