Viltu þá að atvinnuleysið verði hér 10%, viltu það í alvöru Jón Ingi? Jón Ingi Hákonarson skrifar 7. mars 2023 10:00 Góður félagi minn spurði mig hneykslaður um helgina þegar evruna bar á góma, “viltu þá að hér verði 10% atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu, viltu það í alvöru Jón Ingi”? Ég spurði á móti “af hverju segirðu það”? “Það er bara þannig, við getum ekki haldið atvinnustiginu uppi ef við tökum upp Evru”, sagði hann rétt eins og það væri náttúrulögmál. En er það svo? Þetta stutta samtal fékk mig til að hugsa um allar þær mýtur og klisjur sem í gangi eru og móta hugmyndir okkar og afstöðu gagnvart aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru. Þessi lenska að reyna að drepa umræðuna með því að telja manni trú um að hér muni bara upplausn ráða ríkjum ef við tökum upp regluverk Evrópusambandsins. Umræðan minnir mann stundum á hræðsluáróður þeirra sem vildu ekki leyfa sölu bjórs í ríkinu á sínum tíma og reyndu að telja þjóðinni trú um að ekki myndi renna af henni og þjóðfélagið færi beint til ansk…..ns. Raunin varð önnur. Ég ákvað því að skoða þessar tölur og reyna að átta mig stöðu mála. Nýjustu tölur eru frá janúar 2023, þær segja okkur að hér á landi er atvinnuleysið 3,7% en í Evrópusambandinu í heild sinni er atvinnuleysi að meðaltali 6,1%. Töluverður munur þar á ferðinni, en atvinnuleysi innan ESB er allt frá 2,5% í Tékklandi og upp í 13%. Grikkland og Spánn skera sig alveg úr með 11% og 13% atvinnuleysi. Það nefnilega þannig að það hin 27 ríki Evrópusambandsins eru jafn ólík og þau eru mörg. Atvinnulíf og efnahagsstjórnun er fjölbreytt, allt frá hinu stöðuga Þýskalandi yfir í efnahagsóstöðuleika Grikkja. Þau ríki sem hafa glímt við mikið langtímaatvinnuleysi eins og Spánn búa við mjög ósveigjanlega vinnulöggjöf. Á Spáni er mjög dýrt að ráða fólk til vinnu og mjög erfitt og kostnaðarsamamt að segja fólki upp. Það hefur leitt til varanlegs langtíma atvinnuleysis, sér í lagi meðal ungs fólks. Þetta hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera eða veru þeirra í ESB. Þetta er sjálfstætt heimatilbúið vandamál sem Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum að leysa. Grikkir hafa búið við óstjórn og spillingu í langan tíma sem skýrir að mestu hið mikla atvinnuleysi þar. Um þriðjungur ríkja Evrópusambandsins er með svipað eða minna atvinnuleysi en á Íslandi. Ástæður atvinnuleysis eru ólíkar eftir löndum rétt eins og í Bandaríkjunum en þar er mikill munur á atvinnuleysi eftir fylkjum. Í janúar var atvinnuleysi mest í Nevada 5,5% en lægst í Norður Dakota 2,1%. Munurinn hefur minna með dollarann að gera og meira með staðbundnar aðstæður. Atvinnuleysið í Nevada er helst vegna hruns ferðaþjónustunnar í kjölfar Covid 19 en matvælaiðnaðurinn er uppistaða efnahagslífsins í Norður Dakota og þar hafa minni sveiflur verið. Eins er það með Evrópu, staðbundnar aðstæður hafa mest áhrif á atvinnuleysi. Það er erfitt að bera saman Tékkland og Grikkland eins og Nevada og Norður Dakota. Það er a.m.k. hægt að slá því föstu að upptaka Evrunnar muni ekki hafa neikvæð áhrif á atvinnustigið í landinu. Staðbundnar aðstæður munu ráða þar ferðinni. Við sjáum það hér á Íslandi að þau fyrirtæki sem fá að gera upp í Evrum blómstra sem aldrei fyrr. Það bendir til þess að íslensk fyrirtæki munu styrkja samkeppnis- og rekstrarstöðu til muna fái þau að notast við Evrur. Mun það ekki hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn? Ég myndi halda það. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Góður félagi minn spurði mig hneykslaður um helgina þegar evruna bar á góma, “viltu þá að hér verði 10% atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu, viltu það í alvöru Jón Ingi”? Ég spurði á móti “af hverju segirðu það”? “Það er bara þannig, við getum ekki haldið atvinnustiginu uppi ef við tökum upp Evru”, sagði hann rétt eins og það væri náttúrulögmál. En er það svo? Þetta stutta samtal fékk mig til að hugsa um allar þær mýtur og klisjur sem í gangi eru og móta hugmyndir okkar og afstöðu gagnvart aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru. Þessi lenska að reyna að drepa umræðuna með því að telja manni trú um að hér muni bara upplausn ráða ríkjum ef við tökum upp regluverk Evrópusambandsins. Umræðan minnir mann stundum á hræðsluáróður þeirra sem vildu ekki leyfa sölu bjórs í ríkinu á sínum tíma og reyndu að telja þjóðinni trú um að ekki myndi renna af henni og þjóðfélagið færi beint til ansk…..ns. Raunin varð önnur. Ég ákvað því að skoða þessar tölur og reyna að átta mig stöðu mála. Nýjustu tölur eru frá janúar 2023, þær segja okkur að hér á landi er atvinnuleysið 3,7% en í Evrópusambandinu í heild sinni er atvinnuleysi að meðaltali 6,1%. Töluverður munur þar á ferðinni, en atvinnuleysi innan ESB er allt frá 2,5% í Tékklandi og upp í 13%. Grikkland og Spánn skera sig alveg úr með 11% og 13% atvinnuleysi. Það nefnilega þannig að það hin 27 ríki Evrópusambandsins eru jafn ólík og þau eru mörg. Atvinnulíf og efnahagsstjórnun er fjölbreytt, allt frá hinu stöðuga Þýskalandi yfir í efnahagsóstöðuleika Grikkja. Þau ríki sem hafa glímt við mikið langtímaatvinnuleysi eins og Spánn búa við mjög ósveigjanlega vinnulöggjöf. Á Spáni er mjög dýrt að ráða fólk til vinnu og mjög erfitt og kostnaðarsamamt að segja fólki upp. Það hefur leitt til varanlegs langtíma atvinnuleysis, sér í lagi meðal ungs fólks. Þetta hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera eða veru þeirra í ESB. Þetta er sjálfstætt heimatilbúið vandamál sem Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum að leysa. Grikkir hafa búið við óstjórn og spillingu í langan tíma sem skýrir að mestu hið mikla atvinnuleysi þar. Um þriðjungur ríkja Evrópusambandsins er með svipað eða minna atvinnuleysi en á Íslandi. Ástæður atvinnuleysis eru ólíkar eftir löndum rétt eins og í Bandaríkjunum en þar er mikill munur á atvinnuleysi eftir fylkjum. Í janúar var atvinnuleysi mest í Nevada 5,5% en lægst í Norður Dakota 2,1%. Munurinn hefur minna með dollarann að gera og meira með staðbundnar aðstæður. Atvinnuleysið í Nevada er helst vegna hruns ferðaþjónustunnar í kjölfar Covid 19 en matvælaiðnaðurinn er uppistaða efnahagslífsins í Norður Dakota og þar hafa minni sveiflur verið. Eins er það með Evrópu, staðbundnar aðstæður hafa mest áhrif á atvinnuleysi. Það er erfitt að bera saman Tékkland og Grikkland eins og Nevada og Norður Dakota. Það er a.m.k. hægt að slá því föstu að upptaka Evrunnar muni ekki hafa neikvæð áhrif á atvinnustigið í landinu. Staðbundnar aðstæður munu ráða þar ferðinni. Við sjáum það hér á Íslandi að þau fyrirtæki sem fá að gera upp í Evrum blómstra sem aldrei fyrr. Það bendir til þess að íslensk fyrirtæki munu styrkja samkeppnis- og rekstrarstöðu til muna fái þau að notast við Evrur. Mun það ekki hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn? Ég myndi halda það. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun