Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ þar sem segir að síðustu miðarnir á leikinn hafi selst í gærkvöld, sem sagt um það leyti sem Ísland galt afhroð gegn Tékklandi ytra, 22-17.
Leikurinn á sunnudag hefur mikla þýðingu þrátt fyrir að nánast öruggt sé að bæði Ísland og Tékkland komist á Evrópumótið, sem fram fer í Þýskalandi í janúar.

Tékkland og Ísland eru í efstu tveimur sætum síns undanriðils en hin tvö liðin í riðlinum eru Ísrael og Eistland sem bæði Tékkar og Íslendingar unnu af miklu öryggi fyrr í vetur.
Ísland þarf sex marka sigur gegn Tékklandi á sunnudag til að geta tryggt sér efsta sætið í undanriðlinum en það myndi jafnframt skila Íslendingum sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í riðla á EM. Þar með gæti Ísland sloppið við öll bestu lið Evrópu í riðlakeppninni.