Heildin hafi það býsna gott Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2023 11:42 Gunnar Jakobsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þetta var á meðal þess sem fram kom á fundi Gunnars og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Á fundinum var farið yfir nýlega skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Spurt um fjármálastöðugleika heimilanna Á fundinum gafst nefndarmönnum tækifæri á að spyrja Ásgeir og Gunnar út í fjármálastöðugleika gér á landi og skýrslu nefndarinnar. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar var einn af þeim sem beindi spurningu til Ásgeirs og Gunnar. Horfa má á fundinn í heild sinni hér að neðan. Í spurningunni minntist Logi á að miðað við háa verðbólgu hér á landi og ýmsar verðhækkanir væri hann ekki viss um að heimilin í landinu væru að upplifa mikinn fjármálastöðugleika. Gunnar greip þessa athugasemd Loga á lofti og svaraði þessum vangaveltum hans. „Nú ætla ég ekki að draga úr því að það eru vissulega heimili sem eru ekki vel stödd og eiga erfitt með að takast á við verðbólguna,“ sagði Gunnar. Mikil endurnýjun fasteignalána gefi góða yfirsýn Benti Gunnar þó á að frá því byrjun árs 2020 til dagsins í dag hafi launavísitala hækkað um þrjátíu prósent auk þess sem að ráðist hafi verið í breytingar á skattkerfinu á sama tíma. Þá hefði Seðlabankinnn ágæt gögn um greiðslubyrði fasteignalána. „Stokkurinn af fasteignalánum hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil 60 til 70 prósent af stokknum hefur endurnýjast. Þannig að við vitum hver laun þeirra er sem tóku lán á þessum tíma. Það hefur ekki orðið meiriháttar atvinnuleysi. Flestir hafa verið í svipaðri eða sömu vinnu og þeir voru árið 2020. Laun hafa hækkað á þessu tímabili,“ sagði Gunnar. Erfið dæmi á jarðrinum sem væri hlutverk stjórnmálamanna að fást við Vissulega hafi afborgarnir af lánum hækkað með vaxtahækkunum í kjölfar stýrivaxtahækkana seðlabankans, auk áhrifa hárrar verðbólgu á verðtryggð lán. „En fyrir 75 prósent allra lánþega á fasteignamarkaði þá hefur greiðslan hækkað minna en þrjátíu þúsund á mánuði á meðan greiðslugetan hefur hækkað um margfeldi af því,“ sagði Gunnar. „Auðvitað eru dæmi á jaðrinum sem eru erfið. Sem er svolítið ykkar hlutverk að fást við á Alþingi, hvernig tryggjum við þá sem verst hafa það og hafa lægstu launin og svo framvegis,“ bætti hann við. Heildin hefði það sem samt áður ágætt. „En ef við horfum á heildina, þá hefur heildin það bara býsna gott á Íslandi þegar við horfum á fasteignamarkaðinn og fjármálastöðugleika heimilanna,“ sagði hann enn fremur og benti þingmönnum á að hafa áhyggjur af öðrum en meirihluta þeirra sem eiga fasteign hér á landi. „Áhyggjurnar okkar ættu að snúa að þeim sem gátu ekki keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þeirra sem eru með lægstu launin en ekki í einhverjar aðgerðir fyrir 75, 85, 90 prósent af þjóðinni.“ Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Alþingi Íslenska krónan Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem fram kom á fundi Gunnars og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Á fundinum var farið yfir nýlega skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Spurt um fjármálastöðugleika heimilanna Á fundinum gafst nefndarmönnum tækifæri á að spyrja Ásgeir og Gunnar út í fjármálastöðugleika gér á landi og skýrslu nefndarinnar. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar var einn af þeim sem beindi spurningu til Ásgeirs og Gunnar. Horfa má á fundinn í heild sinni hér að neðan. Í spurningunni minntist Logi á að miðað við háa verðbólgu hér á landi og ýmsar verðhækkanir væri hann ekki viss um að heimilin í landinu væru að upplifa mikinn fjármálastöðugleika. Gunnar greip þessa athugasemd Loga á lofti og svaraði þessum vangaveltum hans. „Nú ætla ég ekki að draga úr því að það eru vissulega heimili sem eru ekki vel stödd og eiga erfitt með að takast á við verðbólguna,“ sagði Gunnar. Mikil endurnýjun fasteignalána gefi góða yfirsýn Benti Gunnar þó á að frá því byrjun árs 2020 til dagsins í dag hafi launavísitala hækkað um þrjátíu prósent auk þess sem að ráðist hafi verið í breytingar á skattkerfinu á sama tíma. Þá hefði Seðlabankinnn ágæt gögn um greiðslubyrði fasteignalána. „Stokkurinn af fasteignalánum hefur endurnýjast á síðustu þremur árum. Um það bil 60 til 70 prósent af stokknum hefur endurnýjast. Þannig að við vitum hver laun þeirra er sem tóku lán á þessum tíma. Það hefur ekki orðið meiriháttar atvinnuleysi. Flestir hafa verið í svipaðri eða sömu vinnu og þeir voru árið 2020. Laun hafa hækkað á þessu tímabili,“ sagði Gunnar. Erfið dæmi á jarðrinum sem væri hlutverk stjórnmálamanna að fást við Vissulega hafi afborgarnir af lánum hækkað með vaxtahækkunum í kjölfar stýrivaxtahækkana seðlabankans, auk áhrifa hárrar verðbólgu á verðtryggð lán. „En fyrir 75 prósent allra lánþega á fasteignamarkaði þá hefur greiðslan hækkað minna en þrjátíu þúsund á mánuði á meðan greiðslugetan hefur hækkað um margfeldi af því,“ sagði Gunnar. „Auðvitað eru dæmi á jaðrinum sem eru erfið. Sem er svolítið ykkar hlutverk að fást við á Alþingi, hvernig tryggjum við þá sem verst hafa það og hafa lægstu launin og svo framvegis,“ bætti hann við. Heildin hefði það sem samt áður ágætt. „En ef við horfum á heildina, þá hefur heildin það bara býsna gott á Íslandi þegar við horfum á fasteignamarkaðinn og fjármálastöðugleika heimilanna,“ sagði hann enn fremur og benti þingmönnum á að hafa áhyggjur af öðrum en meirihluta þeirra sem eiga fasteign hér á landi. „Áhyggjurnar okkar ættu að snúa að þeim sem gátu ekki keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði. Þeirra sem eru með lægstu launin en ekki í einhverjar aðgerðir fyrir 75, 85, 90 prósent af þjóðinni.“
Verðlag Húsnæðismál Fasteignamarkaður Alþingi Íslenska krónan Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent