Fátæk börn í skugga metárs í fjármagnstekjum og arðgreiðslum Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2023 12:18 Mörg stórútgerðarfyrirtæki og bankar hafa skilað milljarða hagnaði undanfarin ár og fjármagnstekjur hafa aukist. Vísir/Vilhelm Þingmenn Flokks fólksins og Samfylkingarinnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi vegna vaxandi fjölda barna sem byggju við fátækt á Alþingi í dag. Á sama tíma væri metár í fjármagnstekjum og greiðslu arðs hjá stórútgerðinni. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa gripið til margvíslegra aðgerða fyrir þennan hóp og aðrar væru í undirbúningi. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fullyrðir að ríkisstjórnin sé stefnulaus þegar komi að aðgerðum gegn fátækt á Íslandi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í aðgerðir gegn fátækt barna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þingmennirnir vitnuðu í nýja skýrslu Barnaheilla um fjölgun frá 12,7 prósentum upp í 13,1 prósent í hópi barna sem byggju við fátækt á Íslandi. „Stefnuleysi stjórnvalda til að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi er algjört. Að vernda og tryggja ekki öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til góðrar heilsu með heilnæmum mat, þátttöku í tómstundum og til menntunar er skýlaust brot á mannréttindum þeirra. Sem gerir þau hornreka í íslensku samfélagi, í fátækt í boði ríkisstjórnarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Forsætisráðherra sagði ekki rétt að ekkert hefði verið gert í þessum málum. Ríkisstjórnin hefði gripið til markvissra aðgerða til að auka jöfnuð í samfélaginu. „Nærtækast er að nefna breytingar á skattkerfi í þágu hinna tekjulægstu. Eflingu barnabótakerfisins sem spilar auðvitað beint saman við það sem háttvirtur þingmaður er að nefna. Aukin áhersla á félagslegt húsnæði. Ég ryfja það upp hér að af því húsnæði sem hefur verið byggt hérna á undanförnum árum er hátt í þriðjungur byggður vegan aðgerða stjórnvalda,“ sagði Katrín. Breytingar á skattkerfinu og almannatryggingakerfinu hefðu allar miðað að því að bæta hag þeirra verst settu. Helga Vala Helgadóttir segir eina af stórútgerðunum hafa greitt út rúmlega fimm milljarða arð sem væri nánast sama upphæð og sama fyrrtæki hefði greitt í auðvliindagjald á sjö árum.Vísir/Vilhelm Helga Vala setti fjölda fátækra barna í samhengi við stöðu margra stórra fyrirtækja. Metár væri í fjármagnstekjum og metarðsemi hjá stórútgerðinni og bönkunum. Á tímum óðaverðbólgu þyrfti að sækja fjármagn þangað þar sem það væri að finna. „Svo dæmi sé tekið greiddi eitt sjávarútvegsfyrirtæki fimm komma fjóra milljarða í arð til eigenda sinna, bara á síðasta ári. Ef við setjum þetta í samhengi er þetta sama tala og þetta sama fyrirtæki hefur greitt í veiðigjöld samtals frá árinu 2016, í sjö ár,“ sagði Helga Vala. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld langt í frá hafa verið aðgerðalaus í að vinna gegn fátækt í landinu.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði mennta- og barnamálaráðherra vinna að stefnumótun þar sem meðal annars verði tekið tillit til efnahagslegra þátta. Þá væri matvælaráðherra að endurskoða fyrirkomulag veiðigjalda. „Krafan hlýtur að vera sú að þessi fyrirtæki sem eru að nýta okkar sameiginlegu auðlind skili sanngjörnum hluta til samfélagsins, sem á auðlindina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Betra hefði verið ef flokkar á Alþingi hefðu náð saman um að koma ákvæði um þau mál í stjórnarskrá þegar þær breytingar hefðu verið ræddar á þingi. Börn og uppeldi Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7. mars 2023 21:23 Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. 7. mars 2023 12:25 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins fullyrðir að ríkisstjórnin sé stefnulaus þegar komi að aðgerðum gegn fátækt á Íslandi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í aðgerðir gegn fátækt barna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þingmennirnir vitnuðu í nýja skýrslu Barnaheilla um fjölgun frá 12,7 prósentum upp í 13,1 prósent í hópi barna sem byggju við fátækt á Íslandi. „Stefnuleysi stjórnvalda til að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi er algjört. Að vernda og tryggja ekki öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til góðrar heilsu með heilnæmum mat, þátttöku í tómstundum og til menntunar er skýlaust brot á mannréttindum þeirra. Sem gerir þau hornreka í íslensku samfélagi, í fátækt í boði ríkisstjórnarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Forsætisráðherra sagði ekki rétt að ekkert hefði verið gert í þessum málum. Ríkisstjórnin hefði gripið til markvissra aðgerða til að auka jöfnuð í samfélaginu. „Nærtækast er að nefna breytingar á skattkerfi í þágu hinna tekjulægstu. Eflingu barnabótakerfisins sem spilar auðvitað beint saman við það sem háttvirtur þingmaður er að nefna. Aukin áhersla á félagslegt húsnæði. Ég ryfja það upp hér að af því húsnæði sem hefur verið byggt hérna á undanförnum árum er hátt í þriðjungur byggður vegan aðgerða stjórnvalda,“ sagði Katrín. Breytingar á skattkerfinu og almannatryggingakerfinu hefðu allar miðað að því að bæta hag þeirra verst settu. Helga Vala Helgadóttir segir eina af stórútgerðunum hafa greitt út rúmlega fimm milljarða arð sem væri nánast sama upphæð og sama fyrrtæki hefði greitt í auðvliindagjald á sjö árum.Vísir/Vilhelm Helga Vala setti fjölda fátækra barna í samhengi við stöðu margra stórra fyrirtækja. Metár væri í fjármagnstekjum og metarðsemi hjá stórútgerðinni og bönkunum. Á tímum óðaverðbólgu þyrfti að sækja fjármagn þangað þar sem það væri að finna. „Svo dæmi sé tekið greiddi eitt sjávarútvegsfyrirtæki fimm komma fjóra milljarða í arð til eigenda sinna, bara á síðasta ári. Ef við setjum þetta í samhengi er þetta sama tala og þetta sama fyrirtæki hefur greitt í veiðigjöld samtals frá árinu 2016, í sjö ár,“ sagði Helga Vala. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld langt í frá hafa verið aðgerðalaus í að vinna gegn fátækt í landinu.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði mennta- og barnamálaráðherra vinna að stefnumótun þar sem meðal annars verði tekið tillit til efnahagslegra þátta. Þá væri matvælaráðherra að endurskoða fyrirkomulag veiðigjalda. „Krafan hlýtur að vera sú að þessi fyrirtæki sem eru að nýta okkar sameiginlegu auðlind skili sanngjörnum hluta til samfélagsins, sem á auðlindina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Betra hefði verið ef flokkar á Alþingi hefðu náð saman um að koma ákvæði um þau mál í stjórnarskrá þegar þær breytingar hefðu verið ræddar á þingi.
Börn og uppeldi Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7. mars 2023 21:23 Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. 7. mars 2023 12:25 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll. 7. mars 2023 21:23
Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. 7. mars 2023 12:25