„Aron er enginn leiðtogi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2023 09:00 Aron Pálmarsson átti ekki góðan leik í Brno. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta vantar sárlega leiðtoga. Þetta var meðal þess sem var rætt í Handkastinu í gær. Ísland tapaði fyrir Tékklandi, 22-17, í Brno í undankeppni EM 2024 í fyrradag. Frammistaða íslenska liðsins var afleit, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem það skoraði aðeins sjö mörk. Arnar Daði Arnarsson lét gamminn geysa í Handkastinu ásamt Henry Birgi Gunnarssyni og Valtý Birni Valtýssyni. „Það er andleysi í færanýtingu og varnarleiknum í fyrri hálfleik. Menn kláruðu ekki maður á mann stöðu og þurftu alltaf hjálparvörn. Þetta er leiðtogalaus her. Það er enginn sem tekur af skarið. Jújú, við heyrðum einhver leikhlé þar sem menn voru gargandi út í loftið,“ sagði Arnar Daði. „Það er enginn sem tekur af skarið í sókninni. Gísli Þorgeir [Kristjánsson] hnoðar og hnoðar og hnoðar en ekkert kemur úr bakstrinum. Sóknarleikur í seinni hálfleik var algjörlega handónýtur. Eina sem gerðist í seinni hálfleik var að vörnin þéttist aðeins og Björgvin [Páll Gústavsson] hélt sjó. Og seinni bylgjan, þetta er eins og að horfa á krakka í 7. flokki hlaupa upp völlinn.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins, náði sér engan veginn á strik í leiknum í fyrradag. „Hver á að draga liðið upp úr skítnum? Hver er leiðtoginn? Aron Pálmarsson er fyrirliði en enginn leiðtogi. Hann sýnir það enn og aftur að hann höndlar ekki að vera leiðtogi í þessu liði. Hann skorar alltaf fyrsta mark leiksins og hann gerði það í gær en það var eina markið hans. Hann skoraði eitt mark úr fimm skotum og var með að minnsta kosti þrjá tapaða bolta,“ sagði Henry Birgir. „Aron var ævintýralega lélegur í þessum leik. Hann var brjálaður út í sjálfan sig. Við erum búin að bíða og bíða og bíða eftir að Aron stígi upp sem leiðtogi en það gerist ekki. Að mínu mati er Aron búinn að spila sig út sem byrjunarliðsmaður.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Tékklandi, 22-17, í Brno í undankeppni EM 2024 í fyrradag. Frammistaða íslenska liðsins var afleit, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem það skoraði aðeins sjö mörk. Arnar Daði Arnarsson lét gamminn geysa í Handkastinu ásamt Henry Birgi Gunnarssyni og Valtý Birni Valtýssyni. „Það er andleysi í færanýtingu og varnarleiknum í fyrri hálfleik. Menn kláruðu ekki maður á mann stöðu og þurftu alltaf hjálparvörn. Þetta er leiðtogalaus her. Það er enginn sem tekur af skarið. Jújú, við heyrðum einhver leikhlé þar sem menn voru gargandi út í loftið,“ sagði Arnar Daði. „Það er enginn sem tekur af skarið í sókninni. Gísli Þorgeir [Kristjánsson] hnoðar og hnoðar og hnoðar en ekkert kemur úr bakstrinum. Sóknarleikur í seinni hálfleik var algjörlega handónýtur. Eina sem gerðist í seinni hálfleik var að vörnin þéttist aðeins og Björgvin [Páll Gústavsson] hélt sjó. Og seinni bylgjan, þetta er eins og að horfa á krakka í 7. flokki hlaupa upp völlinn.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins, náði sér engan veginn á strik í leiknum í fyrradag. „Hver á að draga liðið upp úr skítnum? Hver er leiðtoginn? Aron Pálmarsson er fyrirliði en enginn leiðtogi. Hann sýnir það enn og aftur að hann höndlar ekki að vera leiðtogi í þessu liði. Hann skorar alltaf fyrsta mark leiksins og hann gerði það í gær en það var eina markið hans. Hann skoraði eitt mark úr fimm skotum og var með að minnsta kosti þrjá tapaða bolta,“ sagði Henry Birgir. „Aron var ævintýralega lélegur í þessum leik. Hann var brjálaður út í sjálfan sig. Við erum búin að bíða og bíða og bíða eftir að Aron stígi upp sem leiðtogi en það gerist ekki. Að mínu mati er Aron búinn að spila sig út sem byrjunarliðsmaður.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira