VR-ingar þurfa ábyrgan formann Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 9. mars 2023 16:31 Nú er formannskjör hafið í VR eins og kunnugt er. Sitjandi formaður sækist enn og aftur eftir endurkjöri þó að erindi hans í formannsstólinn sé satt að segja ekki mjög ljóst. Áhugasvið formannsins er þröngt og beinist nær eingöngu að húsnæðismálum og lífeyrissjóðsmálum. Enda þótt bráðar úrlausnir á húsnæðismarkaði séu sannarlega mjög brýnt verkefni þá þarf formaður í svo stóru stéttarfélagi eins og VR líka að gefa gaum að mörgu fleira. Formennsku í VR fylgir mikil ábyrgð og áhrifavald og þar hefur sitjandi formaður brugðist að undanförnu. Hann hafði til dæmis ekki dug í sér að fordæma hópuppsögn VR-félaga á skrifstofu Eflingar, þagði þunnu hljóði og lét fjölmiðlamenn ekki ná til sín. Hann hefur löngum gert mjög lítið úr hlutverki ASÍ og talað um að draga þyrfti verslunarmenn út úr sambandinu. Það kom því meira en lítið á óvart þegar hann vildi sjálfur skyndilega setjast í forsetastólinn hjá ASÍ til að sameina fylkingar og “stilla saman strengi”. En það fór nú þannig að hann guggnaði á framboði sínu á miðju ASÍ-þingi og skildi samherja sína í hreyfingunni eftir í hálfgerðu rugli í aðdraganda kjarasamninga, einmitt þegar mikið lá við að sýna samstöðu. Hringlandaháttur formannsins og flótti við gerð nýlegra kjarasamninga er síðan alkunnur. Slíkur leiðtogi er ekki heppilegur. Mikilvægt er fyrir VR-inga að nýta það tækifæri sem nú fæst í formannskjörinu og kjósa Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda sem hyggst einbeita sér af alefli að brýnum hagsmunum verslunar- og skrifstofufólks í vinnuumhverfi sem verður æ flóknara og alþjóðlegra, frambjóðanda sem vill leitast við að efla samstöðu innan VR og innan verkalýðshreyfingarinnar í heild í stað þeirrar sundrungar sem nú ríkir í hreyfingunni. Elva Hrönn leggur áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og vill stofna ungliðaráð innan VR og gefa þannig ungu fólki enn meira vægi en áður innan félagsins. Það er skynsamleg stefna því að ungt fólk er meirihluti félagsfólks. Ég hef verið svo heppin að kynnast báðum formannsframbjóðendunum og kostum þeirra en eins og málum er háttað mun Elva Hrönn Hjartardóttir fá mitt atkvæði því hún hefur víða sýn á þarfir og verkefni VR og skynjar leiðandi stöðu félagsins á vinnumarkaði, hún kann líka að hlusta á fólk og vinna með fólki sem mun koma sér vel í þeim vandasömu og hugsanlega afdrifaríku kjarasamningsviðræðum sem framundan eru á vinnumarkaði. Ég hef fulla trú á því að Elva Hrönn verði öflugur leiðtogi sem formaður VR og vil hvetja VR-félaga til að kynna sér áherslur og stefnumál hennar. Vonandi verðið þið sammála mér og kjósið Elvu Hrönn sem formann VR í kosningunum sem nú standa yfir. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er formannskjör hafið í VR eins og kunnugt er. Sitjandi formaður sækist enn og aftur eftir endurkjöri þó að erindi hans í formannsstólinn sé satt að segja ekki mjög ljóst. Áhugasvið formannsins er þröngt og beinist nær eingöngu að húsnæðismálum og lífeyrissjóðsmálum. Enda þótt bráðar úrlausnir á húsnæðismarkaði séu sannarlega mjög brýnt verkefni þá þarf formaður í svo stóru stéttarfélagi eins og VR líka að gefa gaum að mörgu fleira. Formennsku í VR fylgir mikil ábyrgð og áhrifavald og þar hefur sitjandi formaður brugðist að undanförnu. Hann hafði til dæmis ekki dug í sér að fordæma hópuppsögn VR-félaga á skrifstofu Eflingar, þagði þunnu hljóði og lét fjölmiðlamenn ekki ná til sín. Hann hefur löngum gert mjög lítið úr hlutverki ASÍ og talað um að draga þyrfti verslunarmenn út úr sambandinu. Það kom því meira en lítið á óvart þegar hann vildi sjálfur skyndilega setjast í forsetastólinn hjá ASÍ til að sameina fylkingar og “stilla saman strengi”. En það fór nú þannig að hann guggnaði á framboði sínu á miðju ASÍ-þingi og skildi samherja sína í hreyfingunni eftir í hálfgerðu rugli í aðdraganda kjarasamninga, einmitt þegar mikið lá við að sýna samstöðu. Hringlandaháttur formannsins og flótti við gerð nýlegra kjarasamninga er síðan alkunnur. Slíkur leiðtogi er ekki heppilegur. Mikilvægt er fyrir VR-inga að nýta það tækifæri sem nú fæst í formannskjörinu og kjósa Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda sem hyggst einbeita sér af alefli að brýnum hagsmunum verslunar- og skrifstofufólks í vinnuumhverfi sem verður æ flóknara og alþjóðlegra, frambjóðanda sem vill leitast við að efla samstöðu innan VR og innan verkalýðshreyfingarinnar í heild í stað þeirrar sundrungar sem nú ríkir í hreyfingunni. Elva Hrönn leggur áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og vill stofna ungliðaráð innan VR og gefa þannig ungu fólki enn meira vægi en áður innan félagsins. Það er skynsamleg stefna því að ungt fólk er meirihluti félagsfólks. Ég hef verið svo heppin að kynnast báðum formannsframbjóðendunum og kostum þeirra en eins og málum er háttað mun Elva Hrönn Hjartardóttir fá mitt atkvæði því hún hefur víða sýn á þarfir og verkefni VR og skynjar leiðandi stöðu félagsins á vinnumarkaði, hún kann líka að hlusta á fólk og vinna með fólki sem mun koma sér vel í þeim vandasömu og hugsanlega afdrifaríku kjarasamningsviðræðum sem framundan eru á vinnumarkaði. Ég hef fulla trú á því að Elva Hrönn verði öflugur leiðtogi sem formaður VR og vil hvetja VR-félaga til að kynna sér áherslur og stefnumál hennar. Vonandi verðið þið sammála mér og kjósið Elvu Hrönn sem formann VR í kosningunum sem nú standa yfir. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun