Kennarinn er ekki lengur uppfræðarinn með bókina! Kristín Cardew skrifar 9. mars 2023 23:00 Í nútíma þjóðfélagi hnattvæðingar og tækniþróunar, þar sem nálgast má allar upplýsingar, þekkingu og afþreyingu með einum smelli, hafa kröfur á kennara breyst. Þetta verða þeir varir við daglega og margir hverjir troða marvaða til að haldast á floti, en starfslýsingar kennara hafa lítið breyst og aðlögun að nýjum áherslum og starfsháttum ekki verið kynntar. Þeir moka sig í gegnum daginn og hrista fram hið óljósa hliðarsjálf kennarans, þ.e. hinn tölvulæsa, lausnamiðaða, félagsmótandi, leiðbeinandi og skapandi, bandamann/-konu barnsins, sem býr til öruggt og ákjósanlegt námsumhverfi fyrir hvert barn fyrir sig, hefur umsjón með námi þess og heldur nánu og góðu sambandi við nemendur, foreldra og samstarfsfólk sitt. (Áður en lengra er haldið verð ég að biðjast afsökunar á því að ávarpa alla kennara í karlkyni, þó flestir kennarar séu konur, en ég finn enga leið í kringum þetta á okkar góða máli). Í grein sinni „Afleiðingar streitu á heilsu“ sem birtist í 3. tbl. Sameykis 2022, talar Ingibjörg H. Jónsdóttir, prófessor og forstöðukona Institutet för Stressmedicin í Gautaborg, um að þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í atvinnumálum á síðustu áratugum, hafi í raun gert þau störf að álagsstörfum, sem áður voru talin heilbrigð, s.s. störf innan heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og félagsmálageirans. Breytingarnar séu hins vegar, því miður, gjarnan illa aðlagaðar að starfseminni, starfslýsingar óljósar, stjórnun óskýr og samskipti léleg. Þar við bætist mannekla sem stuðlar að auknu streituálagi og jafnvel kulnun. Allt rímar þetta heilmikið við stöðu kennara í dag. Þó að kennsluhættir í skólum hafi tekið nokkrum breytingum í áranna rás, þá hefur sú breyting ekki orðið á sama hraða og tækniþróunin, sem skall á með kinnhesti. Enn byggir námsefni að miklu leyti á kennslubókum og eyðufyllingarverkefnum, sem er ekki alveg nógu trúverðugt í augum þumalfingralipra nemenda. Það er því ekki sjálfgefið að þau beri virðingu fyrir kennara sínum, sem í þeirra augum, er á ákveðinn hátt að aðlaga þau að fortíð hans. Það er ómögulegt að spá fyrir um framtíðina og hvernig hún kemur til með að líta út, en eitt er víst að tækniþróunin er ekkert að hægja á sér. Hún er á fleygiferð inn í framtíðina, í frábærum félagsskap gervigreindar, tölvuskýja, sýndarveruleika og gagnaukins veruleika. Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á mikilvægi þess að skólarnir undirbúi nemendur sína fyrir starfsumhverfi og atvinnulíf sem byggir á tækniþekkingu, frumkvæði, nýsköpun og almenna kröfu um sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna og skapandi hugsun. Markmið og vinnubrögð kennarans þurfa því að vera þannig að kennarinn geti greitt götur nemenda í gagnaleit, þ.e. að hvetja þau til náms sem byggir á aðgangi að rauntíma og raunheima upplýsingum af netinu, en einnig af bókum og þjálfa með þeim þá hugsun að þau þurfi ávallt að hafa í huga að vinsa hismið frá kjarnanum. Kennarinn þarf að geta mætt hverju barni og ungmenni fyrir sig, sem einstaklingi með ólíkar þarfir, styrkleika, áhugamál og gáfur. Einstaklingsmiðað nám er því mjög þýðingarmikið til að nemendur geti haft áhrif á eigið nám og stöðu sína í skólastofunni. Á sama tíma og styrkja þarf nemendur einstaklingslega í náminu, þarf að huga að félagsmótun þeirra. Börn og ungmenni eyða gríðarlegum tíma fyrir framan skjáina við hin ýmsu afþreyingarsmáforrit, samfélagsmiðla og tölvuleiki. Samskiptin þeirra á milli fara gjarnan fram þar, við misgóðan árangur, fyrir utan hinn verulega skaðlega áhrifamátt staðalmynda, ofbeldis og kláms. Eitt af stóru hlutverkum kennarans er því að leiðbeina og aðstoða nemendur sína í mótun félagslegrar, tilfinningalegrar og hegðunarlegrar tilvistar. Það er í mörg horn að líta til að alhliða nám barna og ungmenna gangi upp, en til þess þarf að sundurgreina starf kennarans. Í þessum besta heimi allra heima þyrftu í rauninni margir fullorðnir að koma að hverjum nemendahópi og meiri sérhæfingu hjá kennurunum. Þannig væri mannauðurinn í hverjum skóla betur nýttur og samstilltur hópur kennara og fagaðila gæti stuðlað að því að hvert og eitt barn byggði upp seiglu, fyndi taktinn sinn í eigin námi og tæki það smátt og smátt í fangið. Það er þýðingarmikið fyrir barnið að það æfist í þeirri hugsun að það sé eimreiðin í eigin námi, en ekki síðasti vagninn sem dreginn er af kennaranum. Kristín Cardew er kennari og fræðilegur ráðgjafi hjá Fræðamiðstöð Hjallastefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í nútíma þjóðfélagi hnattvæðingar og tækniþróunar, þar sem nálgast má allar upplýsingar, þekkingu og afþreyingu með einum smelli, hafa kröfur á kennara breyst. Þetta verða þeir varir við daglega og margir hverjir troða marvaða til að haldast á floti, en starfslýsingar kennara hafa lítið breyst og aðlögun að nýjum áherslum og starfsháttum ekki verið kynntar. Þeir moka sig í gegnum daginn og hrista fram hið óljósa hliðarsjálf kennarans, þ.e. hinn tölvulæsa, lausnamiðaða, félagsmótandi, leiðbeinandi og skapandi, bandamann/-konu barnsins, sem býr til öruggt og ákjósanlegt námsumhverfi fyrir hvert barn fyrir sig, hefur umsjón með námi þess og heldur nánu og góðu sambandi við nemendur, foreldra og samstarfsfólk sitt. (Áður en lengra er haldið verð ég að biðjast afsökunar á því að ávarpa alla kennara í karlkyni, þó flestir kennarar séu konur, en ég finn enga leið í kringum þetta á okkar góða máli). Í grein sinni „Afleiðingar streitu á heilsu“ sem birtist í 3. tbl. Sameykis 2022, talar Ingibjörg H. Jónsdóttir, prófessor og forstöðukona Institutet för Stressmedicin í Gautaborg, um að þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í atvinnumálum á síðustu áratugum, hafi í raun gert þau störf að álagsstörfum, sem áður voru talin heilbrigð, s.s. störf innan heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og félagsmálageirans. Breytingarnar séu hins vegar, því miður, gjarnan illa aðlagaðar að starfseminni, starfslýsingar óljósar, stjórnun óskýr og samskipti léleg. Þar við bætist mannekla sem stuðlar að auknu streituálagi og jafnvel kulnun. Allt rímar þetta heilmikið við stöðu kennara í dag. Þó að kennsluhættir í skólum hafi tekið nokkrum breytingum í áranna rás, þá hefur sú breyting ekki orðið á sama hraða og tækniþróunin, sem skall á með kinnhesti. Enn byggir námsefni að miklu leyti á kennslubókum og eyðufyllingarverkefnum, sem er ekki alveg nógu trúverðugt í augum þumalfingralipra nemenda. Það er því ekki sjálfgefið að þau beri virðingu fyrir kennara sínum, sem í þeirra augum, er á ákveðinn hátt að aðlaga þau að fortíð hans. Það er ómögulegt að spá fyrir um framtíðina og hvernig hún kemur til með að líta út, en eitt er víst að tækniþróunin er ekkert að hægja á sér. Hún er á fleygiferð inn í framtíðina, í frábærum félagsskap gervigreindar, tölvuskýja, sýndarveruleika og gagnaukins veruleika. Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á mikilvægi þess að skólarnir undirbúi nemendur sína fyrir starfsumhverfi og atvinnulíf sem byggir á tækniþekkingu, frumkvæði, nýsköpun og almenna kröfu um sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna og skapandi hugsun. Markmið og vinnubrögð kennarans þurfa því að vera þannig að kennarinn geti greitt götur nemenda í gagnaleit, þ.e. að hvetja þau til náms sem byggir á aðgangi að rauntíma og raunheima upplýsingum af netinu, en einnig af bókum og þjálfa með þeim þá hugsun að þau þurfi ávallt að hafa í huga að vinsa hismið frá kjarnanum. Kennarinn þarf að geta mætt hverju barni og ungmenni fyrir sig, sem einstaklingi með ólíkar þarfir, styrkleika, áhugamál og gáfur. Einstaklingsmiðað nám er því mjög þýðingarmikið til að nemendur geti haft áhrif á eigið nám og stöðu sína í skólastofunni. Á sama tíma og styrkja þarf nemendur einstaklingslega í náminu, þarf að huga að félagsmótun þeirra. Börn og ungmenni eyða gríðarlegum tíma fyrir framan skjáina við hin ýmsu afþreyingarsmáforrit, samfélagsmiðla og tölvuleiki. Samskiptin þeirra á milli fara gjarnan fram þar, við misgóðan árangur, fyrir utan hinn verulega skaðlega áhrifamátt staðalmynda, ofbeldis og kláms. Eitt af stóru hlutverkum kennarans er því að leiðbeina og aðstoða nemendur sína í mótun félagslegrar, tilfinningalegrar og hegðunarlegrar tilvistar. Það er í mörg horn að líta til að alhliða nám barna og ungmenna gangi upp, en til þess þarf að sundurgreina starf kennarans. Í þessum besta heimi allra heima þyrftu í rauninni margir fullorðnir að koma að hverjum nemendahópi og meiri sérhæfingu hjá kennurunum. Þannig væri mannauðurinn í hverjum skóla betur nýttur og samstilltur hópur kennara og fagaðila gæti stuðlað að því að hvert og eitt barn byggði upp seiglu, fyndi taktinn sinn í eigin námi og tæki það smátt og smátt í fangið. Það er þýðingarmikið fyrir barnið að það æfist í þeirri hugsun að það sé eimreiðin í eigin námi, en ekki síðasti vagninn sem dreginn er af kennaranum. Kristín Cardew er kennari og fræðilegur ráðgjafi hjá Fræðamiðstöð Hjallastefnunnar.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar