Hvernig kennara þurfum við? Birgir U. Ásgeirsson skrifar 10. mars 2023 10:30 Börnin okkar alast upp í öðru samfélagi en við gerðum. Á uppvaxtarárunum skipa skólar veigamikinn sess. Markmið leik-, grunn- og framhaldsskóla er að veita börnum og nemendum menntun og umönnun, búa þeim hollt og hvetjandi námsumhverfi, stuðla að alhliða þroska þeirra og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í skólum gegna kennarar og skólastjórnendur lykilhlutverki. Þess vegna er þýðingarmikið að þær ríku kröfur um hæfni sem gerðar eru til þeirra séu ljósar. Hæfni felur í sér getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Sú hagnýting er í samræmi við aðstæður og aldur og þroska nemenda. Kröfur til kennara og skólastjórnenda eru skilgreindar í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Þar koma fram viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda. Almenna hæfnin á við um alla kennara, óháð námsgreinum og aldri og þroska nemenda. Þegar rýnt er í almennu hæfnina er ljóst að kröfur til kennara eru metnaðarfullar, hvort sem hæfnin snýr að uppeldis- og kennslufræði, námi og kennslu, samvinnu, samskiptum og starfsþróun eða hæfni í íslensku. Sérhæfða hæfnin er svo annars vegar sérhæfing kennara sem tekur t.d. mið af ákveðinni námsgrein eða aldri nemenda og hins vegar sérhæfing skólastjórnenda. Áhersla er lögð á hæfni allra kennara í íslensku þar sem tiltekin hæfniviðmið eru sett fram. Markmið stjórnvalda er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum og samhliða í menntun og starfsþróun kennara. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar enda þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann. Kennararáð er skipað sérfræðingum þvert á stofnanir og samtök sem koma að skipulagi skólastarfs, kennslu og kennaramenntunar. Ráðherra mennta- og barnamála skipar kennararáð til þess að veita honum ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun og útfærslu hæfnirammans. Kennararáði er jafnframt ætlað að veita ráðgjöf um starfsþróun á grundvelli hæfnirammans, fylgjast með alþjóðlegri þróun og áherslum í menntavísindum, veita leiðsögn um mat á sérhæfingu kennara við ráðningu og síðast en ekki síst efla vitund um mikilvægi kennarastarfsins í samfélaginu. Vandaður hæfnirammi sem byggir á breiðu og víðtæku samstarfi, þ.m.t. við starfandi kennara, er afrakstur vinnu kennararáðs. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og um starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Starfsþróunarframboðið þarf því að taka mið af hæfnirammanum og þörfum skólasamfélagsins hverju sinni. Þannig verður unnt að gera kennurum og skólastjórnendum kleift að vera faglegir leiðtogar alla starfsævina í breytilegu samfélagi. Þjóðfélagið okkar er í sífelldri þróun og kröfur til kennara breytast. Hæfnirammi er því ekki meitlaður í stein heldur endurskoðaður reglulega af kennararáði. Þessar vikurnar stendur kennararáð fyrir kynningum á inntaki reglugerðarinnar fyrir kennara, skólastjórnendur, háskóla og einnig þá sem koma að mati á skólastarfi og starfsþróun. Virkt samtal við vettvanginn er mikilvægt og er það hér fyrsta skrefið í stöðugri endurskoðun hæfnirammans. Þannig stuðlum við að því að leik-, grunn- og framhaldsskólar uppfylli sín markmið, nemendum til góða. Höfundur er formaður kennararáðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Börnin okkar alast upp í öðru samfélagi en við gerðum. Á uppvaxtarárunum skipa skólar veigamikinn sess. Markmið leik-, grunn- og framhaldsskóla er að veita börnum og nemendum menntun og umönnun, búa þeim hollt og hvetjandi námsumhverfi, stuðla að alhliða þroska þeirra og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í skólum gegna kennarar og skólastjórnendur lykilhlutverki. Þess vegna er þýðingarmikið að þær ríku kröfur um hæfni sem gerðar eru til þeirra séu ljósar. Hæfni felur í sér getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Sú hagnýting er í samræmi við aðstæður og aldur og þroska nemenda. Kröfur til kennara og skólastjórnenda eru skilgreindar í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Þar koma fram viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda. Almenna hæfnin á við um alla kennara, óháð námsgreinum og aldri og þroska nemenda. Þegar rýnt er í almennu hæfnina er ljóst að kröfur til kennara eru metnaðarfullar, hvort sem hæfnin snýr að uppeldis- og kennslufræði, námi og kennslu, samvinnu, samskiptum og starfsþróun eða hæfni í íslensku. Sérhæfða hæfnin er svo annars vegar sérhæfing kennara sem tekur t.d. mið af ákveðinni námsgrein eða aldri nemenda og hins vegar sérhæfing skólastjórnenda. Áhersla er lögð á hæfni allra kennara í íslensku þar sem tiltekin hæfniviðmið eru sett fram. Markmið stjórnvalda er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum og samhliða í menntun og starfsþróun kennara. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar enda þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann. Kennararáð er skipað sérfræðingum þvert á stofnanir og samtök sem koma að skipulagi skólastarfs, kennslu og kennaramenntunar. Ráðherra mennta- og barnamála skipar kennararáð til þess að veita honum ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun og útfærslu hæfnirammans. Kennararáði er jafnframt ætlað að veita ráðgjöf um starfsþróun á grundvelli hæfnirammans, fylgjast með alþjóðlegri þróun og áherslum í menntavísindum, veita leiðsögn um mat á sérhæfingu kennara við ráðningu og síðast en ekki síst efla vitund um mikilvægi kennarastarfsins í samfélaginu. Vandaður hæfnirammi sem byggir á breiðu og víðtæku samstarfi, þ.m.t. við starfandi kennara, er afrakstur vinnu kennararáðs. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og um starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Starfsþróunarframboðið þarf því að taka mið af hæfnirammanum og þörfum skólasamfélagsins hverju sinni. Þannig verður unnt að gera kennurum og skólastjórnendum kleift að vera faglegir leiðtogar alla starfsævina í breytilegu samfélagi. Þjóðfélagið okkar er í sífelldri þróun og kröfur til kennara breytast. Hæfnirammi er því ekki meitlaður í stein heldur endurskoðaður reglulega af kennararáði. Þessar vikurnar stendur kennararáð fyrir kynningum á inntaki reglugerðarinnar fyrir kennara, skólastjórnendur, háskóla og einnig þá sem koma að mati á skólastarfi og starfsþróun. Virkt samtal við vettvanginn er mikilvægt og er það hér fyrsta skrefið í stöðugri endurskoðun hæfnirammans. Þannig stuðlum við að því að leik-, grunn- og framhaldsskólar uppfylli sín markmið, nemendum til góða. Höfundur er formaður kennararáðs.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun