Innlent

Gaf sig á tal við lög­reglu og sagðist hafa skallað annan mann og rotað hann

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Sá sem varð fyrir líkamsárás á Petersen svítunni sagði sex aðila hafa ráðist á sig og að hann hefði meðal annars verið tekinn hálstaki.
Sá sem varð fyrir líkamsárás á Petersen svítunni sagði sex aðila hafa ráðist á sig og að hann hefði meðal annars verið tekinn hálstaki. Vísir/Vilhelm

Enginn er alvarlega slasaður eftir líkamsárásir næturinnar sem lýst var í dagbók lögreglu sem stórfelldum. Að sögn aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns áttu tvær árásanna sér stað á næturklúbbum í miðborginni en ekkert bendir til þess að þær tengist. Þriðja tilfellið var mögulega slys.

Skúli Jóns­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn sagði í samtali við Vísi að önnur árásin hafi átt sér stað um tíu leitið í gærkvöldi á Petersen svítunni. Sá sem varð fyrir árásinni sagði sex aðila hafa ráðist á sig og að hann hefði meðal annars verið tekinn hálstaki.

Engum vopnum var beitt og maðurinn, sem var ekki alvarlega slasaður, fór sjálfur upp á slysadeild.

Hitt tilfellið átti sér stað um klukkan hálf fimm í morgun við skemmtistaðinn Palóma. Skúli sagði aðila hafa gefið sig á tal við lögregluþjóna og sagðist hafa skallað annan mann og rotað hann.

Sá sem varð fyrir árásinni var búinn að jafna sig þegar lögreglu bar að garði og afþakkaði aðstoð.

Ekki ljóst hvort um slys eða árás var að ræða

Þriðja tilfellið tengist meiðslum í heimahúsi í Grafarvogi. Skúli segir það ekki liggja fyrir hvort um líkamsárás eða slys hafi verið að ræða en málið sé í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×