Íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem hættu sér út úr húsi í morgun fundu eflaust fyrir stingandi frosti og kulda. Raunar var um að ræða mesta frost í Reykjavík sem mælst hefur frá árinu 1998.
Í stöðuuppfærslu á Facebook síðu Bliku kemur fram að 7.mars það ár hafi lágmarkshiti farið niður í -14,9°C svo ekki mátti miklu muna að metið yrði slegið í morgun.