800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2023 13:04 Það eru mikil umsvif í Þorlákshöfn í kringum laxeldi á landi enda á að setja á næstu fimm til sjö árum 160 til 180 milljarða króna í verkefnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda Stærstu verkefni Sveitarfélagsins Ölfuss um þessar mundir er uppbygging fulleldis eða þauleldis á laxi á landi. Framkvæmdirnar eiga sér flestar stað í Þorlákshöfn þar sem alls staðar er verið að byggja og undirbúa laxeldið. Fiskar eru komnir í einhver ker en það er verið að steypa önnur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir þetta risa, risa framkvæmdir í ekki stærra sveitarfélagi. „Á næstu fimm til sjö árum þá er stefnt að því að verja 160 til 180 milljörðum til þessara framkvæmda og svona til samanburðar þá kostaði Kárahnjúkavirkjun 146 milljarða, þannig að þetta er gríðarlega mikil framkvæmd og áætluð útflutningsverðmæti þegar þessi verkefni verða að fullu komin til, segjum innan fimm til sjö ára, þá gætu útflutningsverðmætin verið nærri 120 milljörðum og til samanburðar þá voru útflutningsverðmæti allra skipanna hjá Brim árið 2021 20 milljarðar,“ segir Elliði. Elliði segir að fiskeldið á landi muni skapa mjög mikið af nýjum störfum. „Já, það verða til sex til átta hundruð störf beint við þetta, auk afleiddra starfa, þannig að framtíðin hér er björt.“ En hvað er það, sem gerir Þorlákshöfn að svona vinsælum stað þegar fiskeldi er annars vegar? „Við erum náttúrlega með vaxandi höfn, við erum að setja þrjá til fimm milljarða í höfnina núna á þremur árum og hér eru náttúrulegar aðstæður til allra matvælavinnslu góðar. Það er mikið af jarðsjó, það er gott vatn og næg orka og mikið land. Þetta í bland við öfluga íbúa gerir þetta svæði mjög aðlaðandi og nú erum við að byrja að þróa Græna iðngarða og mikill áhugi hjá fyrirtækjum að taka þátt í því“, segir Elliði enn fremur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er stoltur og ánægður með þá miklu uppbyggingu, sem á sér stað í sveitarfélaginu þegar fiskeldi á landi er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Fiskeldi Landeldi Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Stærstu verkefni Sveitarfélagsins Ölfuss um þessar mundir er uppbygging fulleldis eða þauleldis á laxi á landi. Framkvæmdirnar eiga sér flestar stað í Þorlákshöfn þar sem alls staðar er verið að byggja og undirbúa laxeldið. Fiskar eru komnir í einhver ker en það er verið að steypa önnur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir þetta risa, risa framkvæmdir í ekki stærra sveitarfélagi. „Á næstu fimm til sjö árum þá er stefnt að því að verja 160 til 180 milljörðum til þessara framkvæmda og svona til samanburðar þá kostaði Kárahnjúkavirkjun 146 milljarða, þannig að þetta er gríðarlega mikil framkvæmd og áætluð útflutningsverðmæti þegar þessi verkefni verða að fullu komin til, segjum innan fimm til sjö ára, þá gætu útflutningsverðmætin verið nærri 120 milljörðum og til samanburðar þá voru útflutningsverðmæti allra skipanna hjá Brim árið 2021 20 milljarðar,“ segir Elliði. Elliði segir að fiskeldið á landi muni skapa mjög mikið af nýjum störfum. „Já, það verða til sex til átta hundruð störf beint við þetta, auk afleiddra starfa, þannig að framtíðin hér er björt.“ En hvað er það, sem gerir Þorlákshöfn að svona vinsælum stað þegar fiskeldi er annars vegar? „Við erum náttúrlega með vaxandi höfn, við erum að setja þrjá til fimm milljarða í höfnina núna á þremur árum og hér eru náttúrulegar aðstæður til allra matvælavinnslu góðar. Það er mikið af jarðsjó, það er gott vatn og næg orka og mikið land. Þetta í bland við öfluga íbúa gerir þetta svæði mjög aðlaðandi og nú erum við að byrja að þróa Græna iðngarða og mikill áhugi hjá fyrirtækjum að taka þátt í því“, segir Elliði enn fremur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er stoltur og ánægður með þá miklu uppbyggingu, sem á sér stað í sveitarfélaginu þegar fiskeldi á landi er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Fiskeldi Landeldi Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira