Segir skipstjórnarmenn ekki vera að rjúfa samstöðu sjómanna Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. mars 2023 18:30 Árni segir SFS líka hafa þurft að gefa eftir af sínum kröfum. Vísir/Steingrímur Dúi Skipstjórnarmenn eru ekki að rjúfa samstöðu sjómanna með því að samþykkja nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta segir formaður Félags skipstjórnarmanna, en niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna lá fyrir í gær. Í gær lágu niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga sjómanna fyrir. Öll félögin sem áttu aðild að samningnum við SFS felldu samninginn og oftast með nokkuð öruggum meirihluta. Nema eitt, það er félag skipstjórnarmanna. Þar var samningurinn samþykktur. 413 voru á kjörskrá og var kjörsókn rúmlega 83%. 190 greiddu atkvæði með samningnum eða 55,39% og 146 eða 42,57% vildu fella samninginn. Formaður félags skipstjórnarmanna segir félagsmenn hafa sýnt atkvæðagreiðslunni mikinn áhuga. „Það var geysilega mikill áhugi. Ég var með þrjá teams fundi þar sem ég var með um 140 félagsmenn á kynningarfundum. Ég fékk alveg að heyra mismunandi skoðanir manna á samningnum og eftir það er ég nánast búinn að vera í símanum meira og minna og að svara tölvupóstum.“ Tímalengd samningsins hefur vakið mikla athygli en hann er til heilla 10 ára. En höfðu skipstjórnarmenn engar áhyggjur af því að semja til svo langs tíma? „Vissulega og það komu upp mismunandi raddir varðandi það en í ljósi þess að sjómenn voru án samninga frá 2011 til 2016, í fimm ár og svo aftur frá 2019 til 2023 í þrjú ár þá töldum við nú ekki mikla áhættu í því að semja til 10 ára.“ Árni segir ekkert óeðlilegt eða óvenjulegt að skipstjórnarmenn samþykki samning sem aðrir sjómenn fella. „Þetta gerðist 2016 líka og réttindi skipstjóra eða yfirmanna á skipum eru með öðrum hætti heldur en annarra í áhöfn. Þar af leiðandi eru kannski ólíkir áhersluþættir.“ Atvinnurekendur hafi líka gefið eftir af sínum kröfum. „Þeir eru mjög harðir, þeir eru mjög harðir og við skulum ekki gleyma því að þeir höfðu líka uppi miklar kröfur sem þeir þurftu að gefa eftir.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sjávarútvegur Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Í gær lágu niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga sjómanna fyrir. Öll félögin sem áttu aðild að samningnum við SFS felldu samninginn og oftast með nokkuð öruggum meirihluta. Nema eitt, það er félag skipstjórnarmanna. Þar var samningurinn samþykktur. 413 voru á kjörskrá og var kjörsókn rúmlega 83%. 190 greiddu atkvæði með samningnum eða 55,39% og 146 eða 42,57% vildu fella samninginn. Formaður félags skipstjórnarmanna segir félagsmenn hafa sýnt atkvæðagreiðslunni mikinn áhuga. „Það var geysilega mikill áhugi. Ég var með þrjá teams fundi þar sem ég var með um 140 félagsmenn á kynningarfundum. Ég fékk alveg að heyra mismunandi skoðanir manna á samningnum og eftir það er ég nánast búinn að vera í símanum meira og minna og að svara tölvupóstum.“ Tímalengd samningsins hefur vakið mikla athygli en hann er til heilla 10 ára. En höfðu skipstjórnarmenn engar áhyggjur af því að semja til svo langs tíma? „Vissulega og það komu upp mismunandi raddir varðandi það en í ljósi þess að sjómenn voru án samninga frá 2011 til 2016, í fimm ár og svo aftur frá 2019 til 2023 í þrjú ár þá töldum við nú ekki mikla áhættu í því að semja til 10 ára.“ Árni segir ekkert óeðlilegt eða óvenjulegt að skipstjórnarmenn samþykki samning sem aðrir sjómenn fella. „Þetta gerðist 2016 líka og réttindi skipstjóra eða yfirmanna á skipum eru með öðrum hætti heldur en annarra í áhöfn. Þar af leiðandi eru kannski ólíkir áhersluþættir.“ Atvinnurekendur hafi líka gefið eftir af sínum kröfum. „Þeir eru mjög harðir, þeir eru mjög harðir og við skulum ekki gleyma því að þeir höfðu líka uppi miklar kröfur sem þeir þurftu að gefa eftir.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sjávarútvegur Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira