Með harðsperrur fram á sumar eftir þrekpróf sérsveitarinnar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. mars 2023 10:30 Meðalmennskan dugði ekki til. Úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 Sérsveitin hefur aðlagað þrekhluta inntökuprófsins í sveitina að nýjum tímum með breytingum sem eiga að gera möguleika kvenna meiri á því að ná prófinu. Það þýðir samt ekki að það sé verið að slaka á kröfum, meðaljónar geti ekki náð lágmörkum. Innan lögreglunnar gætir alltaf talsverðrar eftirvæntingar þegar að inntökupróf eru haldin fyrir Sérsveit ríkislögreglustjóra en þau hafa til að mynda einungis verið haldin tvisvar sinnum síðan 2016. Hér má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem meðalmaðurinn gerir tilraun til þess að ná prófinu. Það gekk ekkert alltof vel. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir svipaða hluti vera að gerast hjá öðrum lögregluembættum í nágrannaríkjum. „Þarna erum við að fylgja þróun sem er búin að vera á norðurlöndunum sem við höfum verið að taka þátt í. Sem má segja að sé eðlileg þróun. Einn þátturinn í því er meðal annars að það hefur komið í ljós að það voru ákveðnar takmarkarnir á þessum þrekprófum þannig að konur áttu eiginlega engan séns. Það er ekki eins og við séum að slaka á einhverjum kröfum heldur við erum bara að breyta áherslunum og raunverulega hvað það er sem viðkomandi að geta á þessu stigi. Það er ánægjulegt fyrir okkur að sjá að það eru yfir fimmtíu lögreglumenn sem sækja um að taka þátt í prófinu og þar af fimm konur.“ Karl Steinar segir að ekki sé verið að slaka á kröfum heldur verið að aðlaga prófin að nútímanum.Vísir/Vilhelm Breytingarnar á prófunum eru umtalsverðar. Ekki er lengur krafist bekkpressu og meiri áhersla er lögð á snerpu og úthald. Hlaupaprófið var stytt, réttstöðulyfta kemur inn og viðbragðsprófi bætt við svo eitthvað sé nefnt. Annie segir eðililegt að sömu kröfur séu gerðar til karla og kvenna.Vísir/Ívar Fannar Anníe Mist Þórisdóttir, afrekskona í crossfit, þreytti prófið til gamans. En hvernig leist henni á breytingarnar? „þetta var bara mjög skemmtilegt. Þetta var áhugavert. Ég skil það nefninlega að konur og karlar þurfi að geta það sama því þú ert að fara að gera sömu verkefni. Það er ekki eins og þú farir á vettvang og fáir að gera léttari hluti ef þú ert kvenmaður. Konur nota sömu þyngingar og þyngingarvesti eins og karlarnir. Mér þótti gaman að prufa það.“ Anníe náði öllum lágmörkunum en segir eðlilegt að meðalmaðurinn geti það ekki. „Ég er kannski ekkert meðalmaður, en að sjálfsögðu á ekkert meðalmaður að komast í gegnum þetta. Þú átt að þurfa að uppfylla ákveðinn standard sem að þarf að vera fyrir svona þrek til þess að komast inn í sérsveitina. Það eru bara þeir bestu sem komast að.“ Lögreglan Heilsa Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Innan lögreglunnar gætir alltaf talsverðrar eftirvæntingar þegar að inntökupróf eru haldin fyrir Sérsveit ríkislögreglustjóra en þau hafa til að mynda einungis verið haldin tvisvar sinnum síðan 2016. Hér má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem meðalmaðurinn gerir tilraun til þess að ná prófinu. Það gekk ekkert alltof vel. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir svipaða hluti vera að gerast hjá öðrum lögregluembættum í nágrannaríkjum. „Þarna erum við að fylgja þróun sem er búin að vera á norðurlöndunum sem við höfum verið að taka þátt í. Sem má segja að sé eðlileg þróun. Einn þátturinn í því er meðal annars að það hefur komið í ljós að það voru ákveðnar takmarkarnir á þessum þrekprófum þannig að konur áttu eiginlega engan séns. Það er ekki eins og við séum að slaka á einhverjum kröfum heldur við erum bara að breyta áherslunum og raunverulega hvað það er sem viðkomandi að geta á þessu stigi. Það er ánægjulegt fyrir okkur að sjá að það eru yfir fimmtíu lögreglumenn sem sækja um að taka þátt í prófinu og þar af fimm konur.“ Karl Steinar segir að ekki sé verið að slaka á kröfum heldur verið að aðlaga prófin að nútímanum.Vísir/Vilhelm Breytingarnar á prófunum eru umtalsverðar. Ekki er lengur krafist bekkpressu og meiri áhersla er lögð á snerpu og úthald. Hlaupaprófið var stytt, réttstöðulyfta kemur inn og viðbragðsprófi bætt við svo eitthvað sé nefnt. Annie segir eðililegt að sömu kröfur séu gerðar til karla og kvenna.Vísir/Ívar Fannar Anníe Mist Þórisdóttir, afrekskona í crossfit, þreytti prófið til gamans. En hvernig leist henni á breytingarnar? „þetta var bara mjög skemmtilegt. Þetta var áhugavert. Ég skil það nefninlega að konur og karlar þurfi að geta það sama því þú ert að fara að gera sömu verkefni. Það er ekki eins og þú farir á vettvang og fáir að gera léttari hluti ef þú ert kvenmaður. Konur nota sömu þyngingar og þyngingarvesti eins og karlarnir. Mér þótti gaman að prufa það.“ Anníe náði öllum lágmörkunum en segir eðlilegt að meðalmaðurinn geti það ekki. „Ég er kannski ekkert meðalmaður, en að sjálfsögðu á ekkert meðalmaður að komast í gegnum þetta. Þú átt að þurfa að uppfylla ákveðinn standard sem að þarf að vera fyrir svona þrek til þess að komast inn í sérsveitina. Það eru bara þeir bestu sem komast að.“
Lögreglan Heilsa Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira