Segir mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt kjarasamninga Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. mars 2023 13:41 Heiðrún Lind segir SFS hafa komið til mót við vel flestar kröfur stéttarfélagana. Vísir/Vilhelm Það eru mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Erfitt sé að fullyrða um hvaða atriði það voru sem urðu til þess að kjarasamningurinn hafi verið felldur. Allir viðsemjendur SFS felldu samninginn að undanskildum skipstjórnarmönnum sem samþykktu, en samningurinn var til tíu ára. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2019. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það eru vonbrigði, sér í lagi í ljósi þess að við unnum að því að heilum hug og formenn þessara stéttarfélaga. Við vorum sammála um það að þetta væru samningar sem við værum ánægð með og myndum tala fyrir. Þannig að jú þetta voru vonbrigði.“ Talsmenn stéttarfélaga sjómanna hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að tímalengd samningsins hafi setið í félagsmönnum. Heiðrún telur þó að SFS hafi teygt sig langt í átt að sjómönnum. „Það verður bara að láta rykið setjast og ég vænti þess að formenn stéttarfélaga sjómanna þurfi að leita í sitt bakland og komast að því hvað það var sem fór úrskeiðis vegna þess að við höfum komið til móts við vel flestar og stærstu kröfur stéttarfélagana. Þannig að þeir þurfa að finna út úr því hvað það er sem liggur þarna að baki og hvernig eigi að setjast að borðinu að nýju. Það getur tekið langan tíma.“ Hún segist hafa skynjað mikinn samningsvilja hjá formönnum stéttarfélaga sjómanna, nema hjá einu félagi. „Já get fullyrt að hann var af einlægum hug af hálfu allra nema eins félags. Það var Sjómannafélags íslands. Svo það sé nú sagt í fullri hreinskilni að það sætir furðu að þegar að eitt félag leggur ekkert til málanna í svona langri og mikilli vinnu en kemur síðan og skrifar undir samning og talar gegn honum. Ég átta mig ekki alveg á hvort að það séu raunverulegir hagsmunir þeirra félagsmanna sem greiða þangað fjármuni.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Allir viðsemjendur SFS felldu samninginn að undanskildum skipstjórnarmönnum sem samþykktu, en samningurinn var til tíu ára. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2019. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það eru vonbrigði, sér í lagi í ljósi þess að við unnum að því að heilum hug og formenn þessara stéttarfélaga. Við vorum sammála um það að þetta væru samningar sem við værum ánægð með og myndum tala fyrir. Þannig að jú þetta voru vonbrigði.“ Talsmenn stéttarfélaga sjómanna hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að tímalengd samningsins hafi setið í félagsmönnum. Heiðrún telur þó að SFS hafi teygt sig langt í átt að sjómönnum. „Það verður bara að láta rykið setjast og ég vænti þess að formenn stéttarfélaga sjómanna þurfi að leita í sitt bakland og komast að því hvað það var sem fór úrskeiðis vegna þess að við höfum komið til móts við vel flestar og stærstu kröfur stéttarfélagana. Þannig að þeir þurfa að finna út úr því hvað það er sem liggur þarna að baki og hvernig eigi að setjast að borðinu að nýju. Það getur tekið langan tíma.“ Hún segist hafa skynjað mikinn samningsvilja hjá formönnum stéttarfélaga sjómanna, nema hjá einu félagi. „Já get fullyrt að hann var af einlægum hug af hálfu allra nema eins félags. Það var Sjómannafélags íslands. Svo það sé nú sagt í fullri hreinskilni að það sætir furðu að þegar að eitt félag leggur ekkert til málanna í svona langri og mikilli vinnu en kemur síðan og skrifar undir samning og talar gegn honum. Ég átta mig ekki alveg á hvort að það séu raunverulegir hagsmunir þeirra félagsmanna sem greiða þangað fjármuni.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira