Innlent

Færri að greinast með in­flúensu og inn­lögnum að fækka

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það er óhætt að segja að þjóðin bíði vorsins með eftirvæntingu eftir pestavetur.
Það er óhætt að segja að þjóðin bíði vorsins með eftirvæntingu eftir pestavetur. Getty

Færri greindust með staðfesta inflúensu í viku níu samanborið við síðustu þrjár vikur. Heildarfjöldi greindra var 38. Þá greindust færri með Covid-19 en hlutfall jákvæðra sýna af var þó svipað og verið hefur.

Frá þessu er greint í samantekt á vef Landlæknisembættisins.

Klínískar greiningar á skarlatssótt voru einnig færri í viku níu en vikurnar á undan en tíu greindust með RS-veiru, sami fjöldi og í vikunni á undan. 

Hálsbólgugreiningum fer hins vegar enn fjölgandi og voru um 1.800 talsins.

Innlögnum á Landspítala vegna Covid-19, inflúensu og RS hefur fækkað undanfarið en í viku níu lögðust fjórir inn með eða vegna Covid-19, tveir með inflúensu og tveir með RS.

„Færri greindust með staðfesta inflúensu í viku 9 samanborið við undangengnar þrjár vikur. Fjöldi greininga inflúensulíkra einkenna eru sambærilegar milli vikna,“ segir í samantekt. „Færri greindust með COVID-19 í viku 9 samanborið við undangengnar fimm vikur. Sýnatökum vegna COVID-19 hefur fækkað. Færri greindust með skarlatssótt, en fleiri með hálsbólgu. Innlögnum á Landspítala vegna COVID-19, inflúensu og RSV hefur fækkað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×