Gæti reynst erfitt að lögsækja Trump Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2023 13:44 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trumps um árabil, mun bera vini fyrir sérstökum ákærudómstól í New York í dag. Trump sjálfum hefur einnig verið boðið að bera vitni fyrir þessum sama dómi vegna greiðslu hans til fyrrverandi klámmyndaleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs (e. Grand jury) þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Dómstóllinn er að fara yfir rannsókn Alvin Bragg, umdæmissaksóknara í Manhattan, á því hvort Trump hafi brotið kosningalög með greiðslunni til klámleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels. Sjá einnig: Trump gæti verið ákærður fyrir að kaupa þögn klámleikkonu Cohen lét Clifford fá 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar og var greiðslan fyrir þögn hennar en hún segist hafa sængað hjá Trump á árum áður, skömmu eftir að Melania Trump eignaði Barron Trump árið 2006. Bragg er að kanna hvort lög varðandi kosningar í Bandaríkjunum hafi verið brotnar en Cohen greiddi Clifford úr eigin vasa og Trump greiddi Cohen. Rannsóknin hefur meðal annars snúist um það hvort greiðsluna megi skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2018, fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðleitni hans til að tryggja byggingu Trump-turnar í Moskvu í aðdraganda kosninganna. Það að Cohen sé að bera vitni og að Trump sjálfum hafi verið boðið að bera einnig vitni, þykir til marks um að rannsóknin sé langt komin og að mögulegt sé að Trump verði ákærður. Það að bjóða þeim sem er til rannsóknar að bera vitni er iðulega það síðasta sem gert er í rannsókn ákærudómstóla. Trump hefur fengið frest fram á fimmtudag með að segja hvort hann vilji bera vitni eða ekki. Í frétt Washington Post segir að jafnvel þó Trump verði ákærður, verði erfitt að sækja hann til saka. Enginn fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefur verið ákærður fyrir glæp. Þá er alfarið óljóst hvað Trump gæti verið ákærður fyrir. Þá er ekki búið að skilgreina greiðsluna til Clifford sem framlög til framboðs Trumps. Hann hefur sjálfur haldið því fram að hann hafi verið fórnarlamb fjárkúgunar og gæti haldið því fram í dómsal að þess vegna sé ekki hægt að tala um framlög til framboðsins. Saksóknarar þyrftu einnig að sanna að Trump hafi ætlað sér að brjóta kosningalög og þyrftu því að sanna að hann þekkti kosningalögin. Trump stendur einnig frammi fyrir rannsókn saksóknara í Georgíu á tilraunum Trumps og bandamanna hans í að breyta úrslitum kosninganna þar. Þá hefur sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins einnig til skoðunar tilraunir Trumps og Trump-liða til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 við og einnig meðferð Trumps á opinberum og leynilegum skjölum. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. 10. mars 2023 16:20 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs (e. Grand jury) þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Dómstóllinn er að fara yfir rannsókn Alvin Bragg, umdæmissaksóknara í Manhattan, á því hvort Trump hafi brotið kosningalög með greiðslunni til klámleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels. Sjá einnig: Trump gæti verið ákærður fyrir að kaupa þögn klámleikkonu Cohen lét Clifford fá 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar og var greiðslan fyrir þögn hennar en hún segist hafa sængað hjá Trump á árum áður, skömmu eftir að Melania Trump eignaði Barron Trump árið 2006. Bragg er að kanna hvort lög varðandi kosningar í Bandaríkjunum hafi verið brotnar en Cohen greiddi Clifford úr eigin vasa og Trump greiddi Cohen. Rannsóknin hefur meðal annars snúist um það hvort greiðsluna megi skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2018, fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðleitni hans til að tryggja byggingu Trump-turnar í Moskvu í aðdraganda kosninganna. Það að Cohen sé að bera vitni og að Trump sjálfum hafi verið boðið að bera einnig vitni, þykir til marks um að rannsóknin sé langt komin og að mögulegt sé að Trump verði ákærður. Það að bjóða þeim sem er til rannsóknar að bera vitni er iðulega það síðasta sem gert er í rannsókn ákærudómstóla. Trump hefur fengið frest fram á fimmtudag með að segja hvort hann vilji bera vitni eða ekki. Í frétt Washington Post segir að jafnvel þó Trump verði ákærður, verði erfitt að sækja hann til saka. Enginn fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefur verið ákærður fyrir glæp. Þá er alfarið óljóst hvað Trump gæti verið ákærður fyrir. Þá er ekki búið að skilgreina greiðsluna til Clifford sem framlög til framboðs Trumps. Hann hefur sjálfur haldið því fram að hann hafi verið fórnarlamb fjárkúgunar og gæti haldið því fram í dómsal að þess vegna sé ekki hægt að tala um framlög til framboðsins. Saksóknarar þyrftu einnig að sanna að Trump hafi ætlað sér að brjóta kosningalög og þyrftu því að sanna að hann þekkti kosningalögin. Trump stendur einnig frammi fyrir rannsókn saksóknara í Georgíu á tilraunum Trumps og bandamanna hans í að breyta úrslitum kosninganna þar. Þá hefur sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins einnig til skoðunar tilraunir Trumps og Trump-liða til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 við og einnig meðferð Trumps á opinberum og leynilegum skjölum.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. 10. mars 2023 16:20 Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37 Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20
DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans. 10. mars 2023 16:20
Aldraður leiðtogi repúblikana á sjúkrahúsi Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann hrasaði og datt á hóteli í Washington-borg í gærkvöldi. Talsmaður hans upplýsti ekki frekar um ástand hans eða hversu lengi hann verður fjarverandi. 9. mars 2023 09:37
Carlson sagðist hata Trump út af lífinu Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu. 8. mars 2023 22:44