Íslendingur kom að gerð Óskarsverðlaunamyndar Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2023 19:38 Corey Campodonico, Gary Ungar, Alex Bulkley, Guillermo del Toro og Mark Gustafson, aðstandendur myndarinnar, eftir hátíðina í gær. Getty/Timothy Norris Kvikmyndin Guillermo del Toro's Pinocchio vann til Óskarsverðlauna í nótt fyrir bestu teiknimynd. Gunnar Heiðar, Íslendingur búsettur í Oregon, kom að gerð myndarinnar. Líkt og í flestum flokkum Óskarsverðlaunanna voru fimm kvikmyndir tilnefndar sem besta teiknimyndin. Það voru Turning Red, Marcel the Shell with Shoes On, Stígvélaði kötturinn 2: Hinsta óskin, Guillermo del Toro's Pinocchio og The Sea Beast. Pinocchio endaði sem sigurvegarinn, líkt og flestir höfðu gert ráð fyrir. Þetta var ekki fyrsta teiknimyndaefnið sem del Toro leikstýrir en hann leikstýrði Trollhunters þáttunum á Netflix og nokkrum framhaldsþáttaröðum þeirra. Þó er Pinocchio hans fyrsta teiknimynd í fullri lengd. Íslendingurinn Gunnar Heiðar kom að gerð myndarinnar en hann var í tökuliði myndarinnar, nánar tiltekið Lighting Camera Operator. Gunnar hefur áður komið að gerð teiknimynda sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna, bæði Fantastic Mr. Fox og ParaNorman, en hvorug þeirra vann til verðlauna. Gunnar Heiðar hefur einnig komið að gerð nokkurra íslenskra kvikmynda, til dæmis Kurteist fólk, Borgríki, Borgríki 2 og Bræðrabylta. Annar Íslendingur, Sara Gunnarsdóttir, var tilnefnd til verðlauna í flokki teiknaðra stuttmynda mynd sína My Year of Dicks en hreppti ekki Óskarsstyttuna. Það var The Boy, the Mole, the Fox and the Horse sem hreppti þess í stað verðlaunin. Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarsverðlaunin Íslendingar erlendis Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Líkt og í flestum flokkum Óskarsverðlaunanna voru fimm kvikmyndir tilnefndar sem besta teiknimyndin. Það voru Turning Red, Marcel the Shell with Shoes On, Stígvélaði kötturinn 2: Hinsta óskin, Guillermo del Toro's Pinocchio og The Sea Beast. Pinocchio endaði sem sigurvegarinn, líkt og flestir höfðu gert ráð fyrir. Þetta var ekki fyrsta teiknimyndaefnið sem del Toro leikstýrir en hann leikstýrði Trollhunters þáttunum á Netflix og nokkrum framhaldsþáttaröðum þeirra. Þó er Pinocchio hans fyrsta teiknimynd í fullri lengd. Íslendingurinn Gunnar Heiðar kom að gerð myndarinnar en hann var í tökuliði myndarinnar, nánar tiltekið Lighting Camera Operator. Gunnar hefur áður komið að gerð teiknimynda sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna, bæði Fantastic Mr. Fox og ParaNorman, en hvorug þeirra vann til verðlauna. Gunnar Heiðar hefur einnig komið að gerð nokkurra íslenskra kvikmynda, til dæmis Kurteist fólk, Borgríki, Borgríki 2 og Bræðrabylta. Annar Íslendingur, Sara Gunnarsdóttir, var tilnefnd til verðlauna í flokki teiknaðra stuttmynda mynd sína My Year of Dicks en hreppti ekki Óskarsstyttuna. Það var The Boy, the Mole, the Fox and the Horse sem hreppti þess í stað verðlaunin.
Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarsverðlaunin Íslendingar erlendis Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira