Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2023 06:49 Þétta þarf kerfið, segir lögregla, og bæta við vélum sem geta fangað bílnúmer. Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Samkomulagið gildir til fimm ára og kemur í stað eldra samkomulags um sama verkefni. Aðilar að samkomulaginu eru Reykjavíkurborg, sem á og greiðir fyrir búnaðinn, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur á móti merkjum úr öryggismyndavélunum og hefur ein aðgang að gögnunum, Ríkislögreglustjóri, sem annarst vörslu og eyðingu gagna, og Neyðarlínan, sem kostar og sér um uppsetningu og viðhald búnaðarins. Á fundi borgarráðs var lagður fram rökstuðningur Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra, fyrir myndavélum í miðborginni. Þar segir meðal annars að nokkur uppbygging hafi orðið í miðborginni síðan síðustu myndavélar voru settar upp og þörf sé á að þétta netið. Þá segir þörf á myndavélum sem lesa bílnúmer. Leiðtogafundarins er sérstaklega getið. „Er þetta er ritað hafa staðfest komu sína 53 þjóðarleiðtogar auk fylgdarliðs og margir þeirra með hátt öryggisstig. Þá fylgir slíkum viðburði stór hópur af erlendu fjölmiðlafólki og mikill fjöldi gesta mun sækja miðborgina þessa daga í maí. Það er því mjög mikilvægt að auka öryggisvitund fólks þessa daga í maí með sýnilegum myndavélum. Reynsla erlendis frá er að mjög oft hefur komið til harðra mótmæla með tilheyrandi hópamyndum í nágrenni við fundarstað með tilheyrandi hættu fyrir aðra borgara,“ segir Ásgeir. Samkomulagið var samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem bókaði eftirfarandi: „Sósíalistar geta ekki samþykkt vöktun á almenningi sem nýtir stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. Það er óhugsandi að samþykkja aukið myndavélaeftirlit í þessum tilgangi.“ Þá bókaði áheyrnafulltrúi Flokks fólksins að hann hefði viljað sjá myndavélar settar upp þar sem börn stunda nám og leik. „Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem finna má börn. Börnin í borginni verða að geta verið örugg á leiksvæðum. Í Reykjavíkurborg eru hvergi myndavélar á leiksvæðum barna svo vitað sé. Þetta á jafnt við um leiksvæði sem eru eldri sem og nýuppgerð,“ sagði meðal annars í bókuninni. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Samkomulagið gildir til fimm ára og kemur í stað eldra samkomulags um sama verkefni. Aðilar að samkomulaginu eru Reykjavíkurborg, sem á og greiðir fyrir búnaðinn, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur á móti merkjum úr öryggismyndavélunum og hefur ein aðgang að gögnunum, Ríkislögreglustjóri, sem annarst vörslu og eyðingu gagna, og Neyðarlínan, sem kostar og sér um uppsetningu og viðhald búnaðarins. Á fundi borgarráðs var lagður fram rökstuðningur Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra, fyrir myndavélum í miðborginni. Þar segir meðal annars að nokkur uppbygging hafi orðið í miðborginni síðan síðustu myndavélar voru settar upp og þörf sé á að þétta netið. Þá segir þörf á myndavélum sem lesa bílnúmer. Leiðtogafundarins er sérstaklega getið. „Er þetta er ritað hafa staðfest komu sína 53 þjóðarleiðtogar auk fylgdarliðs og margir þeirra með hátt öryggisstig. Þá fylgir slíkum viðburði stór hópur af erlendu fjölmiðlafólki og mikill fjöldi gesta mun sækja miðborgina þessa daga í maí. Það er því mjög mikilvægt að auka öryggisvitund fólks þessa daga í maí með sýnilegum myndavélum. Reynsla erlendis frá er að mjög oft hefur komið til harðra mótmæla með tilheyrandi hópamyndum í nágrenni við fundarstað með tilheyrandi hættu fyrir aðra borgara,“ segir Ásgeir. Samkomulagið var samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands sem bókaði eftirfarandi: „Sósíalistar geta ekki samþykkt vöktun á almenningi sem nýtir stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. Það er óhugsandi að samþykkja aukið myndavélaeftirlit í þessum tilgangi.“ Þá bókaði áheyrnafulltrúi Flokks fólksins að hann hefði viljað sjá myndavélar settar upp þar sem börn stunda nám og leik. „Það er þekkt að þeir sem vilja skaða börn leita iðulega á staði og á svæði sem finna má börn. Börnin í borginni verða að geta verið örugg á leiksvæðum. Í Reykjavíkurborg eru hvergi myndavélar á leiksvæðum barna svo vitað sé. Þetta á jafnt við um leiksvæði sem eru eldri sem og nýuppgerð,“ sagði meðal annars í bókuninni.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira