Hundruðum barna gert að víkja úr Höllinni Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2023 13:30 Á meðal viðburða sem valda því að börn og unglingar í Laugardal geta ekki æft í Laugardalshöll, einu stóru íþróttahöllinni í þeirra hverfi, eru landsleikir Íslands í handbolta og körfubolta. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Mikil bikarhátíð í handbolta er að hefjast í Laugardalshöll á morgun og stendur hún yfir fram á sunnudag. Á þeim tíma falla niður æfingar hjá hundruðum barna í Laugardal. Oddur Jóhannsson, körfuboltaþjálfari hjá Ármanni, bendir á þetta á Twitter-síðu sinni. Þar segir hann að samtals 16 æfingahópum í körfubolta hjá Ármanni sé „hent út“ úr Höllinni á meðan bikarhátíðin standi yfir, eða samtals yfir 200 börnum. Þá eru ótaldar æfingar í öðrum íþróttagreinum sem fram hafa farið í Höllinni, á vegum Laugardalsfélaganna Ármanns og Þróttar. Bikarúrslit HSÍ hefjast á morgun og þá falla allar æfingar í Laugardalshöllinni niður. 16 æfingahópum í körfubolta hjá Ármanni hent út. Yfir 200 börn.Frá áramótum hafa 32 æfingadagar fallið niður í Laugardalshöll. @Dagurb @framsokn @ruvithrottir @PiratarXP @visir_is @mblfrettir— Oddur Jóhannsson (@Oddurjo) March 14, 2023 Aðstöðuleysi hefur háð félögunum í Laugardal um langa hríð en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt að með nýrri þjóðarhöll, sem stefnan er að rísi í Laugardal árið 2025, muni Ármann og Þróttur geta haft Laugardalshöll út af fyrir sig. Þau muni svo hafa aðgang að þjóðarhöll einnig. Í sameiginlegri ályktun aðalstjórna Þróttar og Ármanns í síðasta mánuði segir hins vegar að aðstöðuvandi hverfisfélaganna sé bráðamál. Brotthvarf yngri iðkenda vegna skorts á æfingaaðstöðu sé raunverulegt vandamál sem sé að aukast, og að borgaryfirvöld verði að bregðast við strax. Félögin telja að ný þjóðarhöll muni ekki anna þörf fyrir æfingatíma barna, unglinga og meistaraflokka, og að ljóst sé að iðkendur þurfi að víkja fyrir annarri starfsemi í höllinni rétt eins og staðan sé nú og hafi verið síðustu áratugi varðandi Laugardalshöll. Það sé óviðunandi fyrir félögin. Oddur segir í færslu sinni að frá áramótum hafi alls 32 æfingadagar fallið niður í Laugardalshöll. Ný þjóðarhöll Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Oddur Jóhannsson, körfuboltaþjálfari hjá Ármanni, bendir á þetta á Twitter-síðu sinni. Þar segir hann að samtals 16 æfingahópum í körfubolta hjá Ármanni sé „hent út“ úr Höllinni á meðan bikarhátíðin standi yfir, eða samtals yfir 200 börnum. Þá eru ótaldar æfingar í öðrum íþróttagreinum sem fram hafa farið í Höllinni, á vegum Laugardalsfélaganna Ármanns og Þróttar. Bikarúrslit HSÍ hefjast á morgun og þá falla allar æfingar í Laugardalshöllinni niður. 16 æfingahópum í körfubolta hjá Ármanni hent út. Yfir 200 börn.Frá áramótum hafa 32 æfingadagar fallið niður í Laugardalshöll. @Dagurb @framsokn @ruvithrottir @PiratarXP @visir_is @mblfrettir— Oddur Jóhannsson (@Oddurjo) March 14, 2023 Aðstöðuleysi hefur háð félögunum í Laugardal um langa hríð en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt að með nýrri þjóðarhöll, sem stefnan er að rísi í Laugardal árið 2025, muni Ármann og Þróttur geta haft Laugardalshöll út af fyrir sig. Þau muni svo hafa aðgang að þjóðarhöll einnig. Í sameiginlegri ályktun aðalstjórna Þróttar og Ármanns í síðasta mánuði segir hins vegar að aðstöðuvandi hverfisfélaganna sé bráðamál. Brotthvarf yngri iðkenda vegna skorts á æfingaaðstöðu sé raunverulegt vandamál sem sé að aukast, og að borgaryfirvöld verði að bregðast við strax. Félögin telja að ný þjóðarhöll muni ekki anna þörf fyrir æfingatíma barna, unglinga og meistaraflokka, og að ljóst sé að iðkendur þurfi að víkja fyrir annarri starfsemi í höllinni rétt eins og staðan sé nú og hafi verið síðustu áratugi varðandi Laugardalshöll. Það sé óviðunandi fyrir félögin. Oddur segir í færslu sinni að frá áramótum hafi alls 32 æfingadagar fallið niður í Laugardalshöll.
Ný þjóðarhöll Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira