Elva Hrönn verður frábær formaður VR Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 14. mars 2023 13:30 Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum sem greinarkorn mitt á Vísi hlaut í gær. Ekki leið á löngu fyrr en mykjudreifarar VR formannsins voru farnir af stað og þvílíkt skítkast. Ef ekki væri fyrir alla illkvittnina, gæti þessi forherti ásetningur um að hafa æruna af fólki jafnvel virst fyndinn. Því miður munu ærumeiðingar sem þessar þó seint teljast af hinu góða og er eiginlega fátt annað til ráða en að finna til með fólki sem getur fengið annað eins af sér og þessa framkomu. Elva verður frábær formaður Ég styð Elvu Hrönn Hjartardóttur til formanns VR fyrir tvennt. Annars vegar býr í Elvu Hrönn mikið og gott formannsefni, sem nálgast málefni VR heildstætt og af miklum metnaði. Ég treysti henni jafnframt best til að leiða þá vinnu sem þarf að fara í við að endurnýja og endurbyggja VR. Þetta stærsta stéttarfélag landsins hefur látið heldur á sjá á undanförnum árum og gera má betur í þjónustu við félagsfólk á svo mörgum sviðum. Á hinn bóginn er svo ekki síður brýnt að VR fái formann sem getur rétt af þann halla sundurlyndis og tortryggni sem hefur verið að myndast innan ASÍ. Gríðarlega mikilvægt er að þessi samstarfsvettvangur starfi af heilindum í þágu launafólks og baráttu þess fyrir auknum kaupmætti og bættum lífsgæðum. Kjósum Elvu og eflum VR Með því að kjósa Elvu Hrönn sem næsta formann VR erum við að segja já við bættum og árangursríkari samskiptum á vinnumarkaði. Árangur er það sem skiptir máli í samskiptum aðila vinnumarkaðarins, árangur sem skilar kaupmætti og auknum lífsgæðum. Kjósum Elvu Hrönn fyrir nýtt og betra VR. Höfundur bauð sig fram sem formaður VR fyrir tveimur árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Stéttarfélög Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum sem greinarkorn mitt á Vísi hlaut í gær. Ekki leið á löngu fyrr en mykjudreifarar VR formannsins voru farnir af stað og þvílíkt skítkast. Ef ekki væri fyrir alla illkvittnina, gæti þessi forherti ásetningur um að hafa æruna af fólki jafnvel virst fyndinn. Því miður munu ærumeiðingar sem þessar þó seint teljast af hinu góða og er eiginlega fátt annað til ráða en að finna til með fólki sem getur fengið annað eins af sér og þessa framkomu. Elva verður frábær formaður Ég styð Elvu Hrönn Hjartardóttur til formanns VR fyrir tvennt. Annars vegar býr í Elvu Hrönn mikið og gott formannsefni, sem nálgast málefni VR heildstætt og af miklum metnaði. Ég treysti henni jafnframt best til að leiða þá vinnu sem þarf að fara í við að endurnýja og endurbyggja VR. Þetta stærsta stéttarfélag landsins hefur látið heldur á sjá á undanförnum árum og gera má betur í þjónustu við félagsfólk á svo mörgum sviðum. Á hinn bóginn er svo ekki síður brýnt að VR fái formann sem getur rétt af þann halla sundurlyndis og tortryggni sem hefur verið að myndast innan ASÍ. Gríðarlega mikilvægt er að þessi samstarfsvettvangur starfi af heilindum í þágu launafólks og baráttu þess fyrir auknum kaupmætti og bættum lífsgæðum. Kjósum Elvu og eflum VR Með því að kjósa Elvu Hrönn sem næsta formann VR erum við að segja já við bættum og árangursríkari samskiptum á vinnumarkaði. Árangur er það sem skiptir máli í samskiptum aðila vinnumarkaðarins, árangur sem skilar kaupmætti og auknum lífsgæðum. Kjósum Elvu Hrönn fyrir nýtt og betra VR. Höfundur bauð sig fram sem formaður VR fyrir tveimur árum.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun