Fjallið, dýrin og framtíðin Pétur Heimisson skrifar 15. mars 2023 08:01 Snæfell, rís um 1000 m upp úr hásléttunni allt um kring og er hæst íslenskra fjalla utan jökla, 1833 m. Fjallið og umhverfi þess, Snæfellsöræfi eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellið sést langt og víða að, vekur sterk hughrif og fyllir mörg lotningu. Það er í senn náttúruleg varða og áttaviti og af því geta ýmsir lesið í veður og veðrabrigði. Af toppi þess er frábært útsýni yfir fjölbreytt landslag; hásléttur, fjallgarða, dali og firði. Hásléttan er mótuð af skriðjöklum sem hafa skrapað hana í aldanna rás og hér er einn fárra staða á Íslandi þar sem er samfellt gróðurlendi frá fjöru til jökuls. Líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill og hér hafa lengstum verið aðal sumarhagar og burðarsvæði hreindýra. Nýbúi varð frumbyggi Í fjórum tilraunum voru hreindýr flutt til landsins. Þau náðu sér tímabundið á strik víðar en á Austurlandi, en dýrin þar voru þau einu er lifðu af þegar kom fram á tuttugustu öldina. Árið 1787 voru síðast flutt hingað hreindýr og þá í fyrsta sinn til Austurlands (Vopnafjarðar). Þessi stofn stækkaði og dreifði sér og hefur fyrir löngu gert Austur- og Suðausturland að sínum heimkynnum, trúlega vegna þess að eitthvað í landslagi, lífríki og veðri hentaði þeim vel. Hér voru engin hreindýr fyrir og þau því frumbyggjar í landi Snæfells. Réttur fjalls og frumbyggja Hreindýrin sem flutt voru til landsins á 18. öld komu þau frá Finnmörk í Noregi og íslenska hreindýrið því upprunnið í Sápmi, landi samískra frumbyggja í norður Skandinavíu. Hæstiréttur Noregs dæmdi á dögunum Sömum í hag í máli tengdu vindorkuverum á þeirra landi. Dómurinn byggði ekki síst á að næg rök lægju fyrir sem bentu til þess að vindorkugarðarnir ógnuðu afkomu og viðurværi frumbyggja landsins. Nefnilega að hljóð og sjónræn áhrif af snúningi spaðanna trufluðu hreindýr Sama í beitarhögum, ekki síst kýr og unga kálfa. Ekki þarf mikið hugmyndaflug, heldur einungis blákalt raunsæi til að álykta að vindorkuver í og nærri högum íslenskra hreindýra geti mögulega ógnað tilvist þeirra. Að setja upp og þjónusta svo risavaxin mannvirki, tæpast undir 200 m há, raskar mjög landi og líffræðilegum fjölbreytileika umfram það sem Kárahnjúkavirkjun, veitur austan Snæfells o.fl. meðfylgjandi hafa þegar gert. Slíkar skýskröpur með ljós á toppi munu raska þeirri ró og helgi sem ríkt hefur á Snæfellsöræfum. Að heimila vindorkuver á eða aðlægt kjörlendi hreindýra og í nágrenni Vatnajökulsþjóðgarðs, finnst mér galin skammsýni. Snæfellið og hreindýrin á lendum þess eiga tilkall til þess að njóta friðhelgi gagnvart slíkum mannvirkjum. Það er þeirra hagur í bráð og okkar, komandi kynslóða og lýðheilsu til langrar framtíðar. Höfundur er læknir og er annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Pétur Heimisson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Snæfell, rís um 1000 m upp úr hásléttunni allt um kring og er hæst íslenskra fjalla utan jökla, 1833 m. Fjallið og umhverfi þess, Snæfellsöræfi eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellið sést langt og víða að, vekur sterk hughrif og fyllir mörg lotningu. Það er í senn náttúruleg varða og áttaviti og af því geta ýmsir lesið í veður og veðrabrigði. Af toppi þess er frábært útsýni yfir fjölbreytt landslag; hásléttur, fjallgarða, dali og firði. Hásléttan er mótuð af skriðjöklum sem hafa skrapað hana í aldanna rás og hér er einn fárra staða á Íslandi þar sem er samfellt gróðurlendi frá fjöru til jökuls. Líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill og hér hafa lengstum verið aðal sumarhagar og burðarsvæði hreindýra. Nýbúi varð frumbyggi Í fjórum tilraunum voru hreindýr flutt til landsins. Þau náðu sér tímabundið á strik víðar en á Austurlandi, en dýrin þar voru þau einu er lifðu af þegar kom fram á tuttugustu öldina. Árið 1787 voru síðast flutt hingað hreindýr og þá í fyrsta sinn til Austurlands (Vopnafjarðar). Þessi stofn stækkaði og dreifði sér og hefur fyrir löngu gert Austur- og Suðausturland að sínum heimkynnum, trúlega vegna þess að eitthvað í landslagi, lífríki og veðri hentaði þeim vel. Hér voru engin hreindýr fyrir og þau því frumbyggjar í landi Snæfells. Réttur fjalls og frumbyggja Hreindýrin sem flutt voru til landsins á 18. öld komu þau frá Finnmörk í Noregi og íslenska hreindýrið því upprunnið í Sápmi, landi samískra frumbyggja í norður Skandinavíu. Hæstiréttur Noregs dæmdi á dögunum Sömum í hag í máli tengdu vindorkuverum á þeirra landi. Dómurinn byggði ekki síst á að næg rök lægju fyrir sem bentu til þess að vindorkugarðarnir ógnuðu afkomu og viðurværi frumbyggja landsins. Nefnilega að hljóð og sjónræn áhrif af snúningi spaðanna trufluðu hreindýr Sama í beitarhögum, ekki síst kýr og unga kálfa. Ekki þarf mikið hugmyndaflug, heldur einungis blákalt raunsæi til að álykta að vindorkuver í og nærri högum íslenskra hreindýra geti mögulega ógnað tilvist þeirra. Að setja upp og þjónusta svo risavaxin mannvirki, tæpast undir 200 m há, raskar mjög landi og líffræðilegum fjölbreytileika umfram það sem Kárahnjúkavirkjun, veitur austan Snæfells o.fl. meðfylgjandi hafa þegar gert. Slíkar skýskröpur með ljós á toppi munu raska þeirri ró og helgi sem ríkt hefur á Snæfellsöræfum. Að heimila vindorkuver á eða aðlægt kjörlendi hreindýra og í nágrenni Vatnajökulsþjóðgarðs, finnst mér galin skammsýni. Snæfellið og hreindýrin á lendum þess eiga tilkall til þess að njóta friðhelgi gagnvart slíkum mannvirkjum. Það er þeirra hagur í bráð og okkar, komandi kynslóða og lýðheilsu til langrar framtíðar. Höfundur er læknir og er annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar