Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2023 07:42 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Landspítalinn hefur flakkað milli óvissustigs, hættustigs og neyðarstigs síðan 30. janúar 2020. Vísir/Vilhelm Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. Á vef Landspítala segir að spítalinn hafi verið settur á óvissustig vegna útbreiðslu veirunnar í heiminum þann 30. janúar 2020 og síðan þá hefur hann verið færður á óvissustig, hættustig eða neyðarstig alls nítján sinnum. „Í viðbragðsáætlun Landspítala er gert ráð fyrir því að spítalinn sé settur á óvissustig þegar hafa þarf viðbúnað vegna mögulegs eða orðins atburðar. Dagleg starfsemi ræður við atburðinn, upplýsingar eru óljósar eða ekki nægar til að virkja viðbragðsáætlun til fulls. Farsóttanefnd er að störfum á óvissustigi og er tengiliður við sóttvarnalækni. Nú, rúmlega þremur árum eftir fyrsta óvissustig vegna COVID-19, er staðan sú að sjúkdómurinn virðist vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. Því er ekki lengur ástæða til að vera með sérstakar aðgerðir innan spítalans aðrar en sýkingavarnir til að verjast sjúkdómnum. Þannig var grímuskyldu breytt í valkvæða grímunotkun þann 10. mars s.l. og þar með voru síðustu sértæku ráðstafanirnar felldar úr gildi. Þrátt fyrir þennan gleðilega áfanga á langri og strangri leið þá er full ástæða til að fylgjast vel með og vera á tánum gagnvart nýjum afbrigðum kórónuveirunnar (SARS-CoV-2), breyttri sjúkdómsmynd og nýjum farsóttum. Það er hlutverk farsóttanefndar að vakta og gera viðvart,“ segir á vef spítalans. Grímunotkun er nú valkvæð á spítalanum. Vísir/Vilhelm Grímuskyldu aflétt Greint var frá því í síðustu viku að grímuskylda væri orðin valkvæð á spítalanum, bæði fyrir sjúklinga, starfsmenn, nemendur, heimsóknargesti og aðra sem eigi erindi á Landspítala. Farsóttanefnd spítalans mælir þó með því að grímur séu áfram notaðar á bráðamóttökum þar sem þrengsli séu og ekki unnt að gæta að sóttvörnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Á vef Landspítala segir að spítalinn hafi verið settur á óvissustig vegna útbreiðslu veirunnar í heiminum þann 30. janúar 2020 og síðan þá hefur hann verið færður á óvissustig, hættustig eða neyðarstig alls nítján sinnum. „Í viðbragðsáætlun Landspítala er gert ráð fyrir því að spítalinn sé settur á óvissustig þegar hafa þarf viðbúnað vegna mögulegs eða orðins atburðar. Dagleg starfsemi ræður við atburðinn, upplýsingar eru óljósar eða ekki nægar til að virkja viðbragðsáætlun til fulls. Farsóttanefnd er að störfum á óvissustigi og er tengiliður við sóttvarnalækni. Nú, rúmlega þremur árum eftir fyrsta óvissustig vegna COVID-19, er staðan sú að sjúkdómurinn virðist vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. Því er ekki lengur ástæða til að vera með sérstakar aðgerðir innan spítalans aðrar en sýkingavarnir til að verjast sjúkdómnum. Þannig var grímuskyldu breytt í valkvæða grímunotkun þann 10. mars s.l. og þar með voru síðustu sértæku ráðstafanirnar felldar úr gildi. Þrátt fyrir þennan gleðilega áfanga á langri og strangri leið þá er full ástæða til að fylgjast vel með og vera á tánum gagnvart nýjum afbrigðum kórónuveirunnar (SARS-CoV-2), breyttri sjúkdómsmynd og nýjum farsóttum. Það er hlutverk farsóttanefndar að vakta og gera viðvart,“ segir á vef spítalans. Grímunotkun er nú valkvæð á spítalanum. Vísir/Vilhelm Grímuskyldu aflétt Greint var frá því í síðustu viku að grímuskylda væri orðin valkvæð á spítalanum, bæði fyrir sjúklinga, starfsmenn, nemendur, heimsóknargesti og aðra sem eigi erindi á Landspítala. Farsóttanefnd spítalans mælir þó með því að grímur séu áfram notaðar á bráðamóttökum þar sem þrengsli séu og ekki unnt að gæta að sóttvörnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira