Óvissa ríkir um framtíð Gavi vegna skráningarvesens og baráttu Barcelona við La Liga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 16:30 Xavi og Gavi. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Hinn gríðarlegi efnilegi Gavi gæti verið á leið frá Barcelona á frjálsri sölu þar sem samningur hans við félagið gæti verið ógildur. Málið er flókið og er hluti af ástæðunni bakvið þeirrar miklu spennu sem nú ríkir milli Barcelona og spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga. Hinn 18 ára Gavi hefur verið frábær með Barcelona á leiktíðinni og er stór ástæða þess fyrir að liðið virðist ætla að endurheimta spænska meistaratitilinn. Þá hefur hann spilað 17 A-landsleiki frá árinu 2021. The Athletic greinir frá því að þegar Gavi skrifaði í september síðastliðnum undir framlengingu á samning sínum til ársins 2026 var hann enn „unglingaliðsleikmaður“ þó hann væri að spila með aðalliði Barcelona og A-landsliði Spánar. Í samningnum var klásúla þess efnis að hann gæti farið frítt ef Barcelona myndi ekki skrá hann sem leikmann aðalliðsins fyrir 30. júní 2023. Gavi s future at Barcelona is far from certain...The 18-year-old s contract registration is at risk of being invalidated.If this were to happen it would mean a clause allowing him to leave #FCB for nothing this summer would come back into effect.More from @polballus— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 15, 2023 Það er ekki hægt að breyta stöðu leikmanna nema þegar félagaskiptaglugginn er opinn en Börsungar gátu ekki skráð Gavi í janúar þar sem La Liga sagði einfaldlega að samningurinn myndi þýða að félagið væri að brjóta fjárhagsreglur deildarinnar. Barcelona fór með málið fyrir dómstóla og sagði að La Liga væri að gera sitt besta til að áreita félagið. Fór það þannig að Barcelona hafði betur en þurfti þó að skila inn nýrri umsókn – sem stæðist regluverk deildarinnar – innan 20 vinnudaga. Þann 2. mars síðastliðinn skilaði Barcelona loks inn umsókninni, degi of seint samkvæmt La Liga. Á mánudaginn 13. mars staðfesti dómstóllinn að Barcelona hefði ekki skilað umsókninni inn á tilætluðum tíma. Barcelona fær fimm daga til að útskýra mál sitt. Takist Börsungum ekki að fá ákvörðuninni hnekkt þá verður Gavi skráður sem unglingaliðsmaður á nýjan leik og gæti því farið á frjálsri sölu í suamr. Félagið stendur fast á sínu og segist hafa skilað inn öllum pappírum á réttum tíma. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira
Hinn 18 ára Gavi hefur verið frábær með Barcelona á leiktíðinni og er stór ástæða þess fyrir að liðið virðist ætla að endurheimta spænska meistaratitilinn. Þá hefur hann spilað 17 A-landsleiki frá árinu 2021. The Athletic greinir frá því að þegar Gavi skrifaði í september síðastliðnum undir framlengingu á samning sínum til ársins 2026 var hann enn „unglingaliðsleikmaður“ þó hann væri að spila með aðalliði Barcelona og A-landsliði Spánar. Í samningnum var klásúla þess efnis að hann gæti farið frítt ef Barcelona myndi ekki skrá hann sem leikmann aðalliðsins fyrir 30. júní 2023. Gavi s future at Barcelona is far from certain...The 18-year-old s contract registration is at risk of being invalidated.If this were to happen it would mean a clause allowing him to leave #FCB for nothing this summer would come back into effect.More from @polballus— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 15, 2023 Það er ekki hægt að breyta stöðu leikmanna nema þegar félagaskiptaglugginn er opinn en Börsungar gátu ekki skráð Gavi í janúar þar sem La Liga sagði einfaldlega að samningurinn myndi þýða að félagið væri að brjóta fjárhagsreglur deildarinnar. Barcelona fór með málið fyrir dómstóla og sagði að La Liga væri að gera sitt besta til að áreita félagið. Fór það þannig að Barcelona hafði betur en þurfti þó að skila inn nýrri umsókn – sem stæðist regluverk deildarinnar – innan 20 vinnudaga. Þann 2. mars síðastliðinn skilaði Barcelona loks inn umsókninni, degi of seint samkvæmt La Liga. Á mánudaginn 13. mars staðfesti dómstóllinn að Barcelona hefði ekki skilað umsókninni inn á tilætluðum tíma. Barcelona fær fimm daga til að útskýra mál sitt. Takist Börsungum ekki að fá ákvörðuninni hnekkt þá verður Gavi skráður sem unglingaliðsmaður á nýjan leik og gæti því farið á frjálsri sölu í suamr. Félagið stendur fast á sínu og segist hafa skilað inn öllum pappírum á réttum tíma.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjá meira