Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Stjarnan 35-26 | Stjarna fæddist þegar Mosfellingar flugu í úrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2023 22:05 Þorsteinn Leó Gunnarsson skaut Stjörnumenn í kaf. vísir/diego Afturelding komst í úrslitaleik Powerade-bikars karla með stórsigri á Stjörnunni, 35-26, í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld. Í úrslitaleiknum á laugardaginn mæta Mosfellingar Haukum. Stjörnur verða til á stundum sem þessum og í kvöld fæddist ein. Brynjar Vignir Sigurjónsson, markvörður Aftureldingar. Hann varði fyrstu fjögur skotin sem hann fékk á sig og alls tólf skot í fyrri hálfleik, þar af þrjú vítaköst. Það gerði hlutfallsmarkvörslu upp á 55 prósent. Brynjar gaf aðeins eftir í seinni hálfleik en lauk samt leik með fimmtán varin skot (47 prósent). Frábær frammistaða hjá stráknum. Jovan Kukobat átti einnig stórgóðan leik og varði sjö skot (44 prósent). Saman vörðu þeir fimm víti. Árni Bragi Eyjólfsson átti stórfínan leik fyrir Aftureldingu.vísir/diego Markverðirnir voru ekki einu hetjur Aftureldingar í kvöld. Þorsteini Leó Gunnarssyni héldu engin bönd í sókninni og hann skoraði ellefu mörk úr þrettán skotum. Igor Kopishinsky skoraði sjö mörk og Birkir Benediktsson og Árni Bragi Eyjólfsson sitt hvor fimm mörkin. Hergeir Grímsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Gunnar Steinn Jónsson fimm. Markverðir liðsins vörðu samtals þrettán skot (27 prósent). Stjörnumenn mættu einfaldlega ofjörlum sínum í dag því frammistaða Mosfellinga var nánast fullkomin. Það var sama á hvaða sviði það var, Afturelding var með yfirhöndina. Gunnar Steinn Jónsson átti ágætis spretti.vísir/diego Með Brynjar í banastuði byrjuðu Mosfellingar leikinn af miklum krafti og komust í 5-0. Stjörnumenn voru í stórkostlegum vandræðum í sókninni, eða að koma boltanum framhjá Brynjari. Það gerðist ekki fyrr en eftir sjö mínútur og mörkin í fyrri hálfleik voru aðeins tíu. Hergeir skoraði sex þeirra en hann var eini leikmaður Stjörnunnar með rænu í fyrri hálfleik. Hann minnkaði muninn í 14-8 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Í sókninni á eftir fékk Tandri Már Konráðsson brottvísun fyrir brot og aðra fyrir mótmæli og Stjarnan var manni færri út hálfleikinn. Afturelding nýtti sér það vel og fór með sjö marka forskot til búningsherbergja, 17-10. Þorsteinn Leó, Árni Bragi og Birkir voru mjög beittir og skoruðu samtals þrettán af sautján mörkum Mosfellinga í fyrri hálfleik. Brynjar Vignir Sigurjónsson varði eins og óður maður.vísir/diego Þótt Afturelding hafi oftsinnis tapað niður vænlegum stöðum undanfarin tvö ár var það aldrei að fara að gerast í kvöld. Til þess var takturinn í liðinu of góður. Mosfellingar hertu tökin enn frekar í seinni hálfleik sem var aldrei spennandi. Mestur varð munurinn ellefu mörk en á endanum skildu níu mörk liðin að, 35-26. Brynjar: Þetta er draumur Brynjar Vignir Sigurjónsson (lengst til vinstri) fagnar með félögum sínum eftir leikinn.vísir/diego Brynjar Vignir Sigurjónsson átti frábæran leik þegar Afturelding tryggði sér sæti í úrslitaleik Powerade-bikars karla með stórsigri á Stjörnunni í kvöld. Brynjar varði fimmtán skot, eða 47 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. Hann varði meðal annars þrjú vítaköst. „Þetta er draumur, að komast í úrslitaleikinn. Það var markmið númer eitt. Nú er bara að einbeita sér að laugardeginum og klára það,“ sagði Brynjar í leikslok. Hann byrjaði leikinn af krafti og varði fjögur fyrstu skotin sem hann fékk á sig. „Ég tók fyrsta boltann og fyrsti boltinn gefur manni mikið. Hann kom mér í gang og ég fylgdi því eftir. Svo kom Jovan [Kukobat] flottur inn á í lokin,“ sagði Brynjar. Þeir Jovan vörðu samtals fimm vítaköst í leiknum. „Við horfðum á nokkrar klippur en það gekk allt upp í dag.“ Afturelding mætir Haukum í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Þótt frammistaðan í dag hafi verið frábær segir Brynjar að Mosfellingar geti gert enn betur. „Við eigum alltaf eitthvað smá inni. Við vorum allir upp á okkar besta í dag og við þurfum að vera það aftur á laugardaginn,“ sagði Brynjar að lokum. Patrekur: Mjög ósáttur með tóninn strax í byrjun og skil hann ekki Patrekur Jóhannesson var ekki sáttur í leikslok.vísir/diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir að hans menn töpuðu fyrir Aftureldingu í kvöld. Hann var sérstaklega ósáttur við hvernig Stjörnumenn byrjuðu leikinn. „Það sem er svekkjandi. Birkir [Benediktsson] og Þorsteinn [Leó Gunnarsson] eru sterkir leikmaður og þeir koma af krafti í árásir. Við vissum þetta allt en þeir gerðu þetta vel og voru áræðnir og ákveðnir. Ef þú tapar þessu baráttu strax í byrjun og klikkar þar að auki á hraðaupphlaupum og dauðafærum,“ sagði Patrekur eftir leik. „Það getur alveg gerst að maður klikki á vítum en hvað þetta var slappt varnarlega og markvarslan var líka slök. Ég er mjög ósáttur með tóninn strax í byrjun og skil hann ekki. Það var fullt af Garðbæingum í Höllinni, það heyrðist meira í þeim og ég var mjög ánægður með þá.“ Patrekur reyndi ýmislegt til að breyta gangi mála en ekkert gekk. „Ég róteraði mikið, reyndi sjö á sex en þessi byrjun,“ sagði Patrekur svekktur. „Það smitaðist út í allt. Þegar þú lendir í erfiðleikum fara menn oft að hugsa um að gera þetta sjálfir. Mér líður ekkert vel og það tekur tíma að jafna sig á þessu.“ Handbolti Powerade-bikarinn Afturelding Stjarnan
Afturelding komst í úrslitaleik Powerade-bikars karla með stórsigri á Stjörnunni, 35-26, í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld. Í úrslitaleiknum á laugardaginn mæta Mosfellingar Haukum. Stjörnur verða til á stundum sem þessum og í kvöld fæddist ein. Brynjar Vignir Sigurjónsson, markvörður Aftureldingar. Hann varði fyrstu fjögur skotin sem hann fékk á sig og alls tólf skot í fyrri hálfleik, þar af þrjú vítaköst. Það gerði hlutfallsmarkvörslu upp á 55 prósent. Brynjar gaf aðeins eftir í seinni hálfleik en lauk samt leik með fimmtán varin skot (47 prósent). Frábær frammistaða hjá stráknum. Jovan Kukobat átti einnig stórgóðan leik og varði sjö skot (44 prósent). Saman vörðu þeir fimm víti. Árni Bragi Eyjólfsson átti stórfínan leik fyrir Aftureldingu.vísir/diego Markverðirnir voru ekki einu hetjur Aftureldingar í kvöld. Þorsteini Leó Gunnarssyni héldu engin bönd í sókninni og hann skoraði ellefu mörk úr þrettán skotum. Igor Kopishinsky skoraði sjö mörk og Birkir Benediktsson og Árni Bragi Eyjólfsson sitt hvor fimm mörkin. Hergeir Grímsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Gunnar Steinn Jónsson fimm. Markverðir liðsins vörðu samtals þrettán skot (27 prósent). Stjörnumenn mættu einfaldlega ofjörlum sínum í dag því frammistaða Mosfellinga var nánast fullkomin. Það var sama á hvaða sviði það var, Afturelding var með yfirhöndina. Gunnar Steinn Jónsson átti ágætis spretti.vísir/diego Með Brynjar í banastuði byrjuðu Mosfellingar leikinn af miklum krafti og komust í 5-0. Stjörnumenn voru í stórkostlegum vandræðum í sókninni, eða að koma boltanum framhjá Brynjari. Það gerðist ekki fyrr en eftir sjö mínútur og mörkin í fyrri hálfleik voru aðeins tíu. Hergeir skoraði sex þeirra en hann var eini leikmaður Stjörnunnar með rænu í fyrri hálfleik. Hann minnkaði muninn í 14-8 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Í sókninni á eftir fékk Tandri Már Konráðsson brottvísun fyrir brot og aðra fyrir mótmæli og Stjarnan var manni færri út hálfleikinn. Afturelding nýtti sér það vel og fór með sjö marka forskot til búningsherbergja, 17-10. Þorsteinn Leó, Árni Bragi og Birkir voru mjög beittir og skoruðu samtals þrettán af sautján mörkum Mosfellinga í fyrri hálfleik. Brynjar Vignir Sigurjónsson varði eins og óður maður.vísir/diego Þótt Afturelding hafi oftsinnis tapað niður vænlegum stöðum undanfarin tvö ár var það aldrei að fara að gerast í kvöld. Til þess var takturinn í liðinu of góður. Mosfellingar hertu tökin enn frekar í seinni hálfleik sem var aldrei spennandi. Mestur varð munurinn ellefu mörk en á endanum skildu níu mörk liðin að, 35-26. Brynjar: Þetta er draumur Brynjar Vignir Sigurjónsson (lengst til vinstri) fagnar með félögum sínum eftir leikinn.vísir/diego Brynjar Vignir Sigurjónsson átti frábæran leik þegar Afturelding tryggði sér sæti í úrslitaleik Powerade-bikars karla með stórsigri á Stjörnunni í kvöld. Brynjar varði fimmtán skot, eða 47 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. Hann varði meðal annars þrjú vítaköst. „Þetta er draumur, að komast í úrslitaleikinn. Það var markmið númer eitt. Nú er bara að einbeita sér að laugardeginum og klára það,“ sagði Brynjar í leikslok. Hann byrjaði leikinn af krafti og varði fjögur fyrstu skotin sem hann fékk á sig. „Ég tók fyrsta boltann og fyrsti boltinn gefur manni mikið. Hann kom mér í gang og ég fylgdi því eftir. Svo kom Jovan [Kukobat] flottur inn á í lokin,“ sagði Brynjar. Þeir Jovan vörðu samtals fimm vítaköst í leiknum. „Við horfðum á nokkrar klippur en það gekk allt upp í dag.“ Afturelding mætir Haukum í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Þótt frammistaðan í dag hafi verið frábær segir Brynjar að Mosfellingar geti gert enn betur. „Við eigum alltaf eitthvað smá inni. Við vorum allir upp á okkar besta í dag og við þurfum að vera það aftur á laugardaginn,“ sagði Brynjar að lokum. Patrekur: Mjög ósáttur með tóninn strax í byrjun og skil hann ekki Patrekur Jóhannesson var ekki sáttur í leikslok.vísir/diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir að hans menn töpuðu fyrir Aftureldingu í kvöld. Hann var sérstaklega ósáttur við hvernig Stjörnumenn byrjuðu leikinn. „Það sem er svekkjandi. Birkir [Benediktsson] og Þorsteinn [Leó Gunnarsson] eru sterkir leikmaður og þeir koma af krafti í árásir. Við vissum þetta allt en þeir gerðu þetta vel og voru áræðnir og ákveðnir. Ef þú tapar þessu baráttu strax í byrjun og klikkar þar að auki á hraðaupphlaupum og dauðafærum,“ sagði Patrekur eftir leik. „Það getur alveg gerst að maður klikki á vítum en hvað þetta var slappt varnarlega og markvarslan var líka slök. Ég er mjög ósáttur með tóninn strax í byrjun og skil hann ekki. Það var fullt af Garðbæingum í Höllinni, það heyrðist meira í þeim og ég var mjög ánægður með þá.“ Patrekur reyndi ýmislegt til að breyta gangi mála en ekkert gekk. „Ég róteraði mikið, reyndi sjö á sex en þessi byrjun,“ sagði Patrekur svekktur. „Það smitaðist út í allt. Þegar þú lendir í erfiðleikum fara menn oft að hugsa um að gera þetta sjálfir. Mér líður ekkert vel og það tekur tíma að jafna sig á þessu.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti