Að hjálpa þegar þú þarft á hjálp að halda Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 16. mars 2023 12:01 Þegar við þurfum á því að halda að hlúa að okkur sjálfum á erfiðum tímum, byggja okkur upp andlega og líkamlega er oft mikilvægt að leita sér hjálpar. Fá stuðning og aðstoð bæði frá fólki sínu og sérfræðingum í kringum sig. Það eru algjör forréttindi að geta nálgast bæði líkamlegan og andlegan stuðning og sem betur fer miðar okkur fram á við í samfélaginu í að bjóða upp á slíkan stuðning. Það er hins vegar annað mikilvægt sjónarhorn sem er vert að skoða og beina sjónum okkar að. Sjónarhorn sem snýr að mikilvægi þess að gefa af sér og hjálpa. Þ.e. ávinningnum sem fylgir hjálpsemi, fórnfýsni og framlags. Það kann að hljóma þversagnarkennt að tala um hjálpsemi og fórnfýsni fyrir fólk sem þarfnast aðstoðar. En staðreyndin er sú að með því að tileinka okkur hjálpsemi og fórnfýsni erum við að hjálpa okkur sjálfum í leiðinni. Þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á, að það að gefa af sér og hjálpa öðrum hefur líkamlegan, andlegan og hugrænan ávinning umfram það að þiggja stuðning og hjálp. Rannsóknir hafa kannað áhrif þess að þiggja og gefa aðstoð hjá einstaklingum með líkamlega sjúkdóma. Í rannsókn á hópi af einstaklingum með MS-sjúkdóm var hópnum skipt í tvennt, þar sem annar helmingurinn fékk símtal frá aðila sem sýndi þeim ást, umhyggju og stuðning. Hinn helmingurinn hringdi í einstakling einu sinni í viku þar sem þeir áttu að sýna ást, umhyggju og stuðning til manneskjunnar. Í lok rannsóknarinnar, tveimur árum seinna voru hóparnir skoðaðir og bornir saman á fimm þáttum: vellíðan, sjálfstrausti, líkamlegri virkni, von og þunglyndi. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þeir sem gáfu af sér í formi símtala voru 8 sinnum heilbrigðari en hinn hópurinn sem fékk símtölin á öllum fimm þáttunum (2). Í rannsókn á einstaklingum með lungnasjúkdóm voru þeir mældir á tveimur þátttum: 1) Hversu mikið þeir fengu ást, stuðning og umhyggju frá öðrum og 2) Hversu mikið þeir gáfu það frá sér til annarra. Það kom í ljós að seinni þátturinn spáði mun betur fyrir um líkamlegan bata og vellíðan heldur en fyrri þátturinn og því meira sem einstaklingurinn gaf af sér því betri var heilsan hans. Þetta átti jafnvel við um einstaklinga sem gátu ekki hreyft sig og voru fastir við skilunarvél (3). Rannsóknir hafa einnig kannað áhrif þess að gefa og þiggja stuðning fyrir fólk með andleg veikindi. Sem dæmi var kannað áhrif þessa að veita stuðning fyrir einstaklinga sem höfðu nýlega misst maka sinn í samanburði við það að fá stuðning. Þeir sem veittu stuðning upplifðu ekkert þunglyndi 6 mánuðum síðar á meðan þeir sem fengu stuðning upplifðu ennþá viðvarandi þunglyndi (4). Að lokum hefur fórnfýsni og framlag verið kannað í hópi af háskólanýnemum. Þar sem það kom í ljós að þeir sem höfðu það að markmiði að gefa af sér í formi einhvers framlags voru betur félagslega staddir, höfðu betri líkamlega heilsu og hugræna frammistöðu í samanburði við þá sem höfðu markmið sem fólst í því að ná árangri (5). Það má halda áfram að telja upp rannsóknir sem sýna fram á ávinninginn sem fylgir því að gefa af sér umfram það að einungis þiggja frá öðrum. Tekið saman hafa rannsóknir sýnt að ávinningurinn sem fylgir gjafmildi, fórnfýsi og framlagi er m.a. betri félagsleg, hugræn og líkamleg frammistaða, meiri persónuleg vellíðan, líkamleg virkni, sjálfstraust, von og minni depurð, lægri blóðþrýstingur, minni dánarhætta, kemur í veg fyrir depurð eftir mikinn missi, aukin skuldbunding og þátttaka starfsmanna á vinnustaðnum og aukning í jákvæðri hegðun, hjálpsemi og hegðun sem stuðlar að félagsfærni og vináttu (1). Það er því mikilvægt að huga sérstaklega að fórnfýsni og hjálpsemi fyrir þann hóp sem þarfnast aðstoðar, því með því að gefa þeim tækifæri til þess að erum við að hjálpa þeim í leiðinni. Höfundur er sálfræðingur, doktorsnemi við sálfræðideild í Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Proency. Heimildir: 1) Cameron, K. (2021). Positively energizing leadership: Virtuous actions and relationships that create high performance. Berrett-Koehler Publishers. 2) Schwartz, C., & Sender, R. (1991). Helping others helps oneself: Response shift effects to peer support. Social Science and Medicine, 48 , 1563–1575. 3) Brown, S. L., & Brown, R. M. (2006). Selective investment theory: Recasting the functional significance of close relationships. Psychological Inquiry, 17 , 1–29. Brown, S. L., Nesse, R., Vinokur, A. D., & Smith, D. M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14 , 320–327. 4) Brown, S.L., Nesse, R., Vinokur, A.D., & Smith, D.M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14, 320-327. 5) Crocker, J., & Canevello, A. (2016). Egosystem and ecosystem: Motivational orientation of the self in relation to others. In Brown, K. W., & Leary, M.R. (Eds.), Oxford library of psychology: The Oxford handbook of hypoegoic phenomena (pp. 271- 283). New York, NY: Oxford University Press. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Þegar við þurfum á því að halda að hlúa að okkur sjálfum á erfiðum tímum, byggja okkur upp andlega og líkamlega er oft mikilvægt að leita sér hjálpar. Fá stuðning og aðstoð bæði frá fólki sínu og sérfræðingum í kringum sig. Það eru algjör forréttindi að geta nálgast bæði líkamlegan og andlegan stuðning og sem betur fer miðar okkur fram á við í samfélaginu í að bjóða upp á slíkan stuðning. Það er hins vegar annað mikilvægt sjónarhorn sem er vert að skoða og beina sjónum okkar að. Sjónarhorn sem snýr að mikilvægi þess að gefa af sér og hjálpa. Þ.e. ávinningnum sem fylgir hjálpsemi, fórnfýsni og framlags. Það kann að hljóma þversagnarkennt að tala um hjálpsemi og fórnfýsni fyrir fólk sem þarfnast aðstoðar. En staðreyndin er sú að með því að tileinka okkur hjálpsemi og fórnfýsni erum við að hjálpa okkur sjálfum í leiðinni. Þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á, að það að gefa af sér og hjálpa öðrum hefur líkamlegan, andlegan og hugrænan ávinning umfram það að þiggja stuðning og hjálp. Rannsóknir hafa kannað áhrif þess að þiggja og gefa aðstoð hjá einstaklingum með líkamlega sjúkdóma. Í rannsókn á hópi af einstaklingum með MS-sjúkdóm var hópnum skipt í tvennt, þar sem annar helmingurinn fékk símtal frá aðila sem sýndi þeim ást, umhyggju og stuðning. Hinn helmingurinn hringdi í einstakling einu sinni í viku þar sem þeir áttu að sýna ást, umhyggju og stuðning til manneskjunnar. Í lok rannsóknarinnar, tveimur árum seinna voru hóparnir skoðaðir og bornir saman á fimm þáttum: vellíðan, sjálfstrausti, líkamlegri virkni, von og þunglyndi. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þeir sem gáfu af sér í formi símtala voru 8 sinnum heilbrigðari en hinn hópurinn sem fékk símtölin á öllum fimm þáttunum (2). Í rannsókn á einstaklingum með lungnasjúkdóm voru þeir mældir á tveimur þátttum: 1) Hversu mikið þeir fengu ást, stuðning og umhyggju frá öðrum og 2) Hversu mikið þeir gáfu það frá sér til annarra. Það kom í ljós að seinni þátturinn spáði mun betur fyrir um líkamlegan bata og vellíðan heldur en fyrri þátturinn og því meira sem einstaklingurinn gaf af sér því betri var heilsan hans. Þetta átti jafnvel við um einstaklinga sem gátu ekki hreyft sig og voru fastir við skilunarvél (3). Rannsóknir hafa einnig kannað áhrif þess að gefa og þiggja stuðning fyrir fólk með andleg veikindi. Sem dæmi var kannað áhrif þessa að veita stuðning fyrir einstaklinga sem höfðu nýlega misst maka sinn í samanburði við það að fá stuðning. Þeir sem veittu stuðning upplifðu ekkert þunglyndi 6 mánuðum síðar á meðan þeir sem fengu stuðning upplifðu ennþá viðvarandi þunglyndi (4). Að lokum hefur fórnfýsni og framlag verið kannað í hópi af háskólanýnemum. Þar sem það kom í ljós að þeir sem höfðu það að markmiði að gefa af sér í formi einhvers framlags voru betur félagslega staddir, höfðu betri líkamlega heilsu og hugræna frammistöðu í samanburði við þá sem höfðu markmið sem fólst í því að ná árangri (5). Það má halda áfram að telja upp rannsóknir sem sýna fram á ávinninginn sem fylgir því að gefa af sér umfram það að einungis þiggja frá öðrum. Tekið saman hafa rannsóknir sýnt að ávinningurinn sem fylgir gjafmildi, fórnfýsi og framlagi er m.a. betri félagsleg, hugræn og líkamleg frammistaða, meiri persónuleg vellíðan, líkamleg virkni, sjálfstraust, von og minni depurð, lægri blóðþrýstingur, minni dánarhætta, kemur í veg fyrir depurð eftir mikinn missi, aukin skuldbunding og þátttaka starfsmanna á vinnustaðnum og aukning í jákvæðri hegðun, hjálpsemi og hegðun sem stuðlar að félagsfærni og vináttu (1). Það er því mikilvægt að huga sérstaklega að fórnfýsni og hjálpsemi fyrir þann hóp sem þarfnast aðstoðar, því með því að gefa þeim tækifæri til þess að erum við að hjálpa þeim í leiðinni. Höfundur er sálfræðingur, doktorsnemi við sálfræðideild í Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Proency. Heimildir: 1) Cameron, K. (2021). Positively energizing leadership: Virtuous actions and relationships that create high performance. Berrett-Koehler Publishers. 2) Schwartz, C., & Sender, R. (1991). Helping others helps oneself: Response shift effects to peer support. Social Science and Medicine, 48 , 1563–1575. 3) Brown, S. L., & Brown, R. M. (2006). Selective investment theory: Recasting the functional significance of close relationships. Psychological Inquiry, 17 , 1–29. Brown, S. L., Nesse, R., Vinokur, A. D., & Smith, D. M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14 , 320–327. 4) Brown, S.L., Nesse, R., Vinokur, A.D., & Smith, D.M. (2002). Providing support may be more beneficial than receiving it: Results from a prospective study of mortality. Psychological Science, 14, 320-327. 5) Crocker, J., & Canevello, A. (2016). Egosystem and ecosystem: Motivational orientation of the self in relation to others. In Brown, K. W., & Leary, M.R. (Eds.), Oxford library of psychology: The Oxford handbook of hypoegoic phenomena (pp. 271- 283). New York, NY: Oxford University Press.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun