Er engin arðsemi af menntun háskólakennara? Pétur Henry Petersen, Baldvin Zarioh og Hjördís Sigursteinsdóttir skrifa 16. mars 2023 12:30 Háskólar eru hreyfiafl framfara í nútíma samfélagi og uppspretta nýjunga og nýsköpunar. Þeir afla einnig og varðveita margvíslega þekkingu og móta skilning á heiminum á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Í háskólum eru nýjar kynslóðir þjálfaðar til fjölbreyttra starfa. Hlutverk háskóla er einnig að veita stjórnvöldum málefnalegt aðhald. Allt eru þetta forsendur hagsældar í víðasta skilningi þess orðs, hvort heldur sem horft er til efnahags, menningar eða stöðu lýðræðisins. Mikilvægi þess þarfnast ekki frekari útskýringa. Störf háskólakennara og annara sem þar starfa eru þýðingarmikil og þeim fylgja fjölbreyttar áskoranir. Áríðandi er því að hæfasta fólkið sækist eftir því að starfa í háskólum. Háskólakennarar þurfa að leggja að baki langt og strangt nám áður en þeir hefja störf. Þeir sinna auk kennslu, rannsóknum og stjórnun, hérlendis eru háskólar fáliðaðri en víðast gerist og því verður vinnuvika þeirra gjarnan löng – enda gerðar til þeirra miklar kröfur. Hingað til hafa þessi störf þó verið eftirsóknarverð enda krefjandi og skemmtileg og unnin í frjóu og lifandi umhverfi. En er þetta að breytast? Starfsferill háskólakennara er um margt óvenjulegur. Almennt eru þeir um 5-10 ár í langskólanámi eftir grunnnám í háskóla og starfa oft erlendis um tíma að því loknu. Algengt er því að háskólakennarar hefji starfsferil sinn um eða eftir þrítugt. Oftast er framhaldsnámið stundað erlendis og oft fjármagnað með námslánum. Nýjar greiningar sýna að almenn háskólamenntun er ekki sérlega arðsöm á Íslandi, arðsemin jafnvel neikvæð. Með því er átt við að sá frestur sem verður á fyrstu launagreiðslum verður ekki unninn upp með hærri launum síðar á ævinni. Meðallaun háskólakennara við ríkisháskólana eru það lág að þau ná ekki meðallaunum háskólamenntaðra starfsmanna á almennum markaði! Þeir ná því sjaldnast að vinna upp það launatap sem þeir urðu fyrir við að afla sér menntunarinnar sem er þó skilyrði fyrir starfinu - forsenda ráðningar. Háskólakennarar eru því í þeirri stöðu að starfsævi þeirra er um 5-10 árum styttri en annara háskólamenntaðra, en þeir eru á lægri launum. Þeir safna námslánaskuldum sem eru borgaðar til dánardags. Þeir kaupa sína fyrstu fasteign síðar á ævinni en aðrir. Reglur um lífeyrisgreiðslur miðast við að fyrstu greiðslur vegi meira en þær sem seinna koma. Það þýðir að sá sem byrjar að greiða 10 árum síðar, nær ekki að safna lífeyrisréttindum á við aðra (nema viðkomandi sé á hærri launum sem því nemur). Árið 2016 voru lífeyrisréttindi háskólakennara, eins og annars opinbers starfsfólks, jöfnuð við réttindi á almenna markaðinum og samið um að laun á opinberum markaði yrðu jöfnuð við almenna markaðinn. Það hefur enn ekki gengið eftir, nú sjö árum síðar! Æviráðningar hafa fyrir löngu verið afnumdar og starfsöryggi háskólakennara er því eins og annara opinberra starfsmanna. Við þetta bætast mjög krefjandi starfskilyrði, háskólarnir eru alvarlega vanfjármagnaðir og undirmannaðir í samanburði við nágrannalöndin. Slíkt veldur álagi og getur haft mjög neikvæðar afleiðingar á heilsu. Lausnir við mörgum áskorunum nútímans munu verða til í háskólum, gæði og fjölbreytni menntunar eru forsenda nútímasamfélags og þar gegna öflugir háskólar lykilhlutverki. Til að þetta geti orðið að veruleika þarf að tryggja að háskólar verði áfram eftirsóknarverðir vinnustaðir. Til þess þarf að leiðrétta launa- og starfskjör háskólakennara, sem eru fjarri því að vera samkeppnishæf. Höfundar er formenn Félags prófessora við ríkisháskóla, Félags háskólakennara og Félags háskólakennara á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Kjaramál Mest lesið Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Háskólar eru hreyfiafl framfara í nútíma samfélagi og uppspretta nýjunga og nýsköpunar. Þeir afla einnig og varðveita margvíslega þekkingu og móta skilning á heiminum á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Í háskólum eru nýjar kynslóðir þjálfaðar til fjölbreyttra starfa. Hlutverk háskóla er einnig að veita stjórnvöldum málefnalegt aðhald. Allt eru þetta forsendur hagsældar í víðasta skilningi þess orðs, hvort heldur sem horft er til efnahags, menningar eða stöðu lýðræðisins. Mikilvægi þess þarfnast ekki frekari útskýringa. Störf háskólakennara og annara sem þar starfa eru þýðingarmikil og þeim fylgja fjölbreyttar áskoranir. Áríðandi er því að hæfasta fólkið sækist eftir því að starfa í háskólum. Háskólakennarar þurfa að leggja að baki langt og strangt nám áður en þeir hefja störf. Þeir sinna auk kennslu, rannsóknum og stjórnun, hérlendis eru háskólar fáliðaðri en víðast gerist og því verður vinnuvika þeirra gjarnan löng – enda gerðar til þeirra miklar kröfur. Hingað til hafa þessi störf þó verið eftirsóknarverð enda krefjandi og skemmtileg og unnin í frjóu og lifandi umhverfi. En er þetta að breytast? Starfsferill háskólakennara er um margt óvenjulegur. Almennt eru þeir um 5-10 ár í langskólanámi eftir grunnnám í háskóla og starfa oft erlendis um tíma að því loknu. Algengt er því að háskólakennarar hefji starfsferil sinn um eða eftir þrítugt. Oftast er framhaldsnámið stundað erlendis og oft fjármagnað með námslánum. Nýjar greiningar sýna að almenn háskólamenntun er ekki sérlega arðsöm á Íslandi, arðsemin jafnvel neikvæð. Með því er átt við að sá frestur sem verður á fyrstu launagreiðslum verður ekki unninn upp með hærri launum síðar á ævinni. Meðallaun háskólakennara við ríkisháskólana eru það lág að þau ná ekki meðallaunum háskólamenntaðra starfsmanna á almennum markaði! Þeir ná því sjaldnast að vinna upp það launatap sem þeir urðu fyrir við að afla sér menntunarinnar sem er þó skilyrði fyrir starfinu - forsenda ráðningar. Háskólakennarar eru því í þeirri stöðu að starfsævi þeirra er um 5-10 árum styttri en annara háskólamenntaðra, en þeir eru á lægri launum. Þeir safna námslánaskuldum sem eru borgaðar til dánardags. Þeir kaupa sína fyrstu fasteign síðar á ævinni en aðrir. Reglur um lífeyrisgreiðslur miðast við að fyrstu greiðslur vegi meira en þær sem seinna koma. Það þýðir að sá sem byrjar að greiða 10 árum síðar, nær ekki að safna lífeyrisréttindum á við aðra (nema viðkomandi sé á hærri launum sem því nemur). Árið 2016 voru lífeyrisréttindi háskólakennara, eins og annars opinbers starfsfólks, jöfnuð við réttindi á almenna markaðinum og samið um að laun á opinberum markaði yrðu jöfnuð við almenna markaðinn. Það hefur enn ekki gengið eftir, nú sjö árum síðar! Æviráðningar hafa fyrir löngu verið afnumdar og starfsöryggi háskólakennara er því eins og annara opinberra starfsmanna. Við þetta bætast mjög krefjandi starfskilyrði, háskólarnir eru alvarlega vanfjármagnaðir og undirmannaðir í samanburði við nágrannalöndin. Slíkt veldur álagi og getur haft mjög neikvæðar afleiðingar á heilsu. Lausnir við mörgum áskorunum nútímans munu verða til í háskólum, gæði og fjölbreytni menntunar eru forsenda nútímasamfélags og þar gegna öflugir háskólar lykilhlutverki. Til að þetta geti orðið að veruleika þarf að tryggja að háskólar verði áfram eftirsóknarverðir vinnustaðir. Til þess þarf að leiðrétta launa- og starfskjör háskólakennara, sem eru fjarri því að vera samkeppnishæf. Höfundar er formenn Félags prófessora við ríkisháskóla, Félags háskólakennara og Félags háskólakennara á Akureyri.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun