Hvernig er þín hamingja? Hrund Apríl Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2023 17:01 Alþjóðlegi dagur hamingjunnar er 20. mars, en þennan dag hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hamingjunni, með það að markmiði að beina sjónum að mikilvægi hamingju fólks um allan heim. Með því að veita hamingjunni sérstaka athygli vilja Sameinuðu þjóðirnar jafnframt kalla eftir því að þjóðir heims leitist við að beita réttlátri nálgun í hagvexti sem stuðlar að hamingju og vellíðan allra þjóða. Árlega gefa Sameinuðu þjóðirnar út „World Happiness Report“ eða heimshamingju skýrslu á þessum degi þar sem fjallað er um hvernig hamingja þrífst og dafnar um víða veröld. Hamingjan er hreyfiafl í samfélaginu sem byrjar hjá einstaklingnum þó svo ytri aðstæður hafi vissulega einhver áhrif þar á, eins og öruggt og réttlátt samfélag. Við skiljum hamingjuna hver á sinn hátt, en það er veigamikið fyrir velferð okkar og vellíðan að bera kennsl á það hvernig okkar eigin hamingja er. Fyrir einhverja er hamingjan það að hvíla sáttur í eigin skinni eða búa yfir jafnvægi og hugarró í öldugangi lífsins. Hamingja nágrannans lítur kannski allt öðruvísi út þar sem það eru jákvæð tengsl, hreyfing, að fræðast eða upplifa sem er hans hamingja eða eitthvað allt annað? En lukkan er að þekkja sína eigin hamingju og velta því fyrir sér hvernig á að halda henni við, hvernig þarf að hlúa að henni, hvar vex hún best og fyrir hverju er hún viðkvæm. Þessi dagur er tilvalinn til að skoða hvernig eigin hamingja lítur út, ná á henni taki og ekki sleppa, sama hvað.H Höfundur er formaður félags um jákvæða sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi dagur hamingjunnar er 20. mars, en þennan dag hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hamingjunni, með það að markmiði að beina sjónum að mikilvægi hamingju fólks um allan heim. Með því að veita hamingjunni sérstaka athygli vilja Sameinuðu þjóðirnar jafnframt kalla eftir því að þjóðir heims leitist við að beita réttlátri nálgun í hagvexti sem stuðlar að hamingju og vellíðan allra þjóða. Árlega gefa Sameinuðu þjóðirnar út „World Happiness Report“ eða heimshamingju skýrslu á þessum degi þar sem fjallað er um hvernig hamingja þrífst og dafnar um víða veröld. Hamingjan er hreyfiafl í samfélaginu sem byrjar hjá einstaklingnum þó svo ytri aðstæður hafi vissulega einhver áhrif þar á, eins og öruggt og réttlátt samfélag. Við skiljum hamingjuna hver á sinn hátt, en það er veigamikið fyrir velferð okkar og vellíðan að bera kennsl á það hvernig okkar eigin hamingja er. Fyrir einhverja er hamingjan það að hvíla sáttur í eigin skinni eða búa yfir jafnvægi og hugarró í öldugangi lífsins. Hamingja nágrannans lítur kannski allt öðruvísi út þar sem það eru jákvæð tengsl, hreyfing, að fræðast eða upplifa sem er hans hamingja eða eitthvað allt annað? En lukkan er að þekkja sína eigin hamingju og velta því fyrir sér hvernig á að halda henni við, hvernig þarf að hlúa að henni, hvar vex hún best og fyrir hverju er hún viðkvæm. Þessi dagur er tilvalinn til að skoða hvernig eigin hamingja lítur út, ná á henni taki og ekki sleppa, sama hvað.H Höfundur er formaður félags um jákvæða sálfræði.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar