Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. mars 2023 21:21 Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins. aðsend Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. Grein Steinars, sem hann birti á Vísi í dag, hefur vakið mikla athygli. Þar rekur hann sögu krabbameinsins sem greindist í eista hans árið 2000, en fjórum árum áður fann hann fyrir fyrstu einkennum, eftir að bolta var sparkað í pung hans í knattspyrnuleik. „Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Þar kemur í ljós að hvítu blóðkornin í alltof miklu magni og ég fæ sýklalyf. Svo kem ég aftur að viku liðinni og þá er allt miklu betra en samt ekki 100 prósent. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins,“ segir Steinar sem ræddi baráttu sína við krabbamein í Reykjavík síðdegis í dag: Stefán hafi því hummað fram af sér einkennin. Skilaboð Krabbameinsfélagsins í Mottumars í ár eru einmitt að humma ekki af sér heilsuna. „Þarna kemur hummarinn inn í okkur köllunum. Læknirinn hefði alveg eins getað sagt: þú þarft ekki að koma aftur. Við erum svo duglegir að hugsa: nei, nei, þetta fer bara! “ Þannig hafi staðan verið í fjögur ár hjá Steinari. Ýmislegt gerir vart við sig; skrítið hafi verið að setjast niður og stunda kynlíf, sem og koma við eistað sem hafi verið viðkvæmt. „Svo sest ég í sófann heima í stofunni á einhverja misfellu og fæ svona svakalegan sting í klofið, hélt að fjögurra ára dóttir mín hafi skilið þar eitthvað oddhvasst eftir. Ég hugsaði með mér að eitthvað mikið væri að og fer til læknis daginn eftir. Hann sendir mig til annars læknis sem sónar eistað og er full beinskeyttur fyrir minn smekk og segir: þetta er bara krabbamein, ég hef séð þetta margoft.“ Hann hafi leitað álits hjá öðrum læknum sem komust að sömu niðurstöðu. „Ég var kominn í aðgerð örfáum dögum seinna,“ segir Steinar en þá tók biðin við. „Er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja?“ Steinar var hins vegar heppinn að hafa ekki fengið neitt í bakið eftir að hafa beðið svo lengi og hummað fram af sér einkennin. „Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi.“ Vefsíða Krabbameinsfélagsins. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Grein Steinars, sem hann birti á Vísi í dag, hefur vakið mikla athygli. Þar rekur hann sögu krabbameinsins sem greindist í eista hans árið 2000, en fjórum árum áður fann hann fyrir fyrstu einkennum, eftir að bolta var sparkað í pung hans í knattspyrnuleik. „Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Þar kemur í ljós að hvítu blóðkornin í alltof miklu magni og ég fæ sýklalyf. Svo kem ég aftur að viku liðinni og þá er allt miklu betra en samt ekki 100 prósent. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins,“ segir Steinar sem ræddi baráttu sína við krabbamein í Reykjavík síðdegis í dag: Stefán hafi því hummað fram af sér einkennin. Skilaboð Krabbameinsfélagsins í Mottumars í ár eru einmitt að humma ekki af sér heilsuna. „Þarna kemur hummarinn inn í okkur köllunum. Læknirinn hefði alveg eins getað sagt: þú þarft ekki að koma aftur. Við erum svo duglegir að hugsa: nei, nei, þetta fer bara! “ Þannig hafi staðan verið í fjögur ár hjá Steinari. Ýmislegt gerir vart við sig; skrítið hafi verið að setjast niður og stunda kynlíf, sem og koma við eistað sem hafi verið viðkvæmt. „Svo sest ég í sófann heima í stofunni á einhverja misfellu og fæ svona svakalegan sting í klofið, hélt að fjögurra ára dóttir mín hafi skilið þar eitthvað oddhvasst eftir. Ég hugsaði með mér að eitthvað mikið væri að og fer til læknis daginn eftir. Hann sendir mig til annars læknis sem sónar eistað og er full beinskeyttur fyrir minn smekk og segir: þetta er bara krabbamein, ég hef séð þetta margoft.“ Hann hafi leitað álits hjá öðrum læknum sem komust að sömu niðurstöðu. „Ég var kominn í aðgerð örfáum dögum seinna,“ segir Steinar en þá tók biðin við. „Er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja?“ Steinar var hins vegar heppinn að hafa ekki fengið neitt í bakið eftir að hafa beðið svo lengi og hummað fram af sér einkennin. „Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi.“ Vefsíða Krabbameinsfélagsins.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira