Samtök ferðaþjónustunnar á villigötum Hilmar J. Malmquist skrifar 22. mars 2023 13:00 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Perla Norðursins hf. (PN), einkaaðili sem tengist sýningunni Wonders of Iceland í Perlunni, hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem lagst er gegn áformum Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins, um að opna sýningu og hefja starfsemi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi á næsta ári. SAF og PN telja að sýning Náttúruminjasafnsins, sem mun snúast um hafið og líffræðilega fjölbreytni, beinist gegn sýningu PN í Perlunni og að Náttúruminjasafnið, sem opinber stofnun og rekin fyrir almannafé, muni skekkja samkeppnisstöðu á markaði, einkaaðilum í óhag. SAF og PN líta svo á að ríkisframlag til sýningarhalds á vegum Náttúruminjasafnsins feli í sér „ólögmæta ríkisaðstoð“ og að skilja beri fjárhagslegan rekstur sýningar frá öðrum rekstrarþáttum í starfseminni. Uppspuni og rangfærslur Í erindi SAF og PN eru auk kvörtunaratriða fjölmargar rangfærslur og ósannindi um starfsemi og fyrirætlanir Náttúruminjasafnsins. Þar á meðal staðhæfingar um að Náttúruminjasafnið eigi einvörðungu að sinna íslenskum ríkisborgurum, en sé „ekki ætlað að kynna íslenska náttúru fyrir erlendum ferðamönnum“, sem á sér enga stoð. Þá gera SAF og PN tilraun til að eigna sér sýningarhugmynd um beinagrind hvals í Perlunni, hugmynd sem Náttúrumninjasafnið átti frumkvæði að, útfærði og kynnti opinberlega nokkrum árum áður en PN var stofnað. Allt safnastarf í landinu undir SAF og PN láta ekki staðar numið við að kvarta yfir starfsemi Náttúruminjasafnsins, heldur er Samkeppniseftirlitið einnig hvatt til að taka til „sjálfstæðrar skoðunar þau söfn og þær sýningar sem reknar eru af opinberum aðilum og eru í beinni samkeppni við einakaaðila.“ Hér undir eru því ekki aðeins Náttúruminjasafn Íslands og hin tvö höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands, heldur öll söfn og aðilar í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis. Hér er um að tefla safna- og sýningastarfsemi fleiri tugi aðila, þ.m.t. sýningar á vegum fyrirtækja á borð við Landsvirkjun sem er nefnt sérstaklega i kvörtun SAF og PN. Þá hyggjast SAF og PN jafnframt leggja fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna aðkomu hins opinbera að sýningahaldi á Íslandi. Væntanlegar höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands. Aðsend Skilningsskortur Kvörtun SAF og PN ber vitni um verulegt skilningsleysi á samfélagslegum og faglegum skyldum Náttúruminjasafnsins og annarra opinberra aðila sem koma að sýngingahaldi í landinu. Skilningsskorturinn lýsir sér vel í þeim ummælum SAF og PN að hið „sama gildir um rekstur Náttúruminjasafnsins og um líkamsræktarsali sveitarfélaga“. Þetta eru býsna kaldar kveðjur úr ranni einkageirans í garð Náttúruminjasafns Íslands og safnastarfsemi almennt í landinu, starfsemi sem rekin er af hinu opinbera fyrir almannafé og ekki í hagnaðarskyni og telst til grunnstoða samfélagsins á sviði menningar, mennta og vísinda. Starfsemi Náttúruminjasafnsins er markaður rammi með lögum um Náttúruminjasafn Íslands (35/ 2007) og safnalögum (141/2011) og þar er kveðið á um skyldur safnsins sem lúta að söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun á fróðleik, upplýsingum og gögnum um náttúru Íslands, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Meginmarkmiðið er að tryggja almenningi aðgengi að náttúru- og menningararfi landsins og vernda hann. Það er sérlega miður að SAF, sem samanstendur af fjölda fyrirtækja sem reiða sig á náttúru Íslands og íslenska menningu, leggi með framangreindum hætti stein í götu starfsemi höfuðsafns þjóðarinnar á sviði náttúrufræða. Ábyrgð SAF Einkaaðilar á borð við PN lúta ekki með lögboðnum hætti framangreindum leikreglum sem Náttúruminjasafnið starfar eftir, heldur er meginmarkmið þeirra að hámarka arð sinn. Ábyrgð þeirra er samt sem áður mikil, sér í lagi SAF sem er í forsvari fyrir marga einkaaðila. Í því tilfelli sem hér um ræðir hafa SAF og PN gengið of langt og í raun sagt safnageiranum á Íslandi stríð á hendur. Það er miður því ekkert bendir til annars en að nóg sé til skiptanna og ástæðulaust að láta þekkingar- eða skilningsskort á faglegri og samfélagslegri ábyrgð birgja sér sýn. Mikilvægast er að hlúa að náttúru landsins, vernda líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og miðla fróðleik um hana til landsmanna og gesta landsins á vandaðan, áreiðanlegan og fjölbreyttan hátt. Það er höfuðverkefni Náttúruminjasafns Íslands og óskandi að sem flestir aðilar Samtaka ferðaþjónustunnar líti einnig svo á. Saman stöndum við, sundruð föllum við. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Söfn Seltjarnarnes Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Perla Norðursins hf. (PN), einkaaðili sem tengist sýningunni Wonders of Iceland í Perlunni, hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem lagst er gegn áformum Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins, um að opna sýningu og hefja starfsemi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi á næsta ári. SAF og PN telja að sýning Náttúruminjasafnsins, sem mun snúast um hafið og líffræðilega fjölbreytni, beinist gegn sýningu PN í Perlunni og að Náttúruminjasafnið, sem opinber stofnun og rekin fyrir almannafé, muni skekkja samkeppnisstöðu á markaði, einkaaðilum í óhag. SAF og PN líta svo á að ríkisframlag til sýningarhalds á vegum Náttúruminjasafnsins feli í sér „ólögmæta ríkisaðstoð“ og að skilja beri fjárhagslegan rekstur sýningar frá öðrum rekstrarþáttum í starfseminni. Uppspuni og rangfærslur Í erindi SAF og PN eru auk kvörtunaratriða fjölmargar rangfærslur og ósannindi um starfsemi og fyrirætlanir Náttúruminjasafnsins. Þar á meðal staðhæfingar um að Náttúruminjasafnið eigi einvörðungu að sinna íslenskum ríkisborgurum, en sé „ekki ætlað að kynna íslenska náttúru fyrir erlendum ferðamönnum“, sem á sér enga stoð. Þá gera SAF og PN tilraun til að eigna sér sýningarhugmynd um beinagrind hvals í Perlunni, hugmynd sem Náttúrumninjasafnið átti frumkvæði að, útfærði og kynnti opinberlega nokkrum árum áður en PN var stofnað. Allt safnastarf í landinu undir SAF og PN láta ekki staðar numið við að kvarta yfir starfsemi Náttúruminjasafnsins, heldur er Samkeppniseftirlitið einnig hvatt til að taka til „sjálfstæðrar skoðunar þau söfn og þær sýningar sem reknar eru af opinberum aðilum og eru í beinni samkeppni við einakaaðila.“ Hér undir eru því ekki aðeins Náttúruminjasafn Íslands og hin tvö höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands, heldur öll söfn og aðilar í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis. Hér er um að tefla safna- og sýningastarfsemi fleiri tugi aðila, þ.m.t. sýningar á vegum fyrirtækja á borð við Landsvirkjun sem er nefnt sérstaklega i kvörtun SAF og PN. Þá hyggjast SAF og PN jafnframt leggja fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna aðkomu hins opinbera að sýningahaldi á Íslandi. Væntanlegar höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands. Aðsend Skilningsskortur Kvörtun SAF og PN ber vitni um verulegt skilningsleysi á samfélagslegum og faglegum skyldum Náttúruminjasafnsins og annarra opinberra aðila sem koma að sýngingahaldi í landinu. Skilningsskorturinn lýsir sér vel í þeim ummælum SAF og PN að hið „sama gildir um rekstur Náttúruminjasafnsins og um líkamsræktarsali sveitarfélaga“. Þetta eru býsna kaldar kveðjur úr ranni einkageirans í garð Náttúruminjasafns Íslands og safnastarfsemi almennt í landinu, starfsemi sem rekin er af hinu opinbera fyrir almannafé og ekki í hagnaðarskyni og telst til grunnstoða samfélagsins á sviði menningar, mennta og vísinda. Starfsemi Náttúruminjasafnsins er markaður rammi með lögum um Náttúruminjasafn Íslands (35/ 2007) og safnalögum (141/2011) og þar er kveðið á um skyldur safnsins sem lúta að söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun á fróðleik, upplýsingum og gögnum um náttúru Íslands, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Meginmarkmiðið er að tryggja almenningi aðgengi að náttúru- og menningararfi landsins og vernda hann. Það er sérlega miður að SAF, sem samanstendur af fjölda fyrirtækja sem reiða sig á náttúru Íslands og íslenska menningu, leggi með framangreindum hætti stein í götu starfsemi höfuðsafns þjóðarinnar á sviði náttúrufræða. Ábyrgð SAF Einkaaðilar á borð við PN lúta ekki með lögboðnum hætti framangreindum leikreglum sem Náttúruminjasafnið starfar eftir, heldur er meginmarkmið þeirra að hámarka arð sinn. Ábyrgð þeirra er samt sem áður mikil, sér í lagi SAF sem er í forsvari fyrir marga einkaaðila. Í því tilfelli sem hér um ræðir hafa SAF og PN gengið of langt og í raun sagt safnageiranum á Íslandi stríð á hendur. Það er miður því ekkert bendir til annars en að nóg sé til skiptanna og ástæðulaust að láta þekkingar- eða skilningsskort á faglegri og samfélagslegri ábyrgð birgja sér sýn. Mikilvægast er að hlúa að náttúru landsins, vernda líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og miðla fróðleik um hana til landsmanna og gesta landsins á vandaðan, áreiðanlegan og fjölbreyttan hátt. Það er höfuðverkefni Náttúruminjasafns Íslands og óskandi að sem flestir aðilar Samtaka ferðaþjónustunnar líti einnig svo á. Saman stöndum við, sundruð föllum við. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun