Ekki sama gamla tuggan aftur Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 22. mars 2023 13:30 Ég verð að játa, að vonbrigðin voru mikil, þarna sem ég sat og hlustaði á Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri Samganga ohf. kynna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Glærurnar voru nokkurra ára gamlar og var framsagan eftir því. Mestu vonbrigðum olli þó áróðurshlutverkið sem framkvæmdastjórinn virtist telja sér skylt að axla, þar sem hann stóð og þrumaði yfir lýðnum allar gömlu tuggurnar um ömurlegu afleiðingarnar sem einkabíllinn kallar yfir borgarsamfélagið okkar. Og hversu hallærislegt það er að vera á móti borgarlínunni. Vá, hvað það hljóta að vera miklir lúserar. Ekki bara vegir heldur grunnkerfi efnahags- og atvinnulífs Bitte nú, og ég sem hélt að ég væri mætt á fund um samgöngusáttmálann og samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu ásamt löngu, löngu tímabærum úrbótum á almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins; svona dæmigerður höfuðborgarbúi sem er farinn að þreytast hressilega á öllum umferðartöfunum - ástandi sem kostar okkur reyndar meira en 40 milljarða króna á ári hverju. Hvernig sem á því stendur þá er eins og efnahagsleg hlið þessara mála nái ekki í gegnum hávaðann og upplýsingaóreiðuna sem fylgir rifrildinu endalausa um einkabílinn. Á meðan rýkur þessi kostnaður, fjörutíu þúsund milljónir króna, út í veður og vind í formi óþarfa eldsneytisnotkunar, hækkandi dreifingarkostnaðar og vannýttra vinnustunda og fer vel að merkja vaxandi með hverju árinu. Í þessu felst jafnframt að umferðartafir eru ekki bara risavaxið efnahagsmál, heldur einnig eitt stærsta umhverfis- og lýðheilsumálið á höfuðborgarsvæðinu, enda fátt sem mengar meira en bíll í hægagangi. Áróður og úreltar upplýsingar? Það dapurlegasta af öllu var þó hversu úreltar upplýsingarnar voru, en eins og fram kom þegar leið á fundinn, þá hafa framkvæmdir í samgöngusáttmálanum verið svo stórkostlega vanáætlaðar að ákveðið hefur verið að taka samninginn til gagngerrar endurskoðunar. Sú mynd sem dregin var upp á glærum framkvæmdastjórans var því ekki aðeins áróðurskennd heldur einnig úrelt hvað kostnaðartölur snertir. Samt hafði ég nú nokkrum dögum áður hlustað á þennan ágæta mann ræða helstu ástæður þessara kostnaðarhækkana í morgunþætti Rásar 1 á RÚV. Mér fannst hann reyndar gera þar meira úr áhrifum verðbólgu en áætlunargerðarinnar, en taldi það að vissu leyti skiljanlegt og ekki skipta meginmáli fyrir heildarmyndina. Hvað sem því líður, þá hélt ég í alvörunni að framkvæmdastjórinn væri kominn á þennan fund til ræða, í það minnsta að einhverju leyti, þessa alvarlegu stöðu sem samgöngusáttmálinn er kominn í. Vonbrigðin voru því mikil, eins og áður segir. Tökum höndum saman og lögum þetta Eitt stærsta hagsmunamál höfuðborgarsvæðisins í efnahagslegu, félagslegu, umhverfislegu og lýðheilsulegu tilliti er að greiða fyrir umferð. Um það verður vart deilt. Þetta ömurlega ástand getum við bætt úr með nokkrum einföldum lykilframkvæmdum sem tæki um 3 til 4 ár að ljúka við, að meðtöldum öllum þeim bráðnauðsynlegu umbótum sem ráðast þarf í vegna almenningssamgöngukerfisins. Og það fyrir aðeins hluta af kostnaði samgöngusáttmálans (sjá greinar og greiningar Þórarins Hjaltasonar, Jónasar Elíassonar, Elíasar Elíassonar o.fl. á samgongurfyriralla.com). Er í alvörunni ekki bara best að drífa í þessu? Auk þess sem þessar framkvæmdir eru mun hagkvæmari og ódýrari, þá sýna útreikningar að þær myndu duga okkur a.m.k. fram til ársins 2050. Við gætum þá notað tímann þangað til í að endurreikna, enduráætla, endurgera og framkvæma samgöngusáttmálann eftir kúnstarinnar reglum, án þess að almenningi og atvinnulífi sé haldið í gíslingu umferðartafa. Höfundur er samskiptastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Samgöngur Borgarlína Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég verð að játa, að vonbrigðin voru mikil, þarna sem ég sat og hlustaði á Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri Samganga ohf. kynna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Glærurnar voru nokkurra ára gamlar og var framsagan eftir því. Mestu vonbrigðum olli þó áróðurshlutverkið sem framkvæmdastjórinn virtist telja sér skylt að axla, þar sem hann stóð og þrumaði yfir lýðnum allar gömlu tuggurnar um ömurlegu afleiðingarnar sem einkabíllinn kallar yfir borgarsamfélagið okkar. Og hversu hallærislegt það er að vera á móti borgarlínunni. Vá, hvað það hljóta að vera miklir lúserar. Ekki bara vegir heldur grunnkerfi efnahags- og atvinnulífs Bitte nú, og ég sem hélt að ég væri mætt á fund um samgöngusáttmálann og samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu ásamt löngu, löngu tímabærum úrbótum á almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins; svona dæmigerður höfuðborgarbúi sem er farinn að þreytast hressilega á öllum umferðartöfunum - ástandi sem kostar okkur reyndar meira en 40 milljarða króna á ári hverju. Hvernig sem á því stendur þá er eins og efnahagsleg hlið þessara mála nái ekki í gegnum hávaðann og upplýsingaóreiðuna sem fylgir rifrildinu endalausa um einkabílinn. Á meðan rýkur þessi kostnaður, fjörutíu þúsund milljónir króna, út í veður og vind í formi óþarfa eldsneytisnotkunar, hækkandi dreifingarkostnaðar og vannýttra vinnustunda og fer vel að merkja vaxandi með hverju árinu. Í þessu felst jafnframt að umferðartafir eru ekki bara risavaxið efnahagsmál, heldur einnig eitt stærsta umhverfis- og lýðheilsumálið á höfuðborgarsvæðinu, enda fátt sem mengar meira en bíll í hægagangi. Áróður og úreltar upplýsingar? Það dapurlegasta af öllu var þó hversu úreltar upplýsingarnar voru, en eins og fram kom þegar leið á fundinn, þá hafa framkvæmdir í samgöngusáttmálanum verið svo stórkostlega vanáætlaðar að ákveðið hefur verið að taka samninginn til gagngerrar endurskoðunar. Sú mynd sem dregin var upp á glærum framkvæmdastjórans var því ekki aðeins áróðurskennd heldur einnig úrelt hvað kostnaðartölur snertir. Samt hafði ég nú nokkrum dögum áður hlustað á þennan ágæta mann ræða helstu ástæður þessara kostnaðarhækkana í morgunþætti Rásar 1 á RÚV. Mér fannst hann reyndar gera þar meira úr áhrifum verðbólgu en áætlunargerðarinnar, en taldi það að vissu leyti skiljanlegt og ekki skipta meginmáli fyrir heildarmyndina. Hvað sem því líður, þá hélt ég í alvörunni að framkvæmdastjórinn væri kominn á þennan fund til ræða, í það minnsta að einhverju leyti, þessa alvarlegu stöðu sem samgöngusáttmálinn er kominn í. Vonbrigðin voru því mikil, eins og áður segir. Tökum höndum saman og lögum þetta Eitt stærsta hagsmunamál höfuðborgarsvæðisins í efnahagslegu, félagslegu, umhverfislegu og lýðheilsulegu tilliti er að greiða fyrir umferð. Um það verður vart deilt. Þetta ömurlega ástand getum við bætt úr með nokkrum einföldum lykilframkvæmdum sem tæki um 3 til 4 ár að ljúka við, að meðtöldum öllum þeim bráðnauðsynlegu umbótum sem ráðast þarf í vegna almenningssamgöngukerfisins. Og það fyrir aðeins hluta af kostnaði samgöngusáttmálans (sjá greinar og greiningar Þórarins Hjaltasonar, Jónasar Elíassonar, Elíasar Elíassonar o.fl. á samgongurfyriralla.com). Er í alvörunni ekki bara best að drífa í þessu? Auk þess sem þessar framkvæmdir eru mun hagkvæmari og ódýrari, þá sýna útreikningar að þær myndu duga okkur a.m.k. fram til ársins 2050. Við gætum þá notað tímann þangað til í að endurreikna, enduráætla, endurgera og framkvæma samgöngusáttmálann eftir kúnstarinnar reglum, án þess að almenningi og atvinnulífi sé haldið í gíslingu umferðartafa. Höfundur er samskiptastjóri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun