Staðan í makrílviðræðunum Svandís Svavarsdóttir skrifar 22. mars 2023 14:00 Í næstu viku fer fram fundur strandríkja þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu makríls. Stíft hefur verið fundað undanfarið ár undir forystu Breta en þrátt fyrir það hefur lítið miðað áfram. Ísland hefur lagt sig fram um að sýna sveigjanleika og ríkan samningsvilja því að markmið stjórnvalda er að stunda sjálfbærar veiðar úr öllum nytjastofnum. Mikilvægt er að samkomulag um stjórn makrílveiða innihaldi öll strandríki því einungis þannig má stöðva þá ofveiði sem viðgengist hefur úr stofninum allt of lengi. Hlutasamkomulagið sem gert var milli Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja árið 2014 var því í raun marklaust þar sem það innihélt ekki öll strandríkin og hafði því ekki tilætlaðan árangur að koma í veg fyrir ofveiði. Hafi staðan þótt flókin á þeim tíma, þá er hún síst einfaldari nú þar sem tvö strandríki hafa bæst í hópinn, Grænland og Bretland. Marklaust hlutasamkomulag Yfirlýst markmið allra aðila er hið sama, þ.e. að ná samkomulagi sem inniheldur öll strandríkin og ná þar með settu aflamarki niður í 100% af ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Við erum langt frá því að ná því markmiði en einhliða setja ríkin sér nú aflamark sem nemur ríflega 130% af vísindalegri ráðgjöf. Bitur raunveruleikinn er því sá að markmiðið um sjálfbæra nýtingu næst eingöngu ef allir hlutaðeigendur eru tilbúnir til að slá af núverandi kröfugerð. Hlutdeildarkrafa Íslands í makrílstofninum er vel rökstudd; byggð á viðurkenndum vísindalegum gögnum og sett saman í samræmi við ákvæði Úthafsveiðisamnings og Hafréttarsáttmála SÞ. Tilkallið er mikilvægt en það er ábyrg samvinna þjóðanna í fiskveiðum á NA-Atlantshafi einnig. Nýverið kynnti Ísland tillögu að ábyrgri skiptingu þar sem krafa Íslands var lækkuð til þess að reyna að ná samkomulagi. Með því steig Ísland stórt skref til að sýna bæði í orði og á borði hversu mikilvæg sjálfbær nýting er okkur. Því miður hafa önnur strandríki ekki treyst sér til þess að stíga sambærileg skref og því ber mikið á milli. Vegna þessa er ekki ástæða til mikillar bjartsýni um að samkomulag náist í London í næstu viku. Ísland mun ekki axla eitt ábyrgð Þrátt fyrir það þá mun Ísland áfram mæta til leiks með það að markmiði að reyna til hins ítrasta að ná samningum. Þessi langdregna deila má ekki varpa skugga á þá staðreynd að ríkin sem hér mætast við samningaborðið eru í grundvallaratriðum sammála um ábyrga fiskveiðistjórnun og umgengni við náttúruauðlindir. Ísland mun hinsvegar ekki eitt axla ábyrgð. Þó að Ísland hafi tekið marktækt skref í að lækka sína kröfu þá dugar það skammt vegna þess að þrátt fyrir allt er Ísland lítið ríki í makríl. Stærri ríkin hafa aukið mjög kröfur sínar á undanförnum árum og því hlýtur að vera eðlilegt að búast við að þau fylgi fordæmi Íslands og slái af sínum ítrustu kröfum. Í ljósi þess að ástand makrílsstofnsins fer nú versnandi samkvæmt mati vísindamanna er brýnt að sanngjarnt samkomulag náist milli allra strandríkjanna sem allra fyrst því einungis þannig er hægt að tryggja viðgang stofnsins og sjálfbærra veiða til framtíðar. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku fer fram fundur strandríkja þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu makríls. Stíft hefur verið fundað undanfarið ár undir forystu Breta en þrátt fyrir það hefur lítið miðað áfram. Ísland hefur lagt sig fram um að sýna sveigjanleika og ríkan samningsvilja því að markmið stjórnvalda er að stunda sjálfbærar veiðar úr öllum nytjastofnum. Mikilvægt er að samkomulag um stjórn makrílveiða innihaldi öll strandríki því einungis þannig má stöðva þá ofveiði sem viðgengist hefur úr stofninum allt of lengi. Hlutasamkomulagið sem gert var milli Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja árið 2014 var því í raun marklaust þar sem það innihélt ekki öll strandríkin og hafði því ekki tilætlaðan árangur að koma í veg fyrir ofveiði. Hafi staðan þótt flókin á þeim tíma, þá er hún síst einfaldari nú þar sem tvö strandríki hafa bæst í hópinn, Grænland og Bretland. Marklaust hlutasamkomulag Yfirlýst markmið allra aðila er hið sama, þ.e. að ná samkomulagi sem inniheldur öll strandríkin og ná þar með settu aflamarki niður í 100% af ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Við erum langt frá því að ná því markmiði en einhliða setja ríkin sér nú aflamark sem nemur ríflega 130% af vísindalegri ráðgjöf. Bitur raunveruleikinn er því sá að markmiðið um sjálfbæra nýtingu næst eingöngu ef allir hlutaðeigendur eru tilbúnir til að slá af núverandi kröfugerð. Hlutdeildarkrafa Íslands í makrílstofninum er vel rökstudd; byggð á viðurkenndum vísindalegum gögnum og sett saman í samræmi við ákvæði Úthafsveiðisamnings og Hafréttarsáttmála SÞ. Tilkallið er mikilvægt en það er ábyrg samvinna þjóðanna í fiskveiðum á NA-Atlantshafi einnig. Nýverið kynnti Ísland tillögu að ábyrgri skiptingu þar sem krafa Íslands var lækkuð til þess að reyna að ná samkomulagi. Með því steig Ísland stórt skref til að sýna bæði í orði og á borði hversu mikilvæg sjálfbær nýting er okkur. Því miður hafa önnur strandríki ekki treyst sér til þess að stíga sambærileg skref og því ber mikið á milli. Vegna þessa er ekki ástæða til mikillar bjartsýni um að samkomulag náist í London í næstu viku. Ísland mun ekki axla eitt ábyrgð Þrátt fyrir það þá mun Ísland áfram mæta til leiks með það að markmiði að reyna til hins ítrasta að ná samningum. Þessi langdregna deila má ekki varpa skugga á þá staðreynd að ríkin sem hér mætast við samningaborðið eru í grundvallaratriðum sammála um ábyrga fiskveiðistjórnun og umgengni við náttúruauðlindir. Ísland mun hinsvegar ekki eitt axla ábyrgð. Þó að Ísland hafi tekið marktækt skref í að lækka sína kröfu þá dugar það skammt vegna þess að þrátt fyrir allt er Ísland lítið ríki í makríl. Stærri ríkin hafa aukið mjög kröfur sínar á undanförnum árum og því hlýtur að vera eðlilegt að búast við að þau fylgi fordæmi Íslands og slái af sínum ítrustu kröfum. Í ljósi þess að ástand makrílsstofnsins fer nú versnandi samkvæmt mati vísindamanna er brýnt að sanngjarnt samkomulag náist milli allra strandríkjanna sem allra fyrst því einungis þannig er hægt að tryggja viðgang stofnsins og sjálfbærra veiða til framtíðar. Höfundur er matvælaráðherra.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun