Hágæða ferðaþjónusta og betur borgandi ferðamenn Már Másson skrifar 23. mars 2023 10:00 Á síðustu vikum hafa komið fram sjónarmið um að ferðaþjónusta sé óarðbær láglaunagrein sem byggi á magni fremur en gæðum og óæskileg vaxtargrein í íslensku samfélagi. Í könnun Ferðamálastofu sem gerð var árið 2021 kom fram að um 54% Bandaríkjamanna sem hingað komu árið 2021 voru með tekjur yfir meðallagi og 12% þeirra töldu sig vera í hátekjuhópi. Það mætti því segja að Ísland sé áfangastaður betur borgandi ferðamanna, a.m.k. betur borgandi Bandaríkjamanna. Arðsemin liggur í betur borgandi ferðamönnum Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Bain & Company sem birt var á síðasta ári og fjallar um svokallaða hágæða (high-end) ferðaþjónustu í Evrópu kom fram að um 2% hótel- og gististaða í álfunni einbeita sér að þeim markhópi sem flokka má sem betur borgandi ferðamenn. Þessi markhópur stendur fyrir um 22% af heildartekjum hótel- og gististaða í álfunni og um 33% af heildartekjum af verslun, afþreyingu og þjónustu til ferðamanna. Úttektin leiðir í ljós að betur borgandi ferðamenn eyða að meðaltali 8x meira á dag en almennir ferðamenn í mat, drykk, varning og upplifun ýmis konar. Hágæða upplifun verður söluvara Á síðustu árum hefur framboð af hágæða upplifun aukist á Íslandi. Má til dæmis nefna Bláa Lónið, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið í fararbroddi í þessum efnum og sýnt mikla framsýni og áður óþekktan metnað hér á landi þegar kemur að því að laða til sín betur borgandi gesti. Þar hefur farið saman áhersla á heildarupplifun gesta, hönnun, einstakt umhverfi og það sem mestu skiptir, afburða þjónusta. Önnur fyrirtæki hafa fylgt í kjölfarið, sum hver með góðum árangri. Umgjörð og upplifun Tækifærin til aukinnar arðsemi í ferðaþjónustu hér á landi liggja að stórum hluta í hágæða ferðamennsku. En til þess að það verði raunhæft þarf að skapa umgjörð og upplifun sem stendur undir væntingum. Hönnun og innviðir skipta máli, en þjónustustigið þarf að fylgja með. Lykilþættir í því að ná og viðhalda góðu þjónustustigi er aðgengi að vel þjálfuðum mannauð og skýrt skilgreindir þjónustuferlar sem tryggja samræmi og gæði þjónustu. Fjárfesting í hönnun og umgjörð skilar litlu til lengri tíma litið ef þetta tvennt er vanrækt. Nauðsyn að umbreyta námi og þjálfun Í dag er umgjörð menntunar og þjálfunar í ferðaþjónustu hér á landi fremur sundurslitin og stefnulaus og ekki í takt við tímann. Úr því þarf að bæta. Það er orðið tímabært að ferðaþjónusta, stjórnvöld og hagsmunaaðilar taki höndum saman og tryggi að starfsfólk í ferðþjónustutengdum greinum hafi aðgang að skilvirku námi og þjálfun með það að markmiði að bæta upplifun gesta og um leið auka virði hvers ferðamanns sem hingað kemur. Með því að fjárfesta í þjálfun og fagmennsku getur Ísland staðið undir nafni sem eftirlætis áfangastaður betur borgandi ferðamanna og þannig skapað aukið virði fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa komið fram sjónarmið um að ferðaþjónusta sé óarðbær láglaunagrein sem byggi á magni fremur en gæðum og óæskileg vaxtargrein í íslensku samfélagi. Í könnun Ferðamálastofu sem gerð var árið 2021 kom fram að um 54% Bandaríkjamanna sem hingað komu árið 2021 voru með tekjur yfir meðallagi og 12% þeirra töldu sig vera í hátekjuhópi. Það mætti því segja að Ísland sé áfangastaður betur borgandi ferðamanna, a.m.k. betur borgandi Bandaríkjamanna. Arðsemin liggur í betur borgandi ferðamönnum Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Bain & Company sem birt var á síðasta ári og fjallar um svokallaða hágæða (high-end) ferðaþjónustu í Evrópu kom fram að um 2% hótel- og gististaða í álfunni einbeita sér að þeim markhópi sem flokka má sem betur borgandi ferðamenn. Þessi markhópur stendur fyrir um 22% af heildartekjum hótel- og gististaða í álfunni og um 33% af heildartekjum af verslun, afþreyingu og þjónustu til ferðamanna. Úttektin leiðir í ljós að betur borgandi ferðamenn eyða að meðaltali 8x meira á dag en almennir ferðamenn í mat, drykk, varning og upplifun ýmis konar. Hágæða upplifun verður söluvara Á síðustu árum hefur framboð af hágæða upplifun aukist á Íslandi. Má til dæmis nefna Bláa Lónið, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið í fararbroddi í þessum efnum og sýnt mikla framsýni og áður óþekktan metnað hér á landi þegar kemur að því að laða til sín betur borgandi gesti. Þar hefur farið saman áhersla á heildarupplifun gesta, hönnun, einstakt umhverfi og það sem mestu skiptir, afburða þjónusta. Önnur fyrirtæki hafa fylgt í kjölfarið, sum hver með góðum árangri. Umgjörð og upplifun Tækifærin til aukinnar arðsemi í ferðaþjónustu hér á landi liggja að stórum hluta í hágæða ferðamennsku. En til þess að það verði raunhæft þarf að skapa umgjörð og upplifun sem stendur undir væntingum. Hönnun og innviðir skipta máli, en þjónustustigið þarf að fylgja með. Lykilþættir í því að ná og viðhalda góðu þjónustustigi er aðgengi að vel þjálfuðum mannauð og skýrt skilgreindir þjónustuferlar sem tryggja samræmi og gæði þjónustu. Fjárfesting í hönnun og umgjörð skilar litlu til lengri tíma litið ef þetta tvennt er vanrækt. Nauðsyn að umbreyta námi og þjálfun Í dag er umgjörð menntunar og þjálfunar í ferðaþjónustu hér á landi fremur sundurslitin og stefnulaus og ekki í takt við tímann. Úr því þarf að bæta. Það er orðið tímabært að ferðaþjónusta, stjórnvöld og hagsmunaaðilar taki höndum saman og tryggi að starfsfólk í ferðþjónustutengdum greinum hafi aðgang að skilvirku námi og þjálfun með það að markmiði að bæta upplifun gesta og um leið auka virði hvers ferðamanns sem hingað kemur. Með því að fjárfesta í þjálfun og fagmennsku getur Ísland staðið undir nafni sem eftirlætis áfangastaður betur borgandi ferðamanna og þannig skapað aukið virði fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Höfundur er ráðgjafi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun