Gabríel Douane dæmdur í tveggja ára fangelsi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. mars 2023 15:54 Gabríel við aðalmeðferð málsins í febrúar Vísir Gabríel Douane hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í Borgarholtsskólamálinu svokallaða og tvær aðrar líkamsárásir. Þrír ungir karlmenn fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm en einn ákærðu var sýknaður. Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. Fjórir mannanna voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en einn þeirra fyrir líkamsárás. Mennirnir voru allir ákærðir fyrir vopnalagabrot en á meðal vopna sem beitt var í árásinni voru hnífar, kylfur, ljósaperur og hamar. Fjórir mannanna eru á tvítugsaldri en einn er rúmlega þrítugur. Sá elsti var sýknaður í málinu. Slagsmálin voru einskonar uppgjör tveggja hópa en þau fóru fram í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021. Árásin olli miklum óhug í samfélaginu og velti upp spurningum um öryggi innan veggja skóla hér á landi. Þeir sakfelldu voru dæmdir til að greiða hvor öðru miskabætur af stærðargráðunni nokkur hundruð þúsund krónur. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Vísir fjallaði ítarlega um það sem fram fór við aðalmeðferð málsins í febrúar þar sem vitnisburði mannanna, vitna, kennara og lögreglumanna var gerð skil. Erfiðlega gekk að fá mörg vitnanna fyrir dóm og þurfti að gera hlé á skýrslutökum á öðrum degi, þar sem vitni voru ekki mætt á tilskildum tíma. Þau höfðu ýmist boðað veikindi eða forföll af öðrum ástæðum. Verjandi eins mannanna tilkynnti dómara að hann teldi ólíklegt að vitnin myndu mæta nema þau yrðu sótt, þar sem þau hefðu mörg hver sætt alvarlegum hótunum. Samhliða aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins voru teknar fyrir tvær ákærur gegn Gabríel Douane. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Brotin voru framin þegar Gabríel afplánaði dóm á Hólmsheiði vegna annarra brota. Hann var í kjölfarið færður til afplánunar á Litla Hraun. Gabríel var dæmdur til að greiða samfanganum 700 þúsund krónur í miskabætur en sá slasaðist illa á auga við árásina. Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Dómsmál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01 Svara fyrir vopnaða árás í Borgarholtsskóla sem olli miklum óhug Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 22. febrúar 2023 08:00 Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. Fjórir mannanna voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en einn þeirra fyrir líkamsárás. Mennirnir voru allir ákærðir fyrir vopnalagabrot en á meðal vopna sem beitt var í árásinni voru hnífar, kylfur, ljósaperur og hamar. Fjórir mannanna eru á tvítugsaldri en einn er rúmlega þrítugur. Sá elsti var sýknaður í málinu. Slagsmálin voru einskonar uppgjör tveggja hópa en þau fóru fram í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021. Árásin olli miklum óhug í samfélaginu og velti upp spurningum um öryggi innan veggja skóla hér á landi. Þeir sakfelldu voru dæmdir til að greiða hvor öðru miskabætur af stærðargráðunni nokkur hundruð þúsund krónur. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Vísir fjallaði ítarlega um það sem fram fór við aðalmeðferð málsins í febrúar þar sem vitnisburði mannanna, vitna, kennara og lögreglumanna var gerð skil. Erfiðlega gekk að fá mörg vitnanna fyrir dóm og þurfti að gera hlé á skýrslutökum á öðrum degi, þar sem vitni voru ekki mætt á tilskildum tíma. Þau höfðu ýmist boðað veikindi eða forföll af öðrum ástæðum. Verjandi eins mannanna tilkynnti dómara að hann teldi ólíklegt að vitnin myndu mæta nema þau yrðu sótt, þar sem þau hefðu mörg hver sætt alvarlegum hótunum. Samhliða aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins voru teknar fyrir tvær ákærur gegn Gabríel Douane. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Brotin voru framin þegar Gabríel afplánaði dóm á Hólmsheiði vegna annarra brota. Hann var í kjölfarið færður til afplánunar á Litla Hraun. Gabríel var dæmdur til að greiða samfanganum 700 þúsund krónur í miskabætur en sá slasaðist illa á auga við árásina.
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Dómsmál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01 Svara fyrir vopnaða árás í Borgarholtsskóla sem olli miklum óhug Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 22. febrúar 2023 08:00 Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01
Svara fyrir vopnaða árás í Borgarholtsskóla sem olli miklum óhug Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 22. febrúar 2023 08:00
Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13