Gabríel Douane dæmdur í tveggja ára fangelsi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. mars 2023 15:54 Gabríel við aðalmeðferð málsins í febrúar Vísir Gabríel Douane hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í Borgarholtsskólamálinu svokallaða og tvær aðrar líkamsárásir. Þrír ungir karlmenn fengu sex mánaða skilorðsbundinn dóm en einn ákærðu var sýknaður. Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. Fjórir mannanna voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en einn þeirra fyrir líkamsárás. Mennirnir voru allir ákærðir fyrir vopnalagabrot en á meðal vopna sem beitt var í árásinni voru hnífar, kylfur, ljósaperur og hamar. Fjórir mannanna eru á tvítugsaldri en einn er rúmlega þrítugur. Sá elsti var sýknaður í málinu. Slagsmálin voru einskonar uppgjör tveggja hópa en þau fóru fram í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021. Árásin olli miklum óhug í samfélaginu og velti upp spurningum um öryggi innan veggja skóla hér á landi. Þeir sakfelldu voru dæmdir til að greiða hvor öðru miskabætur af stærðargráðunni nokkur hundruð þúsund krónur. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Vísir fjallaði ítarlega um það sem fram fór við aðalmeðferð málsins í febrúar þar sem vitnisburði mannanna, vitna, kennara og lögreglumanna var gerð skil. Erfiðlega gekk að fá mörg vitnanna fyrir dóm og þurfti að gera hlé á skýrslutökum á öðrum degi, þar sem vitni voru ekki mætt á tilskildum tíma. Þau höfðu ýmist boðað veikindi eða forföll af öðrum ástæðum. Verjandi eins mannanna tilkynnti dómara að hann teldi ólíklegt að vitnin myndu mæta nema þau yrðu sótt, þar sem þau hefðu mörg hver sætt alvarlegum hótunum. Samhliða aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins voru teknar fyrir tvær ákærur gegn Gabríel Douane. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Brotin voru framin þegar Gabríel afplánaði dóm á Hólmsheiði vegna annarra brota. Hann var í kjölfarið færður til afplánunar á Litla Hraun. Gabríel var dæmdur til að greiða samfanganum 700 þúsund krónur í miskabætur en sá slasaðist illa á auga við árásina. Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Dómsmál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01 Svara fyrir vopnaða árás í Borgarholtsskóla sem olli miklum óhug Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 22. febrúar 2023 08:00 Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. Fjórir mannanna voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en einn þeirra fyrir líkamsárás. Mennirnir voru allir ákærðir fyrir vopnalagabrot en á meðal vopna sem beitt var í árásinni voru hnífar, kylfur, ljósaperur og hamar. Fjórir mannanna eru á tvítugsaldri en einn er rúmlega þrítugur. Sá elsti var sýknaður í málinu. Slagsmálin voru einskonar uppgjör tveggja hópa en þau fóru fram í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021. Árásin olli miklum óhug í samfélaginu og velti upp spurningum um öryggi innan veggja skóla hér á landi. Þeir sakfelldu voru dæmdir til að greiða hvor öðru miskabætur af stærðargráðunni nokkur hundruð þúsund krónur. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Vísir fjallaði ítarlega um það sem fram fór við aðalmeðferð málsins í febrúar þar sem vitnisburði mannanna, vitna, kennara og lögreglumanna var gerð skil. Erfiðlega gekk að fá mörg vitnanna fyrir dóm og þurfti að gera hlé á skýrslutökum á öðrum degi, þar sem vitni voru ekki mætt á tilskildum tíma. Þau höfðu ýmist boðað veikindi eða forföll af öðrum ástæðum. Verjandi eins mannanna tilkynnti dómara að hann teldi ólíklegt að vitnin myndu mæta nema þau yrðu sótt, þar sem þau hefðu mörg hver sætt alvarlegum hótunum. Samhliða aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins voru teknar fyrir tvær ákærur gegn Gabríel Douane. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Brotin voru framin þegar Gabríel afplánaði dóm á Hólmsheiði vegna annarra brota. Hann var í kjölfarið færður til afplánunar á Litla Hraun. Gabríel var dæmdur til að greiða samfanganum 700 þúsund krónur í miskabætur en sá slasaðist illa á auga við árásina.
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Dómsmál Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01 Svara fyrir vopnaða árás í Borgarholtsskóla sem olli miklum óhug Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 22. febrúar 2023 08:00 Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01
Svara fyrir vopnaða árás í Borgarholtsskóla sem olli miklum óhug Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 22. febrúar 2023 08:00
Gabríel kominn á Hólmsheiði en félagar hans lausir Strokufanginn, sem leitað var síðustu daga og kom í leitirnar í morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm félagar hans sem einnig voru handteknir eru lausir úr haldi lögreglu. 22. apríl 2022 18:13