Lyfjaskortur í Bandaríkjunum eykst um 30 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2023 11:54 Lyfjaskortur getur ógnað þjóðaröryggi, sagði á nefndarfundinum í gær. Lyfjaskortur í Bandaríkjunum jókst um 30 prósent á síðasta ári samanborið við árið 2021. Meðalbiðtími eftir því að lyf yrðu aftur fáanleg voru átján mánuðir en lyf hafa verið ófáanleg í allt að fimmtán ár. Þetta var meðal þess sem fram kom á opnum fundi þjóðaröryggisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Meðal þeirra lyfja sem skortur hefur verið á eru algeng sýklalyf, svæfingalyf og vökvar sem eru notaðir til að halda lyfjaslöngum hreinum. Öldungadeildarþingmaðurinn Gary Peters, formaður nefndarinnar, sagði skortinn ekki aðeins ógn við velferð sjúklinga heldur einnig ógn gegn þjóðaröryggi. Ástæður lyfjaskortsins voru sagðar margvíslegar; meðal annars ýmsir efnahagslegir þættir, ógegnsæ birgðakeðja og sú staðreynd að 80 til 90 prósent allra lyfja væru framleidd utan landsteinanna. Meðal þeirra sem báru vitni fyrir þingnefndinni var krabbameinsskurðlæknirinn Andrew Shuman, sem sagði skort á krabbameinslyfjum „hægfara harmleik“. Hann nefndi sem dæmi nýlegan skort á krabbameinslyfinu etópósíð, sem varð til þess að hann varð að ákveða með sér hver ætti að fá lyfið og hver ekki. „Sem læknir sem hefur helgað líf sitt baráttunni gegn krabbameini, þá er erfitt að tjá það hversu hræðilegt það er,“ sagði Shuman. Hann sagði að lyfjafræðingi hefði tekist að láta lyfjaforða sjúkrahússins duga í það skiptið en að það ætti ekki að vera undir þeim komið að reyna að nýta hvern einasta dropa þegar líf væru í húfi. Etópósíð er á sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar en ekki á skrá yfir lyf sem skortur er á. Vimala Raghavendran, yfirmaður hjá stofnuninni U.S. Pharmacopeia, sem vinnur að því að tryggja öruggar lyfjabirgðir, sagði starfsmenn sína hafa komist að því að þau lyf sem helst myndaðist skortur á væru ódýr lyf, lyf sem væru flókin í framleiðslu eða lyf sem hefðu ekki staðist gæðakröfur og verið innkölluð. Þá var bent á að ódýrustu lyfin væru gjarnan framleidd á afmörkuðum svæðum á Indlandi og í Kína, þar sem framleiðslan kostaði lítið, en á sama tíma væri framleiðslan viðkvæm fyrir utanaðkomandi áhrifum á borð við náttúruhamfarir eða pólitískan óróa. Sérfræðingar sem mættu fyrir nefndina sögðu að gera mætti ýmsar úrbætur, til að mynda fylgjast betur með framboði af virkum efnum í lyfjaframleiðslu. Þá mætti fylgjast betur með frammistöðu framleiðenda og verðlauna þá sem stæðu sig hvað varðar framboð og gæði. Krabbameinslæknirinn Shuman var einn þeirra sem sagði nauðsynlegt að taka upp hvata fyrir fyrirtæki sem framleiddu ódýr en nauðsynleg lyf. Til að mynda hefði myndast skortur á augndropum sem væru hræódýrir en réðu úrslitum um það hvort ákveðinn sjúklingahópur héldi sjóninni eða yrði blindur. Benti hann á að smásöluverð lyfja endurspeglaði ekki alltaf mikilvægi þeirra fyrir sjúklinga. New York Times greindi frá. Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Þetta var meðal þess sem fram kom á opnum fundi þjóðaröryggisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Meðal þeirra lyfja sem skortur hefur verið á eru algeng sýklalyf, svæfingalyf og vökvar sem eru notaðir til að halda lyfjaslöngum hreinum. Öldungadeildarþingmaðurinn Gary Peters, formaður nefndarinnar, sagði skortinn ekki aðeins ógn við velferð sjúklinga heldur einnig ógn gegn þjóðaröryggi. Ástæður lyfjaskortsins voru sagðar margvíslegar; meðal annars ýmsir efnahagslegir þættir, ógegnsæ birgðakeðja og sú staðreynd að 80 til 90 prósent allra lyfja væru framleidd utan landsteinanna. Meðal þeirra sem báru vitni fyrir þingnefndinni var krabbameinsskurðlæknirinn Andrew Shuman, sem sagði skort á krabbameinslyfjum „hægfara harmleik“. Hann nefndi sem dæmi nýlegan skort á krabbameinslyfinu etópósíð, sem varð til þess að hann varð að ákveða með sér hver ætti að fá lyfið og hver ekki. „Sem læknir sem hefur helgað líf sitt baráttunni gegn krabbameini, þá er erfitt að tjá það hversu hræðilegt það er,“ sagði Shuman. Hann sagði að lyfjafræðingi hefði tekist að láta lyfjaforða sjúkrahússins duga í það skiptið en að það ætti ekki að vera undir þeim komið að reyna að nýta hvern einasta dropa þegar líf væru í húfi. Etópósíð er á sérlyfjaskrá Lyfjastofnunar en ekki á skrá yfir lyf sem skortur er á. Vimala Raghavendran, yfirmaður hjá stofnuninni U.S. Pharmacopeia, sem vinnur að því að tryggja öruggar lyfjabirgðir, sagði starfsmenn sína hafa komist að því að þau lyf sem helst myndaðist skortur á væru ódýr lyf, lyf sem væru flókin í framleiðslu eða lyf sem hefðu ekki staðist gæðakröfur og verið innkölluð. Þá var bent á að ódýrustu lyfin væru gjarnan framleidd á afmörkuðum svæðum á Indlandi og í Kína, þar sem framleiðslan kostaði lítið, en á sama tíma væri framleiðslan viðkvæm fyrir utanaðkomandi áhrifum á borð við náttúruhamfarir eða pólitískan óróa. Sérfræðingar sem mættu fyrir nefndina sögðu að gera mætti ýmsar úrbætur, til að mynda fylgjast betur með framboði af virkum efnum í lyfjaframleiðslu. Þá mætti fylgjast betur með frammistöðu framleiðenda og verðlauna þá sem stæðu sig hvað varðar framboð og gæði. Krabbameinslæknirinn Shuman var einn þeirra sem sagði nauðsynlegt að taka upp hvata fyrir fyrirtæki sem framleiddu ódýr en nauðsynleg lyf. Til að mynda hefði myndast skortur á augndropum sem væru hræódýrir en réðu úrslitum um það hvort ákveðinn sjúklingahópur héldi sjóninni eða yrði blindur. Benti hann á að smásöluverð lyfja endurspeglaði ekki alltaf mikilvægi þeirra fyrir sjúklinga. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira