Söfn, ferðaþjónusta og takmörk samkeppnisrekstrar opinberra aðila Jóhannes Þór Skúlason skrifar 24. mars 2023 08:31 Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands birti grein í vikunni þar sem farið er hörðum orðum um erindi Samtaka ferðaþjónustunnar og Perlu Norðursins ehf. til Samkeppniseftirlitsins varðandi fyrirhugað sýningarhald safnsins á Seltjarnarnesi. Ég get fullvissað Hilmar og annað safnafólk um að Samtök ferðaþjónustunnar hafa góðan skilning á eðli og mikilvægi safnastarfsemi, sem og því að um starfsemi höfuðsafna gildi sérstök lög sem hljóti að koma til skoðunar í þessu samhengi. Ég átta mig einnig á því að húsnæðissaga Náttúruminjasafns er þyrnum stráð og að brýnt er að hún fái farsælan endi sem fyrst, enda hefur SAF frekar talað fyrir því en hindrað, m.a. við ráðherra menningarmála. Eðlileg spurning í ljósi íslenskra og evrópskra laga Það er ekki rétt að í erindi SAF felist almenn aðför að safnastarfsemi. Það er hins vegar afstaða samtakanna að rekstur opinberra aðila í samkeppni við einkaaðila sé óæskilegur. SAF eru ekki ein um þessa afstöðu, enda standa bæði íslensk löggjöf og Evrópulöggjöf til þess að takmarka þátttöku opinberra aðila á samkeppnismarkaði. Þannig fjallar t.d. 14. grein samkeppnislaga um heimildir til að koma í veg fyrir að opinbert fé sé nýtt til að greiða niður samkeppnisrekstur. Um það segir m.a. á vef Samkeppniseftirlitsins: Á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga getur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli samkeppnisrekstrar opinbers aðila og þess rekstrar sama aðila sem nýtur einkaleyfis eða verndar, t.d. í því formi að þiggja opinbert fé til starfseminnar. Þegar kveðið er á um fjárhagslegan aðskilnað í þessu samhengi er það gert í þeim tilgangi að opinbert fé sé ekki nýtt til að greiða niður samkeppnisrekstur. Erindi SAF og Perlu Norðursins til Samkeppniseftirlitsins snýr að því að fá svar þar til bærra yfirvalda um það hvort þessi tiltekni sýningarrekstur opinberra aðila og hugsanlega önnur sambærileg tilfelli falli innan marka þessara lagaheimilda um samkeppnisrekstur eða ekki. Mat SAF og Perlu Norðursins er að hann geri það ekki miðað við þær forsendur sem lagðar eru upp m.a. í fýsileikakönnun frá september 2020. Ræktun andans og holdsins Hilmar hnýtur m.a. um tilvísun í erindinu til líkamsræktarstöðva sem reknar eru af sveitarfélögum. Nú vitum við öll að líkamsræktarstöðvar og söfn hafa mismunandi eðli og tilgang, þótt mannrækt sé þar beggja vegna í öndvegi. Ólíkt eðli rekstursins breytir þó ekki því að í raun er um sömu spurningu að ræða: Fellur rekstur hins opinbera í samkeppni við rekstur einkaaðila innan eða utan ramma laga sem um það fjalla? Vera má að Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að rekstur sýninga á vegum höfuðsafna eins og Náttrúruminjasafns Íslands falli innan marka lagarammans sem líkamsræktarstöðvarnar falla utan vegna eðlis starfseminnar og sérlaga um hana. SAF telja hins vegar að svo sé ekki. Gerum ekki fjöðurina að fimm hænum Það er röng ályktun hjá Hilmari að undir erindi SAF og Perlu Norðursins feli í sér einhvers konar almenna aðför að „öllum söfnum og aðilum í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis“, þar á meðal Þjóðminjasafni og Listasafni Íslands. Mér er ekki kunnugt um að einkaaðilar haldi úti öðrum sýningum sem sambærilegar eru við sýningar Þjóðminjasafns eða Listasafns Íslands á þeim grunni sem erindið byggir, og satt að segja er mér mjög til efs að sambærileg tilvik séu útbreidd í safnageiranum eða að þau finnist yfirleitt. Málið snýr ekki heldur um umfjöllunarefni minja og náttúrusafna almennt, því að ýmislegt varðandi þessa tilteknu sýningu Náttúruminjasafns afmarkar málið við hana. Það tengjast t.d. ekki allar minjasýningar á landinu sambærilegri sýningu í Perlunni beint og það eru heldur ekki allar minjasýningar byggðar á fýsileikakönnun sem tiltekur sérstaklega að sýning þeirra verði „sambærileg“ við sýninguna í Perlunni. Hér er SAF því gerð upp almenn stríðsyfirlýsing sem á ekki við rök að styðjast. Það þykir mér leitt. Mikilvægt hlutverk safna fyrir ferðaþjónustu Það er óumdeilt að söfn gegna afar mikilvægu hlutverki fyrir íslenska ferðaþjónustu, enda eru safnaheimsóknir mjög ofarlega á listanum yfir afþreyingu sem erlendir ferðamenn segjast sækja hér á landi. Samtök ferðaþjónustunnar myndu fagna því mjög ef stjórnendur safna nýttu betur þau tækifæri sem felast í þjónustu við ferðamenn, sem gæti bæði styrkt fjárhagslegan grunn safnastarfseminnar og auðgað upplifun ferðamanna enn frekar. Markviss markaðssetning og starf safna á ferðaþjónustumarkaði er vel þekkt víða erlendis en hefur af einhverjum ástæðum tekið nokkuð seint við sér hér á landi. SAF myndu fagna samtali við safnageirann um uppbyggingu safnastarfsemi hér á landi í samhengi við ferðaþjónustu, og ég leyfi mér því að nýta þetta tækifæri til að bjóða Hilmari og öðrum fulltrúum safnageirans til skrafs og ráðagerða um það málefni. Það er enda líklegri leið til sameiginlegs árangurs en frekari hnýtingar í fjölmiðlum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Söfn Seltjarnarnes Samkeppnismál Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Sjá meira
Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands birti grein í vikunni þar sem farið er hörðum orðum um erindi Samtaka ferðaþjónustunnar og Perlu Norðursins ehf. til Samkeppniseftirlitsins varðandi fyrirhugað sýningarhald safnsins á Seltjarnarnesi. Ég get fullvissað Hilmar og annað safnafólk um að Samtök ferðaþjónustunnar hafa góðan skilning á eðli og mikilvægi safnastarfsemi, sem og því að um starfsemi höfuðsafna gildi sérstök lög sem hljóti að koma til skoðunar í þessu samhengi. Ég átta mig einnig á því að húsnæðissaga Náttúruminjasafns er þyrnum stráð og að brýnt er að hún fái farsælan endi sem fyrst, enda hefur SAF frekar talað fyrir því en hindrað, m.a. við ráðherra menningarmála. Eðlileg spurning í ljósi íslenskra og evrópskra laga Það er ekki rétt að í erindi SAF felist almenn aðför að safnastarfsemi. Það er hins vegar afstaða samtakanna að rekstur opinberra aðila í samkeppni við einkaaðila sé óæskilegur. SAF eru ekki ein um þessa afstöðu, enda standa bæði íslensk löggjöf og Evrópulöggjöf til þess að takmarka þátttöku opinberra aðila á samkeppnismarkaði. Þannig fjallar t.d. 14. grein samkeppnislaga um heimildir til að koma í veg fyrir að opinbert fé sé nýtt til að greiða niður samkeppnisrekstur. Um það segir m.a. á vef Samkeppniseftirlitsins: Á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga getur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli samkeppnisrekstrar opinbers aðila og þess rekstrar sama aðila sem nýtur einkaleyfis eða verndar, t.d. í því formi að þiggja opinbert fé til starfseminnar. Þegar kveðið er á um fjárhagslegan aðskilnað í þessu samhengi er það gert í þeim tilgangi að opinbert fé sé ekki nýtt til að greiða niður samkeppnisrekstur. Erindi SAF og Perlu Norðursins til Samkeppniseftirlitsins snýr að því að fá svar þar til bærra yfirvalda um það hvort þessi tiltekni sýningarrekstur opinberra aðila og hugsanlega önnur sambærileg tilfelli falli innan marka þessara lagaheimilda um samkeppnisrekstur eða ekki. Mat SAF og Perlu Norðursins er að hann geri það ekki miðað við þær forsendur sem lagðar eru upp m.a. í fýsileikakönnun frá september 2020. Ræktun andans og holdsins Hilmar hnýtur m.a. um tilvísun í erindinu til líkamsræktarstöðva sem reknar eru af sveitarfélögum. Nú vitum við öll að líkamsræktarstöðvar og söfn hafa mismunandi eðli og tilgang, þótt mannrækt sé þar beggja vegna í öndvegi. Ólíkt eðli rekstursins breytir þó ekki því að í raun er um sömu spurningu að ræða: Fellur rekstur hins opinbera í samkeppni við rekstur einkaaðila innan eða utan ramma laga sem um það fjalla? Vera má að Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að rekstur sýninga á vegum höfuðsafna eins og Náttrúruminjasafns Íslands falli innan marka lagarammans sem líkamsræktarstöðvarnar falla utan vegna eðlis starfseminnar og sérlaga um hana. SAF telja hins vegar að svo sé ekki. Gerum ekki fjöðurina að fimm hænum Það er röng ályktun hjá Hilmari að undir erindi SAF og Perlu Norðursins feli í sér einhvers konar almenna aðför að „öllum söfnum og aðilum í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis“, þar á meðal Þjóðminjasafni og Listasafni Íslands. Mér er ekki kunnugt um að einkaaðilar haldi úti öðrum sýningum sem sambærilegar eru við sýningar Þjóðminjasafns eða Listasafns Íslands á þeim grunni sem erindið byggir, og satt að segja er mér mjög til efs að sambærileg tilvik séu útbreidd í safnageiranum eða að þau finnist yfirleitt. Málið snýr ekki heldur um umfjöllunarefni minja og náttúrusafna almennt, því að ýmislegt varðandi þessa tilteknu sýningu Náttúruminjasafns afmarkar málið við hana. Það tengjast t.d. ekki allar minjasýningar á landinu sambærilegri sýningu í Perlunni beint og það eru heldur ekki allar minjasýningar byggðar á fýsileikakönnun sem tiltekur sérstaklega að sýning þeirra verði „sambærileg“ við sýninguna í Perlunni. Hér er SAF því gerð upp almenn stríðsyfirlýsing sem á ekki við rök að styðjast. Það þykir mér leitt. Mikilvægt hlutverk safna fyrir ferðaþjónustu Það er óumdeilt að söfn gegna afar mikilvægu hlutverki fyrir íslenska ferðaþjónustu, enda eru safnaheimsóknir mjög ofarlega á listanum yfir afþreyingu sem erlendir ferðamenn segjast sækja hér á landi. Samtök ferðaþjónustunnar myndu fagna því mjög ef stjórnendur safna nýttu betur þau tækifæri sem felast í þjónustu við ferðamenn, sem gæti bæði styrkt fjárhagslegan grunn safnastarfseminnar og auðgað upplifun ferðamanna enn frekar. Markviss markaðssetning og starf safna á ferðaþjónustumarkaði er vel þekkt víða erlendis en hefur af einhverjum ástæðum tekið nokkuð seint við sér hér á landi. SAF myndu fagna samtali við safnageirann um uppbyggingu safnastarfsemi hér á landi í samhengi við ferðaþjónustu, og ég leyfi mér því að nýta þetta tækifæri til að bjóða Hilmari og öðrum fulltrúum safnageirans til skrafs og ráðagerða um það málefni. Það er enda líklegri leið til sameiginlegs árangurs en frekari hnýtingar í fjölmiðlum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar